Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2015, Page 2

Víkurfréttir - 07.05.2015, Page 2
2 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Barnahátíð í Reykja- nesbæ hefst í dag Skessan í hellinum býður til Barnahátíðar í tíunda sinn í fjölskylduvænum Reykjanesbæ 7. - 10. maí. Allir eru með „Barnahátíð í Reykjanesbæ hefst með þrefaldri setningarathöfn á fimmtudag,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnisstjóri hátíðarinnar en þann dag hefst listahátíð barna, formlega með sýningum allra 10 leikskólanna, allra 6 grunnskól- anna og Fjölbrautaskóla Suður- nesja í 4 sölum Duushúsa, menn- ingar- og listamiðstöðvar bæjarins. „Það frábæra er að allir eru með,“ en þar á Guðlaug við alla framan- töldu skólana auk Tónlistarskólans og dansskólana tveggja í bænum. „Þannig má leiða að því líkur að flestar fjölskyldur í bænum sem eiga skólabörn á einhverjum aldri tengist hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Sýningin í Duus- húsum, sem aldrei hefur verið jafn stór og nú, hefur alltaf verið mikil undraveröld að skoða“ og hvetur Guðlaug gesti Barnahátíðarinnar til að láta hana ekki framhjá sér fara. Á föstudag fer fram Hæfi- leikahátíð grunnskólanna, þar sem sýnt er úrval árshátíðaratriða úr öllum grunnskólunum á glæsilegri sýningu, í hinu sögufræga húsi, Stapa. Guðlaug segir markmið há- tíðarinnar m.a. vera að skapa vett- vang fyrir fjölskyldur til notalegrar samvinnu þeim að kostnaðarlausu og þess vegna er ókeypis á alla við- burði hátíðarinnar. Risastórt snjóhús mun líta dagsins ljós Að sögn Guðlaugar nær Barna- hátíðin hámarki á laugardag þegar boðið verður upp á margs konar viðburði á hátíðarsvæði sem verður að þessu sinni í nágrenni Duus- húsanna. „Meðal viðburða má nefna fjölbreyttar listasmiðjur þar sem m.a. verður hægt að búa til skrímsli, hanna föt á bangsann sinn og taka ljósmyndir á sérlega frum- stæðan hátt. Þá mun uppblásið snjóhús, fyrsta sinnar tegundar á landinu, rísa á svæðinu og þar geta börn breyst í búðarmenn og –kon- ur og selt gömlu leikföngin sín eða býttað. Fiskasýning verður á smábátahöfninni, barnaspurninga- keppni í anda „pub quiz“ og krafta- keppni krakka. Þá býður Skessan auðvitað í lummur, Gunni og Ævar vísindamaður lesa fyrir börnin og bregða á leik og svona mætti lengi telja. Þegar hamagangurinn stendur sem hæst má reikna með karamelluregni yfir viðstadda og hefur sumum þótt vissara að hafa með sér reiðhjólahjálminn sinn til að verjast þessu harðgerða regni,“ segir Guðlaug. Barnaóperan Hans og Gréta á sunnudeginum Þótt megin þunginn sé á laugar- deginum er vert að minnast á að á sunnudeginum býður Óp- hópurinn upp á sérstaka barna- óperu, Hans og Grétu, fyrir yngstu kynslóðina í Hljómahöllinni, sem spennandi verður að sjá. Auk þess býður Sambíó í Reykjanesbæ, börnunum upp á ókeypis bíósýn- ingar á sunnudeginum. Dagskrána í heild sinni, með tíma- setningum, staðsetningum og nánari upplýsingum er að finna á vefsíðunni barnahatid.is og frítt er á alla viðburði Barnahátíðar. Minjastofnun styrkir ljóshús á Garðskaga XuMinjastofnun hefur tilkynnt að veittur hafi verið styrkur að fjár- hæð ein og hálf milljón króna úr húsafriðunarsjóði til endursmíði ljóshúss á gamla vitann á Garð- skaga. Til stendur að færa gamla vitann í upprunalegt horf og setja upp ljós- hús í anda þess sem var í vitanum þar til nýr viti var tekinn í notkun á Garðskaga haustið 1944. Götur á iðnaðar- svæði fá nöfn Xu Fyrsta gatan innan reits nr. 1 í rammaskipulagi iðnaðarsvæðis i5 í Grindavík mun heita Hrauns- vík. Þetta er ákvörðun skipulags- nefndar Grindavíkur. Nefndin leggur til að aðrar götur innan iðnaðarsvæðis i5 muni heita eftir víkum í strandlengju Grinda- víkur. Gata meðfram affallslögn frá Svartsengi skal heita Víkurgata. Næstu götur skulu