Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Page 6

Víkurfréttir - 12.02.2015, Page 6
6 fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR Það eru stór tímamót hjá Keflavíkurkirkju sem fagnar aldarafmæli á þessu ári. Við gerum þessum tímamótum góð skil í blaði, á vef og í sjónvarpsþætti Víkurfrétta og munum gera áfram. Á þessum tímamótum er gaman að velta fyrir sér þáttum í stórmerkri sögu kirkjunnar en frá henni var greint ítarlega í síðusta blaði okkar. Keflavík tilheyrði Útskálasókn til forna en tíu ára gömul kirkja í Keflavík fauk í ofsaviðri árið 1902. Eftir stóðu miklar skuldir sem ný Keflavíkursókn þurfti að taka á. Ótrúlegt en satt þá kom til sögunnar Ólafur Á. Ólafsson, verslunarstjóri Duus verslunarinnar í Keflavík. Hann bauðst til að greiða helming skuldanna eftir byggingu fyrstu kirkjunnar ef bæjarbúar greiddu hinn. Hann gerði svo gott betur þegar hann bauðst til að greiða helming af byggingarkostnaði nýrrar kirkju ef heimamenn myndu safna hinum helmingnum áður en hún yrði byggð. Þetta varð allt að veruleika. Kirkja var byggð fyrir söfnunar- og gjafafé. Rögnvaldur Ólafsson sem þá hafði nýlokið við að teikna Hafnarfjarðarkirkju vara fenginn til að teikna nýja Kefla- víkurkirkju. Í samantekt Ragnheiðar Ástu Magnúsdóttur formanns Keflavíkur- sóknar sem hún skrifaði fyrir Víkurfréttir í síðustu viku segir: Það má alveg velta fyrir sér rausnarskap Ólafs Á. Ólafssonar og líka hvað lá að baki þeirri staðreynd að einn maður hafði burði til að gefa hálfa kirkju og rúmlega það en kirkjan kostaði 17.000 krónur uppkomin. Ólafur og systir hans, ekkjufrú Kristjana Duus, borguðu 10.000 kr. Árin sem Ólafur var verslunarstjóri í Duusverslun bjó hann í Kaup- mannahöfn á vetrum, en kom með vorskipum til Keflavíkur og átti þar sitt sumarheimili ásamt eiginkonu sinni, Ástu Jacobsen. Ásta sýndi umhyggju fyrir börnunum í þorpinu og hélt þeim veislu sumar hvert. Hvernig sem á það er litið verður aldrei hægt að komast hjá því að dást að þeim stórhug sem að baki byggingar Keflavíkurkirkju var. Kirkjan rúmaði meira en helming sóknarbarna í sæti þegar hún var byggð og ef við ættum að byggja sambærilegt guðshús í dag þyrfti það að rúma 3500 manns í sæti. Til þess dygði einungis Hallgrímskirkja og varla þó. Margir aðilar, einstaklingar og félög hafa komið að málefnum kirkj- unnar í þessi hundrað ár. Kvenfélagið Freyja var t.d. stofnað til að prýða kirkjuna áður en hún var vígð og hún fékk svo Ásgrím Jónsson til að mála altaristöflu kirkjunnar af Fjallræðunni og umgjörð um hana. Þetta voru stórverk fyrir hundrað árum í litlu bæjarfélagi. Þegar við skoðum svo stöðuna núna á stórafmælinu þá eru afrekin líka stór í seinni tíð. Eftir bankahrun stóð Keflavíkurkirkja að því að stofna Velferðarsjóð á Suðurnesjum; sjóð sem skyldi styðja við Suðurnesjamenn sem voru í sárum eftir efnahagshrun og brotthvarf þess stóra vinnustaðar sem Varnarliðið var. Í dag hafa safnast frá upp- hafi um 60 milljónir kr. í sjóðinn sem hefur verið deilt út til þeirra sem mest hafa á þurft að halda samkvæmt reglum sem sjóðurinn bjó til. Stjórn Velferðasjóðs vildi t.d. að öll börn fengju heita máltíð í hádeginu og ungmenni gætu stundað íþróttir og nám með greiðslu þátttökugjalda. Þetta er einstakt og sannarlega vitnisburður um það samfélag sem getur áorkað slíku. Fyrirtæki, félög, einstaklingar og börn hafa lagt sitt af mörkum í sjóðinn. Um 20 millj. söfnuðust strax á fyrstu mánuðunum eftir stofnun hans. „Okkur hefur tekist að kalla eftir þessum margfeldisáhrifum þar sem allir leggjast á eitt,“ segir Skúli Ólafsson sóknarprestur í viðtali við VF um Velferðarsjóðinn en hugmyndir um hann urðu til á stefnumótunarfundi fyrir Keflavíkur- kirkju árið 2008. Á fundi sem haldinn var degi áður en hrunið brast á. Kirkjan hefur alla tíð skipað stóran sess í lífi fólks og mun gera það áfram. Hún hefur sýnt það í gegnum tíðina að hjá henni liggur mikill styrkur þrátt fyrir að leiðin hafi ekki alltaf verið bein og breið í hennar starfi. Í kirkjunni skírum við, fermum, giftum og jörðum. Þannig getum við sagt að í kirkjunni búi systurnar gleði og sorg. Systur okkar allra. Til hamingju Keflavíkurkirkja með stórafmælið! Hús systra okkar allra -ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar vf.