Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Page 14

Víkurfréttir - 12.02.2015, Page 14
Það þótti mikill fengur að ná aftur í heimabæinn organist- anum Arnóri Vilbergssyni. Hann hafði gert flotta hluti á Akureyri og Keflvíkingar gáfu honum nokkur ár þar en sögðu svo: Komdu heim Arnór! Hann gerði það og þessi hressi, jákvæði og nú mikið skeggj- aði sonur hjónanna í hinum vel þekkta pulsuvagni í Keflavík, er hinn tónelskandi kappi kirkjunnar. Til að byrja á léttu nótunum sem blaðamenn telja sig stundum kunna er Arnór spurður gamallar og sí- gildrar spurningar: Er starf organ- ista í Keflavík fullt starf? Þetta er býsna viðamikið en ég hef oft fengið þessa spurningu. Hér er ég mættur 8-9 á morgnana og er farinn um þrjú, hálf fjögur og geri ekkert allan þann tíma. (Hlær.) Nei djók. Ég sit hérna á skrifstofunni, svara í símann, tek og útfæri viðtöl og hitt og þetta sem þarf að gera. Við skipu- leggjum messuhaldið, kóræfingar og eitt og annað sem þarf að gera hérna. Í þessu húsi er ég með þrjá kóra starfandi. Kirkjukórinn telur um 50 manns, Vox Felix er ungliða- kór, svona samstarfsverkefni allra kirkna á Suðurnesjum - en allar sjö sóknirnar standa að honum. Ég skrifa allt út fyrir alla þessa kóra. Hann er í dægurlagatengdu efni. Við erum að reyna að finna lög sem henta kirkjuspileríi. Það er erfitt að fá þetta unga fólk til að syngja sálma. Ég þarf að útsetja það fyrir þau. Svo er það Eldey, kór eldri borgara. Fjöldinn þar er kominn yfir sextíu. Það er í mörg horn að líta þegar kemur að þessu starfi. Allt þetta utanumhald er töluvert og allt sem við þurfum að gera hér innanhúss. Við erum ekkert mörg að vinna hérna og stundum er ég kominn í að skipta um perur og þurrka af borðinu mínu á skrif- stofunni. En varðandi þessa sönghópa og hversu vel gengur að fá fólk til að taka þátt í þessu. Er Bítlabærinn að standa undir nafni? Fólk er bara mjög iðið við að vilja koma. Það er oft talað um að það sé erfitt að fá stráka til þess að koma á æfingu. Á síðust Vox Felix æfingu komu sjö strákar, rétt yfir tvítugt. Þannig að það er mikið sönglíf hérna. Og starf organistans? Messur, útfarir og kórstarf? Jú, jú, ég spila við kistulagningar, útfarir og innan þessa ramma sem organisti þarf að sinna eru æfingar, 2-3 tímar á hverjum degi. Það er bara að sitja við hljófærið og spila. Svo skrifar maður nótur í tvo og hálfan tíma og skipuleggur annað hinn tímann. Spila á sunnudögum og svo taka útfarirnar stóran hluta úr degi. Kóræfingar eru alltaf á kvöldin. Þetta dreifist voða mikið og maður þarf að eiga mjög þolinmóðan maka. Takk Guðný mín! Er ekki fjör framundan á hundrað ára afmæli? Það eru hátíðarmessur fyrir krakka og fullorðna og aðalverkið sem við flytjum er Sanktus eftir Karl Jenkis. Það sem á hug minn allan eru há- tíðartónleikar vegna afmælisins sem við erum að stefna að 29. mars í Hljómahöllinni. Þá ætla að sameinast karlakór, kvennakór og kirkjukór og við ætlum okkur að búa til strengja- sveit sem spilar þar undir með dyggri aðstoð frá Tónlistarskólanum. Við ætlum að flytja Keflavíkurkantötru eftir