Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 12.02.2015, Qupperneq 8
8 fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR 20% afsláttur* Af öllum pa kkningum * Gildir í feb rúar Lyaauglýsing Námskeiðið Tilgangsríkt líf hefst 13. febrúar og stendur í 6 vikur. Kennsla fer fram á föstudagskvöldum frá kl.19:00-21:00. Við hefjum kvöldið á því að fá okkur léttar veitingar saman. Aðgangur er ókeypis. Hvítasunnukirkjan í Keflavík. Nánari upplýsingar í síma 823 1303 Hótel Keflavík er annað besta hótel landsins. Notendur TripAdvisor sem komu til Ís- lands árið 2014 völdu tvö lands- byggðarhótel sem bestu hótel landsins. Hótel Keflavík er þar í öðru sæti á eftir Rangá yfir bestu hótel landsins með 24 tíma vakt og allri þjónustu, eins og veitinga- stað o.s.frv. Unnið hefur verið að miklum endurbótum á Hótel Keflavík á síð- ustu tveimur árum. Eftir fyrri hluta framkvæmda í fyrra komst hótelið inn á topp 10 listann hjá TripAdvi- sor og svo nú í 2 sæti. Eigendur á Hótel Keflavík ákváðu fyrir tveimur árum að leggja frekar áherslu á miklar endurbætur og gera hótelið meira spennandi kost í hinum nýja íslenska hótelfrum- skógi. „Það hefur tekist hreint frábærlega á þessum stutta tíma og hefur nýt- ing og eftirspurn eftir góðri gist- ingu aukist gríðarlega í takt við góð ummæli eins og þessi TripAdvisor viðurkenning sýnir en við erum þó enn á fullu í framkvæmdum og hvergi hætt,“ segir Steinþór Jóns- son, hótelstjóri. Vinnu við ytri umgjörð hótelsins s.s. granítflísar og LED lýsing er að mestu leyti lokið. Í dag er hótelið með 77 nýendurgerð herbergi með góðum aðbúnaði eins og best þekk- ist á fjögurra stjörnu hótelum. Við lok framkvæmda verða þar á meðal fjórar Junior svítur og allt að fimm svítur af stærðinni 35 fermetrar, 80 fermetrar og 250 fermetrar og verður svítu hæðin sér deild innan hótelsins. „Vinnuheitið hjá okkur í þessum framkvæmdum er 5 stjörnu hæð á góðu 4 stjörnu hóteli. Efsta hæðin verður með sér móttökuborði og þjónustu sem aðeins 5 stjörnu hótel bjóða upp á og þekkist ekki enn hér á landi. Þetta er m.a. hægt að gera hjá okkur þar sem lyfta hót- elsins mun ganga beint niður í veitingastaðinn, KEF restaurant, sem er fyrsta flokks staður rekinn af meistarkokknum Jenný Rún- arsdóttur og einnig beint niður í Lífsstíl sem er ein stærsta líkams- ræktarstöð á hóteli í Evrópu,“ segir Steinþór jafnframt. „Við hér á Hótel Keflavík erum mjög stolt af bænum okkar og um- hverfi og teljum því að svona stór fjárfesting muni skila sér mjög vel þegar til lengri tíma er litið bæði fyrir okkur og fyrir Keflavík sem áfangastað. Þá er að okkar mat að þessi nýja og stærsta svíta Norður- landa eigi hér best heima og mun vonandi verða öðrum á svæðinu hvati til að gera enn betur. 30 ára uppbygging og framkvæmdar- gleði fjölskyldunar hefur oft tekið á en við erum gríðarlega þakklát fyrir hvar við erum stödd í dag. Staðsetning Hótel Keflavík með alþjóðaflugvöllinn, höfuðborgina Reykjavík, Reykjanesið og Bláa Lónið gerir okkar staðsetningu þá bestu hér á landi. Það eiga margir eftir að uppgötva hvað þetta svæði býður upp á og þegar við horfum tilbaka til ársins 1986 þegar Hótel Keflavík var stofnað, og þegar ferðaþjónusta var ekki til á þessu svæði, má með sanni segja að eitt flottasta ferðaþjónustusvæði lands- ins hafi orðið til á aðeins 30 