Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 10
10 fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR Tíu manna hópur leikskólakennara frá Tékklandi heimsótti nýlega Reykjanesbæ til að kynna sér það öfluga starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Að sögn Ingibjargar Bryndísar Hilmarsdóttur leik- skólafulltrúa hafa heimsóknir verið tíðar sl. tvö ár og þá sérstaklega til að kynna sér hvernig áherslu- þáttum eins og læsi og stærðfræði er fléttað saman við námið. Flestar heimsóknir hafa verið frá höfuð- borgarsvæðinu. Leikskólakennararnir frá Tékklandi höfðu aðsetur í Reykjanesbæ og notuðu þeir tækifærið til þess að skoða sig um á Suðurnesjum í heimsókninni. Megin- markmið hópsins var að kynna sér íslenskt leikskóla- starf og dvaldi hópurinn í þeim tilgangi í þrjá daga í leikskólanum Hjallatúni, en þar er starfað eftir fjöl- greindarkenningu Howards Gardner. Einnig átti hópurinn fund með leikskólafulltrúa og sérkennslu- ráðgjafa leikskóla þar sem gestirnir fengu innsýn og kynningu á leikskólastarfi í Reykjanesbæ og stöðu leik- skólamála á Íslandi. Áhugavert var að heyra hvað það var sem vakti athygli gestanna í íslenskum leikskóla og hvað það er sem greinir þá frá leikskólum í heima- landinu, segir í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar. „Verkefnið er bæði spennandi og áhuga- ver t og er starfs- m a n n a h ó p u r i n n fullur tilhlökkunar að takast á við það,“ segir Kristín Helga- dóttir leikskólastjóri á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, en skólinn fékk á dögunum góðan styrk frá Eras- mus+. Með styrknum er ætlað að vinna samstarfsverkefni með skólum í þremur löndum í Póllandi, Slóven- íu og á Spáni. Verkefnið ber heitið „Through democracy to literacy“ og mun standa yfir næstu tvö árin. Holt er stýriskóli verkefnisins og heldur utan um skýrslur og verk- efnið í heild. Þá gerir styrkurinn skólanum kleift að ferðast til þess- ara landa, skoða og kynnast starfi samstarfsskólanna. „Eins og nafnið ber með sér þá ætlar starfsfólk að rýna í lýðræði og læsi og skoða hvernig það stendur að þessum þáttum í skólastarfinu. Markmiðið er að bæta vinnubrögðin og læra nýja hluti,“ segir Kristín. Leikskólinn Holt fær Erasmus+ styrk: Bæði spennandi og áhuga- vert, segir leikskólastjóriBókhald, virðisaukaskattskil, launaútreikningur, gerð ársreiknings og skattframtals Veitum faglega þjónustu apal@apal.is ı Sími 535 0220 Tékkar kynntu sér leik- skólastarf í Reykjanesbæ -mannlíf pósturu vf@vf.is Kvenfélagið Fjóla bauð öllum bæjarbúum Voga í afmælisveislu. Vildu þakka veittan stuðning í tæpa öld: Mikil endurnýjun og öflugt starf í kvenfélaginu í Vogum Kvenfélagið Fjóla í Vogum fagnaði 90 ára afmæli 5. júlí sl. og af því tilefni buðu fé- lagskonur öllum íbúum Sveitarfélagsins Voga til veislu í Tjarnarsalnum. „Ég er ekki búin að telja nöfnin í gestabókinni en líklega komu 400-500 manns. Ég hef aldrei séð svona margt fólk í Tjarnarsalnum, röðin var út á götu. Þarna voru ekki aðeins bæjarbúar heldur ættingjar þeirra víða að,“ segir Hanna Helga- dóttir formaður í samtali við Víkurfréttir. Kvenfélagið vildi bjóða bæjarbúum til kaffi- samsætis til að þakka fyrir veittan stuðning í gegnum tíðina. 52 konur eru skráðir sem fé- lagar, ásamt heiðurskonum, sú yngsta 25 ára. „Elsta sem er enn að koma á fundi og í ferðir með okkur er 83 ára og meðalaldur er í kringum 40 ár. Því hefur endurnýjun verið mjög mikil og það er mjög jákvætt og alls ekki sjálfgefið,“ segir Hanna. Elsa Björnsdóttir var heiðruð og einnig Hrefna Kristjánsdóttir sem var búin að vera formaður í 12 ár, en hún átti ekki heimangegnt í Tjarnarsal þennan dag. Kvenfélagið Fjóla er, ásamt 9 öðrum kven- félögum, í Sambandi Gullbringu- og Kjósa- sýslu. Það er 5. stærsta félagið í því sambandi þrátt fyrir að vera í einu af fámennustu sveitar- félögunum. „Þetta er öflugt félag og við erum mjög duglegar,“ segir Hanna að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.