Eirík Árna Sigtryggsson sem kenndi lengi í tónlistarskólanum. Þá ætlum við að flytja sálm sem Sigurður Sævarsson, okkar Keflvíkinga, sem hann skrifaði fyrir kirkjuna í tilefni 95 ára afmælisins. Sóknarpresturinn okkar, Skúli, á texta við það. Kórarnir flytja svo líka verk sjálfir. Meiningin er svo á Ljósanótt að vera með tvenna flotta tónleika. Getur hver sem er komið í kór og annað? Þarf maður að kunna að syngja? Segðu okkur leyndarmálið á bak við góðan kórfélaga. Við erum öll misjöfn. Sumir eru rosalega sterkir raddlega, aðrir í fé- lagsmálum. Vissulega þarftu að halda lagi en flestöllum er hægt að hjálpa og ég trúi því að allir geti sungið. Það er allskonar fólk í kórnum okkar. Þar er fólk sem er búið með 8. stig í söng og fólk sem er að byrja að syngja með kór. Kraftar þessa fólks liggja oft meira í skipulagsvinnu og félagsvinnu á meðan 8. stigs fólkið er kannski að kenna. Það er hlutverk fyrir alla í kirkjukór. Þetta fólk allt, sem er í sjálfboða- vinnu, er það alveg til í að mæta við útfarir og messur og allt það sem þarf? Við notum sem betur fer Internetið til þess að búa til hópa og það er alltaf frjáls mæting í messu. Það eru alltaf um 20 manns sem syngja þar. Ég hef yfirsýn yfir það og sé hverjir melda sig. Við útfarir erum við með radd- formenn sem sjá um að boða í sína rödd. Ég óska kannski eftir 3 ten- órum, 3 bössum o.s.frv. og þau kalla út það sem ég þarf. Þetta er mikið skipulag sem hefur tekist að setja á margar hendur. Þetta er ekki allt á minni könnu. Þetta er batterí og allt þarf að funkera svo að þetta gangi. Og það gengur allt mjög vel. AFMÆLISDAGSKRÁIN 100 ÁRA 15. feb. afmælismessa Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 er afmælismessa í Keflavíkurkirkju. Biskup Íslands þjónar fyrir altari, ásamt dr. Gunnari Kristjánssyni. Myndarlegt afmæliskaffi að messu lokinni. 29. mars. Hátíðartónleikar Hátíðartónleikar Kórs Keflavíkurkirkju fara fram í Hljómahöll þann 29. mars. Arnór Vilbergsson organisti stýrir dag- skránni með þátttöku kóra á Suður- nesjum. 1. maí Vorsöngleikur Keflavíkurkirkju Í maí verður frumsýndur söngleikurinn Örkin hans Nóa í tilefni afmælis Kefla- víkurkirkju. Verkið er unnið í samvinnu með leikfélaginu og Myllubakkaskóla. 14. júni Keflavíkurkirkja 1915 Sunnudaginn 14. júní kl. 19:15 verður gamaldags guðsþjónusta í Keflavíkur- kirkju undir yfirskriftinni: Keflvíkur- kirkja 1915. Saga kirkjunnar verður rifjuð upp og gamlir (en kunnir) sálmar verða sungnir. 3. sept. Ljósanótt í aldargamalli Keflavíkurkirkju Dagana 3.-5. september, meðan ljósa- nótt stendur yfir, mun Keflavíkurkirkja minnast aldarafmælis. Sögusýning verður haldin í Duus- húsum þar sem brugðið verður mynd af ýmsum tímabilum í sögu kirkjunnar. Gengið verður í Keflavíkurkirkju þar sem listafólk tekur á móti gestum. Miðnæturmessa aðfaranótt sunnu- dagsins. 