árum,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík. ■■ Hótel Keflavík valið annað besta hótel landsins á TripAdvisor: Fimm stjörnu svítuhæð með 250 fermetra lúxussvítu – stolt af bænum okkar og umhverfi, segir Steinþór Jónsson hótelstjóri -viðtal pósturu vf@vf.is Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík. Codland hlaut á dögunum 4,35 mi l l jónir norsk r a króna, jafnvirði um 75 milljóna íslenskra króna, í rannsóknar- styrk frá Nordic Innovation. Rannsóknarverkefnið, sem er til 3 ára, hefur það að markmiði að þróa ensím sem ætluð verða sérstaklega til að vinna kollagen peptíð úr kaldsjávarfiskum. Undanfarin misseri hefur Codl- and unnið að tilraunaframleiðslu kollagens úr þorskroði í samstarfi við gelatínframleiðendur á Spáni, en kollagen er lífvirkt efni sem sí- fellt verður vinsælla í heilsu- og snyrtivörugeiranum. Tilraun- framleiðslan og rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið sýna að aðlaga þarf framleiðsluferlið betur að hráefninu og leita leiða til að auka sjálfbærni framleiðslunnar. Í samvinnu við Matís, Barentzyme í Noregi, DTU-Biosustain og Há- skólann í Árósum hefst Codland nú handa við slíkt rannsóknar- og þróunarferli en við lok þess er gert ráð fyrir að að reisa kollagenverk- smiðju á Íslandi sem unnið getur kollagen peptíð úr roði kaldsjávar- fiska á sjálfbærari, hagkvæmari og tæknilega fullkomnari hátt en þekkst hefur hingað til. Ljóst er að styrkveitingin er mikil lyftistöng fyrir Codland en mark- mið fyrirtækisins er þróa verð- mætar afurðir úr aukahráefni sem fellur til við fiskvinnslu, einkum á þorski. Þá er einnig ljóst að þriggja ára samstarf við jafn öflugar stofn- anir og fyrirtæki á borð við Bar- entzyme, DTU-Biosustain og Há- skólann í Árósum opnar Codlandi mikla möguleika til framtíðar. Codland er eitt þeirra fyrirtækja sem orðið hafa til á vettvangi Ís- lenska sjávarklasans. Codland fær 75 m.kr. í rannsóknarstyrk Fyrir nokkru tókust samningar um kaup Hóps ehf. á verslun Omnis ehf. í Reykjanesbæ og tóku nýir eigendur við rekstrinum þann 1. febrúar undir nafninu Omnis Reykjanes. Hóp ehf. er að stærstum hluta í eigu Björns Inga Pálssonar, sem stýrt hefur rekstri verslunarinnar undanfarin ár og mun gera svo áfram. Verslunin var nýverið flutt í nýtt húsnæði að Hafnargötu 40. Öll helstu vörumerki í tölvum og tækni eru í boði í versluninni auk þjónustuumboðs fyrir Símann. Björn Ingi segir spennandi tíma framundan í rekstri verslunarinnar. „Ég hef trú á samfélaginu á Reykja- nesi og er sannfærður um að bjartir tímar sé framundan,“ segir Björn og sú trú hafi orðið til þess að hann ákvað að festa kaup á verslun- inni þegar Omnis kaus að breyta áherslum í rekstri og draga sig út úr rekstri verslana. Starfsmenn verslunarinnar eru fjórir og hafa flestir starfað hér um árabil og þekkja því vel þarfir sinna viðskipta- vina. „Góð þjónusta hefur verið okkar aðalsmerki í gegnum tíðina og sú þjónusta mun aukast ef eitthvað er þegar verslunin er nú komin í eign heimamanna. Við munum áfram starfa mjög náið með okkar birgjum og þannig tryggjum við best samkeppnis- hæft verð,“ segir Björn að lokum. Nýr eigandi tekur við verslun Omnis í Reykjanesbæ Björn Ingi Pálsson ásamt starfsfólki sínu í Omnis en myndin var tekin í jólavertíðinni í desember sl.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.