Víkurfréttir - 12.02.2015, Síða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 23
Kvennalið Kef lav íkur í körfuknattleik varð fyrir
miklu áfalli í sigurleiknum gegn
Val um helgina í Dominos deild-
inni. Bandaríski leikmaðurinn
Carmen Tyson Thomas rif-
beinsbrotnaði í leiknum og eru
litlar líkur á því að hún taki
þátt í bikarúrslitaleiknum gegn
Grindavík þann 20. febrúar.
„Hún er rifbeinsbrotin og verður
frá í einhvern tíma. Hún er
hörkutól en er kvalin þessa dag-
ana. Við verðum að sjá hvernig
staðan á henni verður eftir 2 vikur
þegar kemur að stóra deginum.
Læknirinn sagði að hún mætti
ekki vera í neinum „contact“ í
fjórar vikur. Þannig að við vonum
að tíminn verði góður við okkur,“
sagði Falur Harðarson formaður
kkd. Keflavíkur um ástandið á
Thomas sem er besti leikmaður
liðsins. Hún hefur skorað um 27
stig að meðaltali í leik og tekið um
13 fráköst.
Áfall fyrir Keflavík
- Thomas rifbeinsbrotinn og óvíst
með bikarúrslitaleikinn
Það er áhugaverður leikur í Dominosdeild karla í kvöld í körfunni. Þar tekur Njarðvík á móti
Grindavík í Ljónagryfjunni og hefst rimman kl.
19.15. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið
enda fer að styttast í úrslitakeppnina. Njarðvík er í
þriðja sæti deildarinnar með 20 stig en Grindavík er
í því 9. með 14 stig. Átta efstu liðin komast í úrslita-
keppnina og það er lítill munur á liðunum í sætum
3.-9. þegar fimm umferðir eru eftir að deildarkeppn-
inni.
„Leikurinn leggst bara prýðilega í mig, þetta verður án
efa hörkuleikur eins og gjarnan þegar þessi lið mætast.
Ekta „Suðurnesjaslagur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson
þjálfari Njarðvíkur og ítrekaði að mikilvægi leiksins
væri mikið fyrir bæði liðin. „Það eru mörg lið á svip-
uðum stað í deildinni og baráttan um sæti í úrslita-
keppninni því hörð.“
Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur er með
góða tilfinningu fyrir leiknum sem leggst vel í hann.
Leikurinn leggst vel í mig. Það er stutt eftir af mótinu
og við erum eins og staðan er ekki á meðal átta efstu.
Hver einasti leikur er gríðarlega mikilvægur í bar-
áttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík hafa verið
á góðu róli eftir áramót og við þurfum að sýna okkar
besta til að leggja þá að velli,“ sagði Sverrir Þór.
Suðurnesjarimma
í Ljónagryfjunni
- fimm leikir eftir í Dominosdeild karla og styttist í úrslitakeppnina
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5-
01
01
AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER SKEMMTILEGT
Nú er gaman að vera hjá Sjóvá, því þessa dagana fá 22.060
tjónlausar og skilvísar fjölskyldur í Stofni endurgreiddan
hluta af iðgjöldum síðasta árs. Við erum stolt af því að vera eina
tryggingafélagið sem umbunar viðskiptavinum sínum á þennan hátt.
Þú sækir endurgreiðsluna á Mínar síður á sjova.is
ENDUR-
GREIÐSLA
STOFN
ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ
djasskvöld á stefnumótum
seiðandi djass á föstudagskvöld k l . 21 .00
sögustund í barnakróknum:
á laugardögum klukkan þr jú
les munda úr bókum fyr i r börnin
stefnumót // hafnargötu 28 // s ími 421-1999 // kaffistefnumot. is
opnunart ímar: 9.00-22.00 þr i-fim // 9.00-2.00 fös
10.00-2.00 lau // 11 .00-17.00 sun // lokað á mánudögum
tómas jónsson - píanó
birgir steinn theódórsson - bassi
kr istófer rodr iguez svönuson - trommur
fram koma
aðgangur ókeypis