28. nóv. Söngleikurinn Ljós um nótt Á aðventu verður settur upp söngleikurinn Ljós um nótt eftir þá Arnór Vil- bergsson og sr. Skúla S. Ólafsson. Það er hlutverk fyrir alla í kirkjukór ■■ Organistinn Arnór Vilbergsson stýrir söngmálum í Keflavíkur- kirkju. Hann fer mikinn og stjórnar m.a. þremur kórum: Haustið 2006 sat ég í sóknar-nefnd Keflavíkurkirkju. Þá áttum við starfsfólk og sóknar- nefnd saman uppbyggilega stund í Skálholti þar sem hafin var vinna að nýrri stefnumótun fyrir safn- aðarstarfið. Að baki voru tímar sundurlyndis og deilna en fram- tíðin lofaði engu að síður góðu og ýmis fyrirheit voru um betri stöðu safnaðarins. Fljótlega kom í ljós að forgangs- röðunin var ekki eins og við vildum hafa hana. Starfsfólk, sóknarnefnd og aðrir leikmenn lögðust á eitt til að breyta hugsunar- og vinnu- hætti innan Keflavíkursóknar. Við einbeittum okkur að því að breyta menningunni í söfnuðinum og þar með einbeita okkur að ákveðnum verkefnum. Við vildum hafa færri bolta á lofti en grípa þá alla. Farið var af stað og spurningar lagðar fyrir ýmsa hópa í samfélaginu. Við fengum sjálfboðaliða með okkur í lið í stefnumótunarvinnuna. Mynd- aðir voru smáhópar til að vinna með hvernig við gætum breytt og bætt barna- og æskulýðsstarf, kærleiks- þjónustu og sjálboðaliðastarf. Nýjar aðstæður í kjölfar brottflutn- ings hersins og efnahagshruns köll- uðu á nýjan hugsunarhátt. Þá kom sér vel að Keflavíkurkirkja var búin að mynda nýja stefnu sem gaf okkur betri tækifæri til að leggja krafta okkar í ákveðin verkefni. Velferðarsjóður á Suðurnesjum Í byrjun október 2008 fóru sóknar- nefnd, starfsfólk og sjálfboðaliðar Keflavíkurkirkju í helgarferð í Skál- holt þar sem við fórum yfir stefnu- málin. Hugmynd kom upp um að stofna sjóð sem myndi styðja við Suðurnesjamenn. Daginn eftir að heim var komið hrundi efnahagur landsins og Geir H. Haarde forsætis- ráðherra bað Guð að blessa Ísland. Keflavíkurkirkja varð leiðandi í því að mynda þennan sjóð. Hugmyndir voru bornar upp við alla þá sem komu að starfi við náungann, s.s. bæjarfélög svæðisins, Rauði kross- inn, sjúkrahúsið, félagasamtök og líknarfélög. Hjálparstarf kirkjunnar var með okkur í þessari vinnu og hjálpaði okkur að mynda reglur fyrir sjóð- inn og skilgreina umsóknarferlið. Öll nýsköpun og fjáröflun snerist um Velferðarsjóðinn. Haldnir voru markaðir, tónleikar og ýmsir við- burðir. Við hvöttum fólk til að styðja við sjóðinn og svo sannarlega brást samfélagið við á þessum erfiða tíma því frá okt.-des. 2008 söfnuðust 20 milljónir í sjóðinn. Allt framlög frá samfélaginu. Í dag hafa safnast um 60 milljónir í sjóðinn sem er einstakt og vitnisburður um það hversu gott samfélag okkar er. Allir fái heita máltíð Við þurftum að greina þörfina. Við vildum að öll börn fengju heita mál- tíð í hádeginu. Því hefur sjóðurinn greitt skólamat fyrir um 60 börn og ungmenni á degi hverjum yfir vetrarmánuðina. Við vildum að öll börn fengju jöfn tækifæri til að stunda íþróttir og tónlistarnám. Því greiðum við slík gjöld. Ein leið til að sporna við fátækt er menntun. Því var lögð áhersla á að greiða fram- haldskólagjöld, efniskostnað og námsgögn fyrir börn og ungmenni. Allir skjólstæðingar þurfa að koma með göng sem sýna allar tekjur og öll mánaðarleg útgjöld. Ef fólk er við þau viðmiðunarmörk sem sett eru, með tilliti