Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 7
7VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 16. júlí 2015 Þor varður Guðmundsson, formaður Karlakórs Kefla- víkur, undirritaði á dögunum ráðningarsamning við Guðmund E. Finnsson sem verkefnisstjóra að Kötlumótinu, sem er söng- mót fyrir sunnlenska karlakóra. Guðmundur er vanur viðburðar- stjórnandi og hefur m.a. séð um Sandgerðisdaga auk fjölda ann- arra viðburða víðs vegar um land. Reiknað er með um 700 söng- mönnum úr 18 karlakórum til Reykjanesbæjar 17. október, en Karlakór Keflavíkur stendur fyrir mótinu að þessu sinni. Tónleika- hald verður víða um Reykjanesbæ auk þess sem að haldin verður heljarinnar veisla með þátttöku allra karlakóranna um kvöldið. Það er því ljóst að Karlakór Keflavíkur stendur í stórræðum við að auðga menningarlífið á Suðurnesjum með þessari söngveislu. Kötlumót er samband sunnlenskra karlakóra og félagssvæði Kötlu nær frá Höfn í Hornafirði í austri allt að Stykkishólmi í vestri. Formaður Björgunarsveitarinnar Ægis vill huga vel að framtíð sveitarinnar: Sjálfboðaliðastarf að líða undir lok XX„Ég held að sjálfboðaliða- starfið muni smátt og smátt líða undir lok ef engin breyting verður á. Það vill enginn taka við. Það fylgir því gífurleg vinna að starfa í þessu. ,“ segir Oddur Jónsson, sem verið hefur for- maður Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í 19 ár og gengur að eigin sögn illa að hætta. „Fólk hefur minni tíma fyrir þetta starf og unga fólkið er ekki tilbúið að fórna eins miklum tíma og áður. Það er svo mikil afþreying og annað í boði í dag og erfiðara að fá menn í ýmis verkefni, sem kannski eðlilegt er. Það þarf að hugsa um þessa hluti til fram- tíðar.“ Sjá nánar viðtal við Odd um 80 ára afmæli sveitarinnar í blaðinu í dag. Karlakór Keflavíkur stendur fyrir Kötlumótinu í ár: 700 karlakórsfélagar væntanlegir í október -fréttir pósturX vf@vf.is Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Álfabakka 14b, Mjódd Kringlunni norður Kringlunni suður Smáralind Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Sólvallagötu 2 Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Flugstöð Leifs Eiríkssonar 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSTÖÐ Hjá Pennanum Eymundsson starfar frábær hópur fjölhæfra og skemmtilegra einstaklinga – en okkur vantar fleiri. Við óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í afgreiðslustarf í verslun okkar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir og fyrirspurnir á atvinna@eymundsson.is fyrir 23 júlí nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Um framtíðarstarf er að ræða og er æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. • Ábyrgð á rekstri og afkomu verslunarinnar. • Dagleg stjórnun verslunar. • Umsjón með starfsmannamálum. • Eftirfylgni með áætlunum og þátttaka í gerð launaáætlana. • Ábyrgð á innkaupum og framsetningu vöru. • Önnur tilfallandi verkefni. • Góð tungumálakunnátta • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur • Rík þjónustulund og jákvæðni • Hæfni í mannlegum samskiptum • Unnið er eftir vaktaskipulagi HÆFNISKRÖFUR Tombólustelpur XXÓlafía Rún Guðmundsdóttir og Sólrún Lilja Bragadóttir héldu tombólu hjá Kaskó og gáfu Rauða krossinum andvirðið. Hundrað ár að baki í Holtaskóla F.v.: Guðrún Björk Jóhannesdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Kjartan Másson, Eðvarð Þór Eðvarðsson skóalstjóri, Helga Hildur Snorradóttir og Guðbjörg Rut Þóris- dóttir. Það var sannarlega með eftir-sjá sem þau Guðrún Björk Jóhannesdóttir, Hólmfríður Guð- mundsdóttir og Kjartan Másson voru kvödd á skólaslitum Holta- skóla í Keflavík síðastliðinn þriðjudag. Þetta heiðursfólk hefur sinnt kennslustörfum í yfir 100 ár samanlagt. Hólmfríður hefur sinnt heimilis- fræðikennslu í yfir 40 ár, Kjartan íþróttakennslu í yfir 30 ár og Guð- rún Björk aðallega sinnt íslenku- kennslu í yfir 30 ár. Þessir aðilar eru svo sannarlega samofnir sögu Holtaskóla og verður sárt saknað af nemendum og starfsfólki. www.vf.is 83% LESTUR +

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.