Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 4
4 fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR -fréttir pósturu vf@vf.is Keilir hefur undirritað sam-komulag við Arctic Ad- ventures um samstarf og aðkomu þeirra að leiðsögunámi í ævin- týraferðamennsku sem skólinn hefur starfrækt í samstarfi við Thompson Rivers University (TRU) síðan haustið 2013. Samstarfið snýr að aðgengi nem- enda námsins að sérhæfðum bún- aði til flúðasiglinga og jöklaferða, auk þess sem samstarf verður milli aðilanna við kennslu og undir- búning námskeiða. Þá munu Arc- tic Adventures bjóða útskrifuðum nemendum námsins upp á mögu- leika til starfa á sviði ævintýraferð- mennsku sem fullt starf enda eru mikil atvinnutækifæri fyrir faglega menntaða ævintýraleiðsögumenn innan greinarinnar. Afþreyingarferðamennska er meðal þeirra greina ferðaþjónust- unnar sem vex hvað hraðast hér á landi og eru mikil atvinnutækifæri innan greinarinnar bæði hérlendis og erlendis. Leiðsögunám Keilis og TRU í ævintýraferðamennsku tekur átta mánuði og fer um helm- ingur námsins fram víðsvegar um landið. Áhersla er lögð á verklega nálgun á vettvangi í náttúru Íslands, til að mynda í sjókajaknámskeiði á Breiðfirðinum, við flúðasiglingar á Hvítá eða við klifur á Svínafells- jökli. Að hámarki eru teknir inn um tuttugu nemendur árlega og hafa þeir verið mjög eftirsóknar- verðir starfskraftar innan greinar- innar að námi loknu, en auk þess hafa nemendur úr náminu haldið áfram háskólanámi við TRU. Samstarf Keilis og Arctic Ad- ventures var undirritað af Arnari Hafsteinssyni, forstöðumanni Íþróttaakademíu Keilis og Styrmi Þór Bragasyni, framkvæmdastjóra Arctic Adventures, en hann væntir mikils af samstarfinu. „Það er mjög mikilvægt að fólk með áhuga á útivist og ferðaþjónustu sæki sér í auknu mæli menntunar á því sviði“ segir Styrmir. „Við höfum ráðið til okkar nýútskrifaða nem- endur úr náminu og höfum góða reynslu af þeim starfmönnum og þeirri þjálfun sem þeir hafa hlotið í náminu. Við munum áfram leitast eftir að bjóða nýútsrifuðum nem- endum framtíðarstarf hjá Arctic Adventures, Glacier Guides og Trek Iceland, sem í dag er stærsta ævintýraferðaþjónustu fyrirtæki landsins.“ Þriðji árgangur nemenda í leið- sögunámi í ævintýraferðamennsku hefur nám í lok ágúst næstkom- andi og er enn hægt að sækja um í námið. Nánari upplýsingar má nálgast á www.adventurestudies.is Keilir í samstarf við Arctic Adventures Leiðsögunám í ævintýraferðamennsku Ferðaþjónustuf yrirtækið Gray Line hefur undanfarna mánuði skoðað möguleikann á því að bjóða beinar rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar. Þannig yrði að hluta til mætt þörfum farþega í millilandaflugi sem eiga erindi norður eða að norðan. „Hugmyndin er að ferðirnar verði í tengslum við komur og brott- farir á Keflavíkurflugvelli síð- degis. Við teljum að við þurfum að byrja með a.m.k tvær ferðir í viku, síðdegis til Akureyrar og að norðan að morgni dags,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line, og bætir við að með þessu móti gætu farþegar verið komnir til Akureyrar fyrir miðnætti sama dag og þeir lenda. Á sama hátt gætu þeir náð síðdegisflugi frá Keflavíkurflugvelli sama dag og þeir leggja af stað frá Akureyri. Gray Line leggur áherslu á að ferðalagið verði þægilegt og ánægjulegt og mun leggja til leiðarinnar lúxusrútur úr flota fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur kynnt þessi áform fyrir ýmsum aðilum í ferðaþjónustunni og fengið ágætar undirtektir. „Beint flug til Akureyrar hefur verið reynt og ekki gengið upp. Vafalítið mun koma að því að slíkar ferðir geti orðið sjálfbær kostur. En meðan verið er að skapa þann markað teljum við far- sælast að byggja á þeirri staðreynd að mestallt millilandaflug fer um Keflavíkurflugvöll. Sá flugvöllur þjónar öllum áfangastöðum er- lendis en viðbúið er að beint flug til Akureyrar tengist aðeins einum áfangastað erlendis. Við teljum því skynsamlegast í stöðunni að megináherslan í markaðssetningu Norðurlands beinist áfram að flugfarþegum sem fara um Kefla- vikurflugvöll, enda fara þar um 9 af hverjum 10 ferðamönnum sem hingað koma,“ segir Þórir enn- fremur. Að mati Gray Line geta beinar rútuferðir milli Keflavíkurflug- vallar og Akureyrar stuðlað að lengri dvöl ferðamanna fyrir norðan og verið ákjósanlegur val- kostur fyrir þá sem eiga aðeins er- indi þangað og ætla ekki að stoppa á höfuðborgarsvæðinu. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line vill mæta þörfum farþega: Skoða rútuferðir milli Kefla- víkurflugvallar og Akureyrar Glæpasögur fyrir þýskt sjónvarp myndaðar á Suðurnesjum: Sandgerðingum borgað fyrir að mæta í jarðarför XuUndanfarnar vikur hefur verið unnið að fram- leiðslu þýskra kvikmynda hér á landi þar sem sögu- sviðið er m.a. náttúra og byggðir Suðurnesja. Þannig hafa umfangsmiklar tökur farið fram í Grindavík og á dögunum fóru fram upptökur í Hvalsneskirkjugarði. Daginn fyrir tökur var auglýst eftir fólki í Sandgerði til að mæta í jarðarförina og að fólk fengi greitt fyrir þátttöku í útförinni. Það er íslenska kvikmyndafyrirtækið Oktober sem er að þjónusta þýska kvikmyndafyrirtækið Neue Deutsche Filmgesellschaft (NdF) sem í samvinnu við sjónvarp- stöðina ZDF í Þýskalandi er að leggja grunn að röð sjón- varpsmynda sem allar gerast á Íslandi. Sögurnar eru glæpasögur og eru allar aðalsöguhetjurnar íslenskar en leiknar af þýskum leikurum á þýsku. Sög- urnar eiga það sameiginlegt að gerast allar hér á landi og draga efnivið sinn úr íslenskum veruleika. Áætlað er að gera 2-3 myndir á ári næstu 3 árin. Á árinu 2015 verða teknar upp 2 myndir. Meðfylgjandi myndir voru teknar á tökustað á Hvalsnesi. VF-myndir: Hilmar Bragi. ATVINNA Smiðjuvöllum 5 a // 230 Reykjanesbær // Sími: 578-6070 Vegna mikilla anna auglýsum við lausa stöðu í afgreiðslu: Starfið felur einkum í sér almenna þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang. Hæfniskröfur: Rík þjónustulund, tölvukunnáta, tungumálakunnáta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu. Lágmarksaldur er 20 ár. Við sækjumst eftir duglegu fólki af báðum kynjum í skemmtilegt og krefjandi starf, frá miðjum júlí fram til loka september 2015. Ítarleg kennsla fer fram áður en starfsfólk hefur störf að starfsstöð okkar, Smiðjuvöllum 5 a, Reykjanesbæ. Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á iceland@mcrent.is. Umsóknin skal berast fyrir 27. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 578-6070. ATVINNA Starfsmaður óskast í póstútburð í Vogum,Vatnsleysuströnd. - 50% starf - Framtíðarstarf Nánari upplýsingar í síma 847 8770 eða á netfangið eli1@simnet.is www.vf.is 83% LESTUR +

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.