Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.05.2015, Side 20

Víkurfréttir - 07.05.2015, Side 20
20 fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR Nemendur í 7. bekk b í Stóru-Vogaskóla fundu sjórekna hrefnu í Bræðrap- artsfjöru sunnan við Voga um níu í morgun. Kennari þeirra, Hilmar Egill Sveinbjörnsson, sendi okkur hjá Víkurfréttum frétt sem bekkurinn hafði unnið í sameiningu um hval- fundinn og við birtum hana með ánægju: „Háflóð var rétt fyrir klukkan átta um morguninn og er líklegt að hrefnuna hafi rekið upp í fjöru þá. Nemendurnir voru við fugla- skoðun í náttúrufræði þegar þeir komu auga á hrefnuna. Hrefnan, sem var um 7 metra löng, var mjög heilleg. Til merkis um það voru augun heil. Hvað fugla- skoðunina varðaði fannst mest af æðarfugli, sandlóu og margæs, en minna af stelk, tjaldi, skarfi o.fl.“ Opinn dagur Opinn dagur á Ásbrú er haldinn ár hvert . Kadeco býður ykkur velkomin á karnivalið 14. maí kl. 13–16 í Atlantic Studios. Keppt er í þremur flokkum: Flottasta skreytingin, frumlegasta bollakakan og besta bollakakan. Jói Fel er formaður dómnefndar. Skráðu þig á keppni@asbru.is með nafni og símanúmeri og segðu hvernig bollaköku (cupcake) þú ætlar að koma með. Bollakökukeppni á Opnum degi á Ásbrú. PIPA R \ TBW A • SÍA Keppt er í þremur flokkum: Flottasta skreytingin, frumlegasta bollakakan og besta bollakakan. Jói Fel er formaður dómnefndar. Skráðu þig á keppni@asbru.is með nafni og símanúmeri og segðu hvernig bollaköku (cupcake) þú ætlar að koma með. -mannlíf pósturu vf@vf.is Óvæntur fundur við fuglaskoðun í Vogum: Fundu sjórekna hrefnu og gerðu frétt um hana Meðfylgjandi myndir tóku Hilmar Egill og Olga Björt. Þrír Facebook hópar hafa verið stofnaðir út frá pistli Njarð- víkingsins Guðmundar Stefáns Gunnarssonar um að hvetja unga sem aldna til að fara út að leika; í Sandgerði, Innri Njarðvík og Garði. Þegar hafa verið planaðar uppákomur og fullorðnir hist með börnin sín til að fara saman í leiki. Einnig virðist sem hin full- orðnu vilji rifja upp leika frá því „í gamla daga“ því ein í hópnum Út að leika í Sandgerði langar að læra teygjutvist á ný og einnig að fara í sippó og rykk. Meðfylgj- andi myndir voru teknar þegar hóparnir í Sandgerði og Innri Njarðvík komu saman og léku sér í brennibolta, ketti og mús og ýmsu öðru. Voru viðstaddir sælir með viðtökur og mætingu. Facebook hópar stofnaðir til að halda utan um leikjaplön: Ungir og eldri saman út í brennó

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.