Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 12.02.2015, Blaðsíða 22
22 fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR -íþróttir pósturu seth@vf.is „Við fengum SMS frá félögum okkar í nóvember þegar ljóst var að Ísland fékk sæti á HM – og þar var lagt á ráðin að fara í þessa ferð. Á þeim tíma voru litlar líkur á því að þetta gæti gengið upp,“ segja þeir félagar þegar þeir eru inntir eftir aðdragandanum að því að þeir fóru til Katar. „Staðan breyttist síðan þegar hringt var frá skrifstofu HSÍ rétt fyrir jólin – þar fengum við boð um að fara, allt frítt, í boði mótshaldara. Það var ekki hægt að láta slíkt framhjá sér fara og tveir félagar okkar bætt- ust síðan í hópinn með okkur. Þetta símtal var lyginni líkast og það tók smá tíma að ná þessu.“ Einar Sigurpálsson og Ólafur Thor- dersen, miklir stuðningsmenn ís- lenska landsliðsins, voru með þeim í för en þeir hafa unnið fyrir hand- boltahreyfinguna í yfir 30 ár. Upplifun þeirra félaga af borginni Doha var að mörgu leyti undarleg. „Landið er lítið og skýjakljúfar eru helstu einkenni borgarinnar sem er umlukin eyðimörk. Það sem kom okkur verulega á óvart var hversu hrikalega léleg umferðamenn- ingin var. Það fór vel um okkur á glæsilegu hóteli þar sem allt var innifalið nema barinn. Áfengislög- gjöfin í Katar er engu lík – engar undanþágur og bannað að vera með áfengi á almannafæri. Sér- valin hótel voru með bari og það þurfti að skanna vegabréfið til þess að komast inn á slíka staði. Bjór- verðið var hátt, ca 1.200 – 1.600 kr á ½ líter.“ Það var nægur frítími fyrir þá fé- laga sem voru í Katar og það var margt hægt að gera. „Við nýttum okkur þá aðstöðu sem var í boði á hótelinu; líkamsræktina, pottinn og gufubaðið. Versluðum aðeins og fórum í kvikmynda- og kaffihús. Það var lítið annað við að vera. Við fórum einnig í eyðimörkina á fjór- hjól og þar héldum við að lands- mót UMFÍ væri á dagskrá. Ekkert nema tjaldborgir úti í eyðimörk- inni. Það var virkilega gaman að aka um á fjórhjólunum í sandinum. Við fórum einnig á bak á kamel- dýri og það var upplifun. Það eru einnig skýrar reglur á ströndinni, en þar má ekki vera ber að ofan, aðeins stuttbuxur og bolur í boði. Við vorum á kaldasta tíma ársins í Katar en þrátt fyrir það var hita- stigið á bilinu 20-25 gráður.“ Þeir sem eru fæddir í Katar telja um 300.000 en tæplega 2 millj- ónir búa í landinu – þar af 1,5 milljónir manns sem eru verka- fólk eða í þjónustustörfum. „Íbúar Kata vissu ekkert um Ísland. Það er margt undarlegt þarna. Engin smámynt, aðeins seðlar og hækkað upp í næsta tug til þess að þurfa ekki að gefa til baka. Bensínlíterinn er á 36 kr og hamborgaramáltíð á 750 kr. Þjónar á almenningsa- lernum sem rétta manni pappírinn, gríðarleg stéttaskipting og kon- urnar í búrkum þar sem aðeins sést í augun á þeim. Það er nokkuð ljóst að við færum ekki aftur til Katar nema að rík ástæða væri á baki við slíka ferð. Það er lítið um að vera þarna.“ Gísli og Hafsteinn eru báðir starf- andi sem handboltadómarar í Olís deildunum hér á landi og þeir velja orðin af kostgæfni þegar þeir voru spurðir um dómgæsluna á HM – sem var umdeild, svo ekki sé meira sagt. „Umræðan um dómgæsluna var neikvæð, sérstaklega í leikjum Katar. Það besta við þetta er að við sjáum hvað íslensku dómar- arnir eru góðir,“ segir þeir í léttum tón. „Hvað varðar sögusagnir um mútur til dómara á HM þá erum við ekki í aðstöðu til þess að meta það. Það hefur margt verið gagn- rýnt og áhrifamenn úr röðum IHF hér á Íslandi í gegnum tíðina hafa gagnrýnt dómgæsluna og eftirlitið. Gísli og Hafsteinn hafa hug á því að dæma handbolta á meðan þeir hafa gaman af því. „Við erum í þessu af því þetta er skemmtilegt og það er borin virðing fyrir því sem við erum að gera. Við byrjuðum að dæma árið 1982, þá 16-17 ára gamlir, og vorum sjálfir að spila handbolta með Keflavík. Tímabilin eru því 33 hjá okkur og í efstu deild frá árinu 1989. Það eru líkega 1.600 leikir að baki í öllum aldursflokkum. Það fer að styttast í þessu hjá okkur.