Víkurfréttir - 07.05.2015, Síða 18
18 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR
„Það er í skugga mikilla kjaradeilna og átaka á vinnu-
markaði um land allt sem við höldum 1. maí hátíð-
legan. Á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks
leggur íslensk verkalýðshreyfing áherslur á
baráttumál sín til næstu ára,“ sagði Krist-
ján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, í
setningarræðu sinni á hátíðarhöldum 1. maí
í Stapa í Reykjanesbæ.
„Íslenskt launafólk hefur svo sannarlega lagt
sitt fram til að ná fram efnahagslegum stöðug-
leika og skapa þar með forsendur til að byggja
hér upp kaupmátt og traust velferðarkerfi.
Verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að
það takist að verja þá félaga og heimili þeirra
sem höllustum fæti standa við þessar afar erfiðu að-
stæður í íslensku þjóðfélagi. Velferð og öryggi kemur
ekki af sjálfu sér, það þarf að berjast fyrir því og standa
vörð um þau gildi. Þar verða allir að standa saman -
allir sem einn,“ sagði Kristján jafnframt.
Kristján sagði í ræðu sinni að ein af áhrifa-
ríkustu leiðunum til þess að leysa efnahags-
og atvinnukreppu er að efla kaupgetu fólks
þannig fara hjólin að snúast á ný og hraðar.
„Þá munum sjáum við sjá raunveruleg bata-
merki í atvinnulífinu. Verkalýðshreyfingin
hefur skoðun á því hvernig á að bregðast við.
Við minnum á enn og aftur að við munum
aldrei samþykkja að atvinnuleysi verði gert
að eðlilegum þætti tilverunnar. En við látum
okkur ekki nægja varnarbaráttu. Markmiðið
er sókn til framtíðar. Íslensk verkalýðshreyfing
hefur og mun ávalt gegna ákveðnu lykilhlutverki við
uppbyggingu samfélagsins“.
Samþykkja ekki að
atvinnuleysi verði gert
að eðlilegum þætti
- sagði Kristján Gunnarson formaður Verkalýðs og
sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis í ræðu á 1. maí 2015
SJÓNVARP
VÍKURFRÉTTA
- nýjung í fjölmiðlun VF frá árinu 2013.
Mannlíf, fjör og atvinnulífið á Suðurnesjum.
Vikulegur þáttur sýndur á ÍNN, á vf.is
og hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ.
VÍKURFRÉTTIR
- vikulegt fréttablað - dreift frítt inn
á hvert heimili og fyrirtæki á Suðurnesjum
Nýtt efni, viðtöl, menning, mannlíf,
íþróttir, greinar og pistlar.
FRÉTTAVEFURINN
VF.IS
- vinsælasti héraðsfréttavefurinn í 20 ár
og einn af 25 vinsælustu vefjum landsins.
GOLFVEFURINN
KYLFINGUR.IS
- vinsælasti golffréttavefur landsins
fagnar 10 ára afmæli á þessu ári.
PRENTÞJÓNUSTAN
OG HÖNNUN
Auglýsingahönnun í blöð, bæklinga,
kynningarefni og hvers kyns prentverk.
Nafnspjöld, logo og myndbandsgerð.
Gerum tilboð.
VÍKURFRÉTTIR
Sími 421 0000
01
02
03
04
05
-fréttir pósturu vf@vf.is
Kristján Gunnarsson,
formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags
Keflavíkur og
nágrennis
Gáfu Hlévangi æfingahjól og lazerpenna
Kristján Gunn-
arsson og
Sigurdís
Reynisdóttir
með gjafa-
bréfin.
Tvær gjafir voru afhentar til Hlévangs í hátíðarhöldum
1. maí í Stapa. Annars vegar var
afhent æfingahjól og hins vegar
lazerpenni. Bæði tækin verða til
staðar á Hlévangi.
Gjafirnar eru frá verkalýðsfélög-
unum sem standa að hátíðarhöld-
unum í Stapa auk þess að Verka-
lýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
kemur að gjöfinni. Verðmæti
gjafanna er samanlagt um þrettán
hundruð þúsund.
„Þessar tvær gjafir eru gefnar með
mikilli gleði og þakklæti frá okkur,
með von og vissu um að þau nýtist
vel. Það er nefnilega þannig að flest
allir sem á Hlévangi dvelja hafa
verið í einhverju af þeim verka-
lýðsfélögum sem standa þessar gjöf
sem við nú afhendum formlega hér
í dag,“ sagði Kristján Gunnarsson,
formaður VSFK, þegar gjafirnar
voru afhentar í dag.
Fulltrúi frá Hrafnistu, Sigurdís
Reynisdóttir sjúkraþjálfari, tók við
gjafabréfum fyrir tækjunum.
AB-varahlutir Njarðvík óska eftir starfsmanni í sumarafleysingar.
Umsókn og upplýsingar eru veittar í verslun á Brekkustíg 39.
Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja þekkingu á bílavarahlutum.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
ATVINNA
Una María Bergmann
mezzosópran
heldur burtfarartónleika frá Tónlistarskólanum
í Garði þriðjudaginn 12. maí í Útskálakirkju kl.19:30.
Meðleikari: Helga Bryndís Magnúsdóttir.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Burtfarartónleikar
ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA
UM VERKFALLSBOÐUN VS
Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna allsherjar-
atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna VS.
Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 12. - 19. maí nk.
Allir kosningabærir félagsmenn fá send kjörgögn
í pósti á næstu dögum.
Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu VS,
www.vs.is, 5. maí 2015.
Kjörstjórn VS
TRJÁKLIPPINGAR -TRJÁFELLINGAR
í görðum og sumarbústaðalöndum.
Öll almenn garðaumhirða og sumaráskrift.
Gerum föst tilboð.
Áratuga reynsla og fagmennska.
GRÆNU KARLARNIR EHF.
Kristján Bjarnason garðyrkjufræðingur // s. 848 2418.
Virti ekki stöðvunar-
merki og lokanir lögreglu
XuÖkumaður bifhjóls mældist á
144 km. hraða á Reykjanesbraut
á mánudagskvöld, þar sem há-
markshraði er 90. km. á klukku-
stund. Lögreglan á Suðurnesjum
gaf honum stöðvunarmerki en
hann gaf þá í og ók áleiðis til
Keflavíkur. Sett var upp lokun
á Reykjanesbrautinni við Þjóð-
braut en ökumanninum tókst að
komast fram hjá henni og hélt
áfram ofsaakstrinum.
Á Rósaselstorgi, nærri Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, hafði verið sett
upp önnur lokun, en bifhjóla-
maðurinn ók þá á móti umferð
um hringtorgið og hélt út á Sand-
gerðisveg. Lögregla veitti bif-
hjólinu eftirför og sá hvar því var
beygt út á veg sem liggur að rat-
sjárstöðinni á Miðnesheiði.
Þar nam ökumaðurinn, tæplega
fertugur karlmaður, staðar og var
handtekinn. Var þá afturhjólbarði
hjólsins löðrandi í bensíni og olíu,
sem olli því að líkindum að hann
þurfti að stoppa. Hann var hand-
tekinn og færður á lögreglustöð.