heita Krossavík, Sandvík, Mölvík, Katrínarvík og Hvalvík. Skoða áhrif gróðurs á umferðaröryggi í Vogum XuUmhverf is- og sk ipulags- nefnd Sveitarfélagsins Voga hefur ákveðið er að setja upp umferða- þrengingu við gatnamót Egils- götu og Hafnargötu í Vogum með 2 merkjum um 30 km hámarks- hraða. Ákveðið er að umhverfisdeild fylgist með því hvort gróður hafi áhrif á umferðaröryggi vegfaranda og grípi því til viðeiganda ráðstafana í sam- ráði við byggingafulltrúa. Heilbrigðisráðherra fundaði með bæjarstjóra Garðs: Veit ekki hvort eða hvenær fjármagn fáist til framkvæmda og reksturs Garðvangs Magnús Stefánsson, bæjar-stjóri í Garði, átti fund með heilbrigðisráðherra í síðustu viku þar sem Hjúkrunarþjónusta við aldraða á Suðurnesjum var til umræðu. Magnús gerði grein fyrir fundi sínum með ráðherra í bæjarráði Garðs sl. fimmtudag og lagði fram minnisblað frá fund- inum. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að nú eru 57 aldraðir ein- staklingar á Suðurnesjum á bið- lista eftir hjúkrunarrúmum. Jafn- framt kemur fram í minnisblaðinu samþykkt aðalfundar DS þann 22. aprl sl., þar sem m.a. er samstaða um uppbyggingu allt að 30 rúma hjúkrunarheimilis á Garðvangi. Leitað er eftir því að ráðherra upplýsi um stöðu mála við stefnu- mótun og framkvæmdaáætlun um frekari uppbyggingu og rekstur hjúkrunarþjónustu við aldraða á Suðurnesjum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir við- brögðum heilbrigðisráðherra við efni minnisblaðsins á fundi bæjar- ráðs Garði, m.a. að ekki liggi fyrir hvort eða hvenær fjármagn fáist til framkvæmda og reksturs Garðv- angs. HOLTASKÓLI ATVINNA Óskum eftir kennara til starfa næsta skólaár á mið- og unglingastigi. Þroskaþjálfi óskast í 100% stöðu. Starfsmenn skóla óskast til starfa fyrir næsta skólaár, í 75% og 100% stöður, til að sjá um ýmis störf með og án nemenda. Óskað er eftir umsjónarmanni til að hafa umsjón með ýmsu er viðkemur viðhaldi og rekstri skólans í samráði við skólastóra. Nánari upplýsingar veita Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri í síma 420-3500 eða 842-5640 og Helga Hildur Snorradóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-3500 og 848-1268. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netföngin edvard.t.edvardsson@hol- taskoli.is og helga.h.snorradottir@holtaskoli.is Umsóknarfrestur í allar stöður er til 27. maí. Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. UMHVERFISDAGAR UMSÓKN UM FRÍSTUNDASKÓLA SKÓLAÁRIÐ 2015-2016 Umhverfisdagar verða í Reykjanesbæ 11. – 15. maí. Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að fagna vori og taka til hendinni. Íbúar eru hvattir til klippinga á lóðamörkum sem snúa að gangstéttum og stígum og snyrta garða sína. Sími Þjónustumiðstöðvar er 420-3200 ef óskað er eftir aðstoð við að fjarlægja það sem til fellur af lífrænum úrgangi. Jarðvegslosunarstaður Reykjanesbæjar er á Stapa Innri Njarðvík. Einnig er hægt að fara með garðaúrgang í KÖLKU á opnunartíma (sjá www.kalka.is). Íbúum og fyrirtækjaeigendum sem eru með mikið af brotajárni og málmum sem þarf að fjarlægja geta haft samband við Hringrás í gegnum netfangið afgreidsla@hringras.is eða í síma 5501900 til að fá aðstoð við að koma því í endurvinnslu. Foreldrum grunnskólabarna í 1.- 4. bekk, sem ætla að nýta sér frístundaskóla næsta vetur, er bent á að sækja um frístundavistun í síðasta lagi 22. maí 2015. Hægt er að sækja um á Mitt Reykjanes eða á skrifstofum skólanna. SVEITAPILTSINS DRAUMUR AUKATÓNLEIKAR Vegna mikillar eftir- spurnar verða aukatón- leikar á Sveitapiltsins draum, Rúnar Júl 70 í Stapa 15. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og verður farið yfir feril Hr. Rokks í máli, myndum og músík. Miðasala á www.hljomaholl.is.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.