Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 2
2 fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is „Þetta er nánast árlegt vandamál. Allavega einu sinni yfir sumarið er búið að rífa upp sumarblóm og búið að grýta þeim um svo að þau liggja eins og hráviði um svæðið. Oft gerist þetta þegar blómin eru nýkomin en svo gerist þetta líka núna í júlí,“ segir Berglind Ás- geirsdóttir, garðyrkjufræðingur hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar. Sumarblómum hefur ítrekað verið kippt upp úr moldinni í skrúðgarðinum í Keflavík. Berglind segir að ekki sé um að ræða örfá blóm, heldur séu þetta tugir blóma víða um skrúðgarðinn. Sum liggi jafnvel enn hálf í holunni. „Blómastúlkurnar hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar sjá um að gera beðin fín og setja niður sumar- blóm, vökva og týna dauð blóm. Þá er leitt að horfa upp á að búið sé að skemma það sem búið var að eyða tíma í. Það virðist einhverjum finnast þetta spennandi og kannski kunna ekki að umgangast blóm, ég veit ekki. Ég á erfitt með að ímynda mér að þetta sé bara einskær ásetn- ingur. Þetta er eitthvað nýtt sem laðar að.“ Þá segir Berglind einhverja hafa nefnt við hana að hafa séð til barna henda blómunum í hvert annað í einhverjum leik, en hún hafi engar sannanir fyrir því. „Lögreglan var eitt sinn kölluð til í skrúðgarðinn í Njarðvík þar sem fullorðinn ein- staklingur var að ná sé í sumar- blóm, setja þau í bakka að fara með þau heim. Honum var gert að setja þau aftur á sinn stað.“ Berglind segist aðallega vilja vekja athygli á þessu og ef einhver verður vitni af slíkum skemmdaverkum þá væri gott ef hann gæti látið lögregl- una eða þau hjá vinnuskólanum vita. „Þetta eru bara skemmdar- verk. Við förum þó alltaf og lögum þetta, við gefumst ekkert upp.“ Sumarblóm liggja eins og hráviði um garðinn: Skemmdarverk í skrúð- garðinum í Keflavík Söngvararnir Egill Ólafsson, Eyþór Ingi Gunn-laugsson, Pétur Guðmundsson og Stefanía Svav- arsdóttir munu taka þátt í sýningunni Lög unga fólksins í ár þar sem horft verður til hins vinsæla útvarpsþáttar með tilheyrandi nostalgíu. Lög unga fólksins eru hátíðarsýnins Ljósanætur og fimmta sýning hópsins Með blik í auga en sýningar fara fram í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Söngvurum til halds og traust verður að venju stór- hljómsveit undir stjórn tónlistarsjóra Arnórs B. Vil- bergssonar auk bakraddanna og bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í sviðsetningu að sögn aðstandenda. Kynnir er að venju Kristján Jóhannsson og hefst miða- sala 10. ágúst. Egill, Eyþór, Pétur og Stefanía í Lögum unga fólksins STÖRF Í BOÐI HLJÓMAHÖLL VIÐBURÐIR FRAMUNDAN ÁTTU PÓSTKORTASAFN SEM ÞÚ VILT SÝNA? Velferðarsvið: Starfsfólk í liðveislu. Njarðvíkurskóli: Kennari í afleysingar. Hljómahöll: Umsjónarmaður veitinga. Fræðslusvið: Talmeinafræðingur. Holtaskóli: Umsjónakennari yngsta stig. Sækja skal um öll störfin á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur, starfssvið og tengilið. Stapi 24. október: Af fingrum fram með Gunnari Þórðarsyni og Jóni Ólafssyni. Stapi 30. desember: Hljómsveitin Valdimar kemur fram á stórtónleikum. Miðasala í fullum gangi á hljomaholl.is. Bókasafn Reykjanesbæjar óskar eftir póstkortasafni til að sýna í læstum glerskáp á jarðhæð Ráðhússins. Áhugasamir hafi samband við Sigurrósu í bókasafn- inu sími 421-6770 milli kl. 09:00 og 16:00 virka daga eða í netfangið sigurros.i.sigurbergsdottir@reykjanesbaer.is. ER NÁGRANNI ÞINN AÐ GERA GÓÐA HLUTI? SEGÐU OKKUR FRÁ ÞVÍ! SUMARSÝNINGAR DUUS SAFNAHÚSA Umhverfissvið mun veita umhverfisviðurkenningar í sumarlok. Óskað er eftir ábendingum frá íbúum bæjar- ins um fallega garða, fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hægt er að senda ábendingar á netfangið berglind.asgeirsdottir@reykjanesbaer.is eða hringja í Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420-3200, milli kl. 08:00 og 16:00. Huldufley. Skipa- og bátamyndir Kjarvals. Klaustursaumur og filmuprjón. Textíll í höndum kvenna. Konur í sögu bæjarins. Brot úr sagnaþáttum Mörtu Valgerðar Jónsdóttur. Sýningarnar standa til 23. ágúst. Duus safnahús eru opin alla daga kl. 12:00 – 17:00 og er aðgangur ókeypis.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.