Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 8
8 fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Aðstaða heimahjúkrunar-innar á HSS er heimilisleg
og blaðamaður tekur sérstak-
lega eftir því hvað starfsfólkið
er hlýlegt og brosmilt. Fjórir
hjúkrunarfræðingar starfa sem
teymisstjórar og fara þeir í fyrstu
vitjun í sínu hverfi og skipuleggja
hjúkrunina. „Skipulagið okkar
virkar vel, við tökum viku fyrir í
einu. Sjúkraliðarnir vinna styttri
vinnudag og fara oftast í vitjanir
fyrir hádegi, stundum með okkur.
Sjúkraliðar vinna svo einnig á
kvöldvöktum. Hjúkrunarfræð-
ingarnir fara í vitjanir og koma
svo til baka með úrlausnarefni.
Þetta geta verið mál eins og að
panta hjálpartæki, fara yfir rann-
sóknarniðurstöður og meta hvort
þörf sé á að læknir skoði þær, ráð-
færingar við lækna vegna ýmissa
mála, símtöl við sérfræðinga og
aðrar stofnanir. Við lendum oft
í því að senda mikið veikt fólk í
okkar þjónustu á bráðamóttöku
og í innlögn. Við skipuleggjum
einnig hvíldarinnlangir í samráði
við deildina,“ segir Margrét og
bætir við að góð samvinna sé við
aðrar deildir eins og rannsókn,
sjúkraþjálfun, D-deildina, rönt-
gen, bráðamóttöku og heilsu-
gæslulækna. „Við erum alltaf
að meta og endurmeta. Land-
fræðilega eru Suðurnesin vel til
þess fallin að veitt sé góð heima-
þjónusta. En heimaþjónusta er
bæði heimahjúkrun og félagsleg
þjónusta. „Við höfum svo góða
stærð; gott svæði, frekar stuttar
vegalengdir og við eigum að geta
veitt framúrskarandi þjónustu á
sjúkrahúsinu og í heimahúsum.
Það er einstakt fólk sem starfar
hér, flestir úr samfélaginu á
staðnum og því með mikla teng-
ingu við það.“
Samfélagið eldist og veikist
Margrét kynntist heimahjúkrun-
inni árið 2002 þegar hún vann
sem sjúkraliði og sá hversu miklu
máli þessi þjónusta skiptir fyrir
íbúa á svæðinu. „Flestir skjólstæð-
inga okkar eru aldraðir en aldr-
aðir eru líka margir hverjir orðnir
svo veikir; með undirliggjandi
hjarta- og æðasjúkdóma, sykur-
sýki, gigt, verki, andlega sjúkdóma
og krabbamein.“ Einnig hafi heila-
bilunartilfellum meðal aldraðra
fjölgað mikið. „Fólk verður eldra
en tíðni langvinnra sjúkdóma eykst
með auknum aldri. Við erum með
samfélag sem er að eldast og þörfin
fyrir hjúkrun eykst um leið. Starfs-
fólk heimahjúkrunar sinnir alltaf
veikasta fólkinu úti í samfélaginu,“
segir Margrét. Félagsþjónustan á
vegum sveitarfélaganna er einnig
til staðar en hún sinnir einstakl-
ingum sem þurfa aðstoð við heim-
ilishald, athafnir daglegs lífs o.fl.
vegna færniskerðingar.