til fjölskyldustærðar, þá fær það aðstoð. Aldrei eru bein- harðir peningar settir yfir borðið. Í desember 2010 sáum við að ald- ursdreifing af skjólstæðingum var á þann hátt að 65% var undir þrítugu. Við gerðum okkur grein fyrir því að við urðum að gera eitthvað annað og meira en það sem við höfðum verið að gera. Við vildum styðja við fólk og hjálpa því að styrkjast og vaxa. Hjálpa því að vera sterkari að taka á móti hverdagsleikanum. Við vorum með ýmis námskeið þar sem fólk lærði að fara betur með verðmæti og efla sig á ýmsan hátt. Við prófuðum okkur áfram, sumt virkaði og annað ekki. Fólkið í Keflavíkurkirkju voru frumkvöðlar og kirkjan var leiðar- ljós í samfélaginu. Í kirkjunni okkar byrjaði starf sem ekki var til staðar á þessum tíma. Síðan hafa aðrir hópar tekið við og bjóða þjónustu við at- vinnuleitendur og öryrkja í upp- bygginu. Við finnum nú að sú þörf sem við sinntum þá er ekki sú sama og í dag. Hvernig getum við hálpað? Með því að rýna til gagns, spyrja okkur hvað við erum að gera vel og hvað erum við að gera illa, hvað erum við að gera sem er mikilvægt og hvað erum við að gera sem er ekki mikilvægt. Með því að þora að reyna ýmislegt og með því að þora að gera mistök þá komumst við að því hvað það er sem virkar og hvað virkar ekki. Með því að styrkja ung- menni til mennta getum við rofið vítahring fátæktar. Ef ekki væri fyrir einstaklinga, líknarfélög, starfsmannafélög og fyrirtæki sem legðu sjóðnum lið þá væri þessi sjóður ekki til og fyrir það viljum við þakka. Í Matteusarguðspalli segir Jesús: Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín. Á þessum orðum krists byggist líknarstarf kristinnar kirkju. Þórunn Þórisdóttir Rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju VILDUM HAFA FÆRRI BOLTA Á LOFTI EN GRÍPA ÞÁ ALLAkæra sóknarbarn keflavíkurkirkja fagnar 100 ára afmæli þann 14. febrúar næstkomandi. af því tilefni efnir söfnuðurinn til hátíðarguðsþjónustu sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00. að athöfn lokinni býður sóknarnefnd til kaffisamsætis í kirkjulundi, safnaðarheimili keflavíkurkirkju. Hátíðarsunnudagaskóli kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 sunnudaginn 15. febrúar Arnór með kirkju- kórinn á æfingu. T.v.: Það eru ófáar uppákomur og söngskemmtanir sem hafa verið haldnar í Keflavíkurkirkju á undanförnum árum. Það þótti mörgum mögnuð upplifun að sjá óperuna Toscu eftir Giacomo Puccini flutta undir berum himni í ljósa- skiptunum í Keflavík 12. ágúst 2011. Óperan var frumflutt í Keflavíkurkirkju. Fyrsti þáttur óperunnar var í sjálfri kirkjunni, annar hluti var fluttur í safn- aðarheimilinu Kirkjulundi og þriðji og síðasti hlutinn undir berum himni í garði milli kirkjunnar og Kirkjulundar. Húsfyllir var á sýningunni og var söng- fólkinu fagnað mikið og lengi í lok sýningar. Kirkjulundi og þriðji og síðasti hlutinn undir berum himni í garði milli kirkjunnar og Kirkjulundar. Fjör í barnamessu. Tekið á móti veglegum styrk frá Samkaupum í Velferðarsjóðinn fyrir jólin 2014.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.