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. SÍMI 421 0000 -viðtal pósturu olgabjort@vf.is Ásdís Ármannsdóttir tók við embætti Sýslumannsins á Suðurnesjum á síðasta ári og flutti til Reykjanesbæjar um ára- mótin. Hún festi kaup á húsi Sr. Skúla S. Ólafssonar og Sigríðar Bjarkar, fyrrum lögreglustjóra. Henni líkar vel í starfinu, sem hún segir mikið til ganga út á að aðstoða fólk í erfiðum aðstæðum. Hún segir það afar gefandi. „Það er ekki góður leigumark- aður hérna og okkur leist best á hús Skúla og Sigríðar Bjarkar. Ég flutti inn rétt eftir áramótin en fjölskyldan er enn á Siglufirði, þar sem ég var settur sýslumaður á Akureyri í eitt ár og keyrði á milli. Sonur minn að klára 10. bekk og dóttirin í 9. bekk. Við vildum ekki skipta um skóla svona á miðju ári,“ segir Ásdís, sem þekkti Suðurnesin nánast ekkert áður en hún flutti hingað. Hún kemur upphaflega frá Stöðvarfirði og starfaði sem sýslu- maður á Siglufirði í um átta ár og þekkti svo sem ekkert þar til heldur þegar hún var nýkomin þangað. „Mér finnst ágætt líka að vera nær höfuðborgarsvæðinu hérna, maður þekkir alltaf einhvern þar. Það er líka stutt í flug ef mann langar til útlanda.“ Of neikvæð umræða um svæðið Ásdísi finnst víða of neikvæð um- ræða vera um Suðurnesin. „Ef maður þekkti ekkert til gæti maður hafa haldið að hér væri ekkert nema atvinnuleysi, nauðungar- sölur, heimilisofbeldi og neysla. Það er þetta sem maður hefur mest heyrt af. Það eru reyndar helst aðrir sem segja við mig: Hva ertu að fara þangað að vinna? En komandi frá Siglufirði þá eru þetta svo mikil umskipti því umfjöllunin þar er svo jákvæð víða í fjölmiðlum, enda mikil uppbygging. Það er nú alls staðar gott fólk, sem betur fer,“ segir Ásdís og bæti við að hún sé ekki mikið farin að kynnast fólkinu hér ennþá, aðallega samstarfsfólk- inu. „Það hefur tekið mér mjög vel. Svo dreif ég mig í leikfimi hérna í Lífsstíl. Það er nálægt og hentugir tímar. En helgarnar eru erfiðastar þegar maður er ekki með fjölskyld- una.“ Er ekki valdsmannstýpan Sýslumannsembættunum á lands- vísu var fækkað úr 24 í 9 í fyrra. Þeim var breytt þannig að sýslu- menn voru leystir undan verk- efnum lögreglustjóra. „Hér á Suðurnesjum var löngu búið að aðskilja þau embætti og því í raun engar nýjar breytingar. Þetta embætti var ekki undir í þessum breytingum en þegar Þórólfur fór á höfuðborgarsvæðið þá losnaði þessi staða. Ég þurfti bara að setjast í stólinn og byrja að vinna,“ segir Ásdís og brosir. Spurð um áherslu- breytingar segir hún slíkar ekki vera á teikniborðinu og fyrstu verk hafi verið að hlusta á starfsfólkið; heyra þeirra upplifun. Ég vil sjá hvernig hlutirnir eru áður en ég reyni að breyta einhverju. Ég er ekki á því að breyta breytinganna vegna. Mér sýnist þetta allt virka vel.“ Þá finnst henni mikilvægt að hlúa vel að starfsfólkinu. „Ánægt starfsfólk veitir betri þjónustu. Að mínu mati þarf týpa sýslumanns að vera hjálpsöm, almennileg og mannleg. Svo eru aðrir valdmanns- legri, en ég vil ekki vera þannig. Það gustar bara meira af sumum en öðrum, það er bara þannig. Ég er bara ein af starfsfólkinu.“ Líður best í þjónustuhluverkinu Ásdís hefur meira og minna starfað í sýslumannsgeiranum frá því að hún útskrifaðist sem lögfræðingur. Um tíma starfaði hún þó sem lög- maður þar sem rukkað var fyrir hvert símtal. „Það átti ekki við mig því ég er vön að vera í þjónustu- hlutverki og sinna þeim sem koma til mín. Ég er ánægð í þessu og það er mest gefandi að geta aðstoðað og fólk fari ánægðara frá mér en þegar það kom óöruggt inn inn, t.d. þegar verið er að skipta dánar- búum. Einnig er alltaf gaman að gifta. Erfðast er þó að eiga við þegar einstaklingar eiga erfitt eins og við nauðungarsölur, skilnaði og dauðs- föll ungs fólks og ganga þarf frá pappírum. Maður sér fólk í ýmsum erfiðum stöðum að sinna pappírs- vinnu. Það er gott að geta hjálpað og við gerum okkar besta hér.“ Ásdís segir heilmikinn mun að sjá sólina hér allt árið því hún skein ekki á Siglufjörð fyrr en 28. janúar. „Það er ekki margt sem skyggir á hér. Hér er minni snjór en lognið hreyfist meira. Þetta hefur allt sína kosti og galla. Ég hef heyrt að hér séu mjög góðir skólar. Það þarf að leggja meiri áherslu á það góða - enda lítur úr fyrir að mesta niður- sveiflan sé að baki og bjart fram- undan,“ segir Ásdís að endingu. ■■ Nýi sýslumaðurinn á Suðurnesjum skildi fjölskylduna tíma- bundið eftir á Siglufirði: Keypti hús prestsins og lögreglustjórans Að mínu mati þarf týpa sýslu- manns að vera hjálp- söm, al- mennileg og mannleg

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.