“ Gísli verður fimmtugur í haust og Haf- steinn næsta vor. „Það gæti verð fínt að henda þetta eftir 35 tíma- bilið eftir 1-2 ár.“ Þegar þeir eru spurðir um furðu- legasta atvikið á löngum dómar- ferli kemur þessi saga fram. „Það er alltaf gaman að fara í leiki og höfum við dæmt mikið úti á landi og þá sérstaklega á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum. Áður fyrr vorum við ekkert í sérstöku uppáhaldi á þessum stöðum. Sér- staklega þegar Gísli dæmdi í fót- boltanum líka og áhorfendur fengu ekki frið eða pásu frá Gísla allt árið. Eitt skiptið á Akureyri vorum við að dæma og aðkomuliðið var ekki ánægt með okkar verk í lokin og voru þá mikil læti. Það tók okkur þó nokkurn tíma til að klára skýrslu eftir leik og vorum því seinir úti á flugvöll. Þar var aðkomuliðið komið og farið inn í vél og tjáði öllum að allir væru komnir. Þegar við komum út á flugvöll var búið að setja vélina í gang og við skildir eftir – sunnudagskvöld á Akureyri og við gerðum bara gott úr því og fórum snemma morguninn eftir.” Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson upplifðu heimsmeistaramótið í handknatt- leik í Katar frá hliðarlínunni sem stuðningsmenn Íslands. Þeir félagar eru virkir í starfi HSÍ sem dómarar og þeir hafa farið á fjölmörg stórmót á undanförnum árum. Víkurfréttir fékk þá félaga til þess að fara í örstuttu máli yfir ferðasöguna til Katar – þar sem margt kom þeim á óvart. - Suðurnesjamennirnir Gísli og Hafsteinn upplifðu HM í Katar frá hliðarlínunni. Bannað að vera ber á ofan á ströndinni Bjarni Sigurðsson var endur-kjörinn sem formaður skot- deildar Keflavíkur á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu. Bjarni varð sjálfkjörinn í embættið og situr sama stjórn og í fyrra. Bjarni segir í samtali við Víkur- fréttir að deildin standi nokkuð vel fjárhagslega en skortur á inni- æfingaaðstöðu hamlar starf fé- lagsins. „Við keyptum nýverið tvær nýjar leirdúfukastvélar sem verða settar upp í vor. Úitsvæðið okkar er mjög flott og er búið að eyða mjög miklu í endurbætur á riffilvellinum. Eina sem okkur vantar er að fá inniað- stöðu fyrir „smærri caliber“ til að standa jafnfætis öðrum skot- félögum á landinu. Það er nokkuð undarleg staða og til skammar – þar sem við erum næst stærsta skot- íþróttafélag á landinu,“ segir Bjarni en vonir stóðu til að fá inniaðstöðu á Patterson flugvellinum sem her- inn skildi eftir og er hannað fyrir inniskotfimi. „Við erum með hripleka loftbyssu aðstöðu á Sunnubrautinni sem við fengum á sínum tíma en er að sjálf- sögðu betri en engin. Við stönd- um klárlega ekki jafnfætis öðrum íþróttagreinum í Reykjanesbæ þar sem við stöndum sjálfir undir rekstri á öllum okkar húsum.“ Keppnisliðið úr Keflavík endaði í fjórða sæti í liðakeppni á síðasta móti sem fram fór í Egilshöll en þar tók fimm lið þátt. „Við getum verið sátt að ná slíkum árangri miðið við að inniaðstaðan til æfinga er enginn.“ Eitt mót á vegum STÍ mun fara fram á keppnissvæðinu hjá skot- deild Keflavíku í maí – þar sem nýju vélarnar verða notaðar. Stöndum ekki jafnfætis öðrum Skortur á inniaðstöðu hjá næst fjölmennasta skotfélagi landsins Fjórmenningarnir frá Suðurnesjum í fjöri með fleirum. Hafsteinn, Gísli og Einar Sigurpálsson sleikja sólina.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.