Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Page 21

Víkurfréttir - 12.02.2015, Page 21
21VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 -aðsent pósturu vf@vf.is Tottenham Hotspur á marga stuðningsmenn á Íslandi – ekki síst eftir að þeir léku gegn Keflavík í Evrópukeppni árið 1971. Nýlega fórum við nokkrir á leik á White Heart Lane. Byrj- uðum á að sækja pubbinn The Bricklayers þar sem heitustu stuðningsmenn hittast til að hita upp fyrir leik og æfa söngva. Var sjálfur með íslenskan Spurs-trefil um hálsinn. Óhætt er að segja að hann hafi vakið mikla athygli á The Bricklayers. Einn heitasti stuðningsmaðurinn kom til okkar og spurði hvaðan við kæmum. Þótti honum ótrú- legt að til væri öflugur Tottenham- klúbbur á Íslandi. Hrópaði það yfir krána við mikinn fögnuð viðstaddra. Vildi kapp- inn, Pat Gordon, endilega skipta á treflum. Nú sækir hann alla leiki með Tottenham Iceland trefil en ég ylja mér við trefil sem hefur sótt fjöldann allan af leikjum. Vildi að honum fylgdu textarnir sem hafa komið úr hálsi fyrrum eigenda (lík- lega ekki allir prenthæfir). Pat þessi Gordon safnar leikskrám. Mikið væri nú gaman að geta sent honum leikskrána frá leik Totten- ham í Keflavík árið 1971. Á einhver hana til? Vinsamlegast hafið sam- band við hjalmar@keilir.net. Kærar kveðjur, Hjálmar Árnason ■■ Hjálmar Árnason skrifar: Leikskrá óskast Hvað gerirðu eftir skóla? Læri fyrir morgundaginn og hendi mér í ræktina Hver eru áhugamál þín? Fótbolti, líkamsrækt og námið Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði En leiðinlegasta? Ekkert eitthvað sérstakt Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Einnar nætur gaman með Beyoncé væri ekki slæmt Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta notað 100% af heilanum Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Ég stefni á lögfræði Hver er frægastur í símanum þínum? Albert Guðmunds Hver er merki- legastur sem þú hefur hitt? Hitti einu sinni Leoncie úti í búð Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Væri ekki málið að kíkja á Area 51? Hvað er uppáhalds appið þitt? Snapchat Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Classy Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ég er allt sem manninn þinn dreymir um að vera. Hvað er skemmtilegast við Akurskóla? Þormóður champ. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Hot Nigga - Bobby Shmurda Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Person of Interest Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsfræðibraut. Hvaðan ertu og aldur? Frá Keflavík og 19 ára. Helsti kostur FS? Úff ekki hugmynd bara sumir kennarar fínir. Áhugamál? Fótbolti, körfubolti og tónlist. Hvað hræðistu mest? Held að það sé bara mikil hæð. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Fannar Orri verður frægur fót- boltamaður í framtíðinni lofa ykkur því. Hver er fyndnastur í skólanum? Það er 100% hann Þorgils Gauti. Hvað sástu síðast í bíó? Minnir að það hafi verið Amer- ican sniper. Hvað finnst þér vanta í mötu- neytið? Meiri fjölbreytni. Hver er þinn helsti galli? Hvað ég á erfitt með að vakna. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? 1010, Snapchat og Facebook. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Leyfa kanski aðeins fleiri skróp. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Allt í lagi bara, mætti vera meiri stemming. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Hef ekki hugmynd! Hver er best klædd/ur í FS? Birkir Freyr leggur rosa metnað í það, þannig hann fær þetta. Ívar Gauti Guðlaugsson er FS-ingur vikunnar. Hann er 19. ára Keflvíkingur á Félagsfræðibraut. Birkir Freyr er best klæddur í skólanum að hans mati og Ásgeir er uppáhalds kennarinn Myndi leyfa fleiri skróp -fs-ingur vikunnar Kennari? Á s g e i r m a ð u r getur hlegið endalaust í tíma hjá honum. Fag í skól- anum? Íþrottir Kvikmynd? No country for old men. Hljómsveit/ tónlistar- maður? Asap Rocky Leikari? Vinirnir í Friends fá allir þann heiður. Get ekki valið á milli. Vefsíður? Fotbolti.net og Facebook Flíkin? 66 úlpan á morgnana. Skyndibiti? Búllan. Hvaða tón- list/lag fílarðu í laumi (gulity pleas- ure)? H l u s t a stundum á Zöru Larsson hún er frábær. Eftirlætis -ung Davíð M.J. er nemandi í 10. bekk í Akurskóla. Hann segist vera allt sem manninum þínum langar að vera. Hann myndi kíkja á Area 51 ef hann yrði ósýni- kegurní einn dag og stefnir á lögfræði. Bíó- mynd? Limitless Sjón- varpsþáttur? Ray Donovan Matur? Piparsteik Drykkur? Vatn Leikari/Leikkona? Liev Schreiber & Bradley Cooper Fatabúð? Topman Vefsíða? www.erfostudagur.is Bók? Engin sérstök Tónlistarmaður/Hljómsveit? Chet Faker Besta: Einnar nætur gaman með Beyoncé væri ekki slæmt TIL SÖLU Til sölu Jeppafjaðrir og á sama stað fást kettlingar gefins upplýsingar í síma 487 9934. Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is - smáauglýsingar ÞJÓNUSTA Ljósberinn skermagerð tekur að sér viðgerðir á öllum gerðum og stærðum af skermum. Uppl. 867 9126 Langar að stofna Harðangur- sklúbb - fyrir konur á Suður- nesjum, á öllum aldri. Ef þú kannt ekki sauminn sjáum við um námskeið. Áhuga- samar hafið samb. í 866-2361 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Einarína Jóna Sigurðardóttir, Frá Fagurhóli, Sandgerði, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Nesvöllum, Reykjanesbæ, laugardaginn 31. janúar 2015.  Jarðsett hefur verið í kyrrþey að ósk hinnar látnu.  Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins að Nesvöllum. Aðstandendur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.