Víkurfréttir - 07.05.2015, Qupperneq 14
14 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf pósturu vf@vf.is
Stelpur höfðu töluverðan áhuga á „strákastörfum“ og
strákar kynntu sér fatahönnun
á árlegri starfsgreinakynningu
sem haldin var í íþróttahúsinu
við Sunnubraut í Reykjanesbæ
fyrir skömmu. Fræðsluskrifstofa
Reykjanesbæjar, ásamt náms-
og starfsráðgjöfum, stóðu fyrir
kynningunni er liður í Sókn-
aráætlun Suðurnesja á vegum
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum og voru um 60 manns
sem kynntu þar störf sín. Nem-
endur fengu tækifæri til þess að
fræðast um hina ýmsu starfs-
vettvanga með því að ganga á
milli bása og spyrja spurninga.
Markmiðið með starfskynning-
unni er að efla starfsfræðslu fyrir
elstu bekki grunnskóla, stuðla
að aukinni starfsvitund og skýrri
framtíðarsýn, meðal annars vegna
þess að hlutfall þeirra 10. bekk-
inga sem halda áfram námi að
loknum grunnskóla er lægra á
Suðurnesjum en annars staðar á
landinu. Starfskynningin er liður
í átaksverkefni til eflingar mennt-
unar á Suðurnesjum.
Víkurfréttir voru á staðnum og
tóku meðfylgjandi myndir.
Árleg starfsgreinakynning fór fram fyrir skömmu:
GRUNNSKÓLANEMAR KYNNTU SÉR
MÖGULEG FRAMTÍÐARSTÖRF
NISSAN Qashqai luxury.
Árgerð 2008, ekinn 98 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.
2.590.000,-
SUBARU Legacy lux.
Árgerð 2013, ekinn 35 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.
4.890.000,-
VW Passat ecofuel.
Árgerð 2010, ekinn 131 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.
1.980.000,-
RENAULT Megane berline.
Árgerð 2014, ekinn 6 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.
3.180.000,-
CHEVROLET Cruze ltz.
Árgerð 2012, ekinn 53 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.
2.480.000,-
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR BÍLA Á SKRÁ STRAX
Þú finnur bíl sem
hentar þínum þörfum.
Lykill fjármagnar allt að 80%
af kaupverði bílsins.
Við aðlögum
greiðslubyrðina
að þínum fjárhag.
4 2 0 0 4 0 0 Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími 420 0400
gebilar@gebilar.is - www.gebilar.isUmboðsaðili Umboðsaðili
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu við Hafnargötu
síðdegis á þriðjudag vegna lík-
amsárásar í fjölbýli við götuna.
Fjórar merktar lögreglubifreiðar
voru sendar á vettvang með for-
gangi og umkringdu þær húsið.
Þá var kölluð til sjúkrabifreið frá
Brunavörnum Suðurnesja.
Fljótlega var kona færð úr hús-
inu í járnum í lögreglubifreið sem
flutti konuna á lögreglustöðina við
Hringbraut. Skömmu síðar fóru
sjúkraflutningamenn inn í húsið og
komu út með konu á sjúkrabörum.
Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Sjónarvottur á vettvangi sagði í
samtali við Víkurfréttir að skömmu
síðar hafi annar einstaklingur verið
leiddur út í járnum og að fulltrúar
rannsóknardeildar lögreglunnar
væru komnir á vettvang.
Í fyrstu var óttast að ástandið væri
alvarlegt og viðbúnaður lögreglu
miðaður við það. Sú sem varð fyrir
árásinni var flutt á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja og þaðan á
Landspítala í Fossvogi. Hún reynd-
ist ekki alvarlega slösuð.
Tvö handtekin og ein flutt á
sjúkrahús vegna líkamsárásar
- mikill viðbúnaður hjá lögreglu og sjúkraliði
við Hafnargötu í Keflavík
Lögregla umkringdi húsið þar sem árásin
var framin. Fjórir merktir lögreglubílar tóku
þátt í aðgerðinni og einnig ómerktir bílar.
Tvennt var handtekið vegna árásarinnar.
Hér er kona leidd í lögreglubíl í handjárnum.
Kona sem varð fyrir árásinni var flutt
með sjúkrabíl á Landspítala í Fossvogi
-fréttir pósturu vf@vf.is