Tæpar 30 þúsund vitjanir
Heimahjúkrun var áður fyrr ein-
göngu veitt á virkum dögum og sá
einn hjúkrunarfræðingur um að
veita þá þjónustu. Árið 1978 flutti
heilsugæslan í núverandi húsnæði
og árið 1995 veitti heimahjúkrun
þjónustu alla daga, kvöld og helgar
ársins og fjöldi starfsmanna var
samtals 5,6 stöðugildi sem skiptust
á 7 manns; 2 hjúkrunarfræðinga,
tvo sjúkraliða og 3 ófaglærða
starfsmenn. Heildarfjöldi vitjana
það ár voru 7252. Á biðlista í
brýnni þörf fyrir vistun á hjúkr-
unardeild voru 14 manns árið 1995
og 23 manns í „byrjunarþörf fyrir
dvalarrými“. Margrét segir fjölda
skjólstæðinga hafa undanfarin ár
verið stöðugan í kringum 150 en
hann hafi síðan farið upp í um 170
þegar opnaðist fyrir hvíldarinn-
lagnir fyrir ári síðan. Fjöldi vitjana
hefur stökkbreyst síðan 1995 en
árið 2014 voru farnar tæpar 30 þús-
und vitjanir til 434 skjólstæðinga.
„Við erum sautján núna, sjö hjúkr-
unarfræðingar og tíu sjúkraliðar og
er þjónustan veitt alla daga og öll
kvöld allt árið um kring“. Þá hafa
breytingar orðið í heilbrigðisþjón-
ustu undanfarin ár og er t.d. skárn-
ingakerfi orðið betra og opnara á
milli stofnanna. „Þetta skiptir svo
miklu máli og einfaldar vinnuna
okkar tölvert.“
Fjölbreytt og mannlegt starf
Margrét segir starf sitt vera afar
fjölbreytt og að mannlegi þátturinn
og samskiptin séu stærsti hlut-
inn. „Mér finnst það ofboðslega
skemmtilegt þótt maður horfi upp
á ýmsilegt erfitt. Til að okkur líði
vel þá tölum við mikið saman og
myndast hefur góð samkennd
innan hópsins. Hér á okkur að líða
vel. Sumar vitjanir eru erfiðari en
aðrar.“ Aðspurð segir Margrét að
hún og samstarfskonur finni fyrir
mjög miklu þakklæti. „Við fáum
endurgjöf frá fólkinu sem er í þjón-
ustu hjá okkur. Það er þetta öryggi
sem skiptir svo miklu máli. Að
fólk upplifi sig öruggt og geti vitað
hvert það á að leita. Enda höfum
við lent í því að fólk leitar til okkar
um alls konar mál sem tengist ekki
endilega heimahjúkrun.“ Þá finnst
henni endurmenntun einnig vera
mikilvæga fyrir starfsfólk heima-
-viðtal
Heimaþjónusta Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er fertug,
skjólstæðingarnir allt að 170 og starfsmenn 16:
Ofboðslega skemmti-
legt þótt maður horfi
upp á ýmislegt erfitt
-Tæplega 30 þúsund heimavitjanir í fyrra. Að geta komið í vinnuna og fengið
smá hjálp með sjálfa sig hjálpar mjög mikið til,
segir Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur.
Þjónusta heimahjúkrunar á Suðurnesjum hófst árið 1975. Þá var heilsugæslan á neðri hæð í hús-
næði Arnbjörns Ólafssonar heimilislæknis við Skólaveg. Heimahjúkrun er lögbundin þjónusta þar sem mark-
miðið er að veita hjúkrun fyrir einstaklinga sem eiga ekki heimangengt vegna heilsubrests og/eða skerta
færni. Þannig er þeim gert kleift að dvelja heima eins lengi og unnt er. Einnig má geta þess að heimahjúkrun
starfar einnig sem heimahlynning en sú starfsemi lýtur að líknandi meðferð í heimahúsi. Margrét Blöndal
hjúkrunarfræðingur stýrir 16 kvenna hópi, sjö hjúkrunarfræðingum og 10 sjúkraliðum, sem hefur sinnt allt að
170 skjólstæðingum í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum, utan Grindavíkur. Stærsti hluti skjólstæðinga eru
aldraðir en yngstu eru allt til nýfæddra barna.
Það er
þetta
öryggi sem
skiptir svo
miklu mál.
Að fólk upp-
lifi sig ör-
uggt og geti
vitað hvert
það á að
leita