Víkurfréttir - 16.07.2015, Blaðsíða 14
14 fimmtudagur 16. júlí 2015 • VÍKURFRÉTTIR
Go l f k l ú b b u r Vat n s l e y s -ustrandar fékk góða gjöf á
dögunum þegar kvenfélagið Fjóla
og Lionsklúbburinn Keilir, bæði
félög sem starfa í Vogum á Vatns-
leysuströnd, gáfu golfklúbbnum
hjartastuðtæki að gjöf. Tilefnið
er að bæði félögin eiga stórafmæli
á þessu ári, Fjólan er 90 ára og
Keilir er 40 ára.
Hilmar Egill Sveinbjörnsson,
formaður golfklúbbs Vatnsleys-
ustrandar sagðist í samtali við
Víkurfréttir vera afar þakklátur
fyrir gjöfina. „Þetta er góð og veg-
leg gjöf sem við erum mjög þakklát
fyrir. Þetta er orðinn fastur liður
hjá svona félögum eins og golf-
klúbbnum okkar að hafa svona
tæki til taks ef á þarf að halda en að
sjálfsögðu vonumst við nú til þess
að þurfa ekki að nota það.“ Hilmar
sagði að meðalaldur félaga í golf-
klúbbnum væri nokkuð hár, svona
rétt um fimmtugt. „Þannig að í ljós
þess er nú auðvitað mjög fínt að fá
þetta tæki að gjöf, nei ég segi nú
svona,“ sagði Hilmar hlægjandi.
Félagar í golfklúbbi Vatnsleys-
ustrandar að Kálfatjörn hafa þó
orðið vitni að ótrúlegustu hlutum
en skemmst er að minnast á þegar
lítil einkaflugvél brotlenti á golf-
vellinum síðasta sumar. „Já já, það
er rétt,“ sagði Hilmar. „Hún ákvað
að taka eina brautina til lendingar
og snerti eitt grínið hjá okkur en
það sást ekkert á því. Það sáust
hjólför á gríninu en það var búið að
jafna sig eftir tvo til þrjá daga. Það
var ekki neitt neitt, ótrúlegt.“
Veðurfar í vor og framan af sumri
var, eins og kunnugt er, ekki gott
og kalt lengst af. Gróður var lengi
af stað og á það einnig við um
golfvelli landsins. „Völlurinn kom
bara vel undan vetri. Vorið var kalt
eins og við sjálfsagt öll vitum en
á tveimur til þremur vikum kom
völlurinn fljótt til.“
Aðsókn á golfvelli landsins var lítil
fyrst í vor og sumar, vegna veðurs
en hvernig er aðsóknin á Kálfa-
tjarnarvöll búin að vera það sem
af er sumri?
„Aðsóknin er bara búin að vera
með ágætu móti. Það var náttúru-
lega kalt í vor þannig að eins og
gefur að skilja þá fór fólk seinna af
stað með settin sín, tók þau seinna
út en síðan hefur þetta bara gengið
ágætlega. Aðsóknin hingað til er
líklega betra en í fyrra og síðast-
liðin tvö ár,“ sagði Hilmar.
Hvernig er félagsskapurinn í golf-
klúbbi Vatnsleysustrandar?
„Þetta er afskaplega góður félags-
skapur hérna hjá okkur. Hérna er
rólegt og fínt andrúmsloft og fólk
afslappað. Sæmileg traffík er á vell-
inum. Hérna er þetta afslappað,
félagar eru farnir að eldast aðeins
eins og ég sagði, þannig að það
kannski segir sitt.“
Hvernig er kynjaskiptingin í
klúbbnum að Kálfatjörn, eru fleiri
karlar en konur?
„Já þeir eru fleiri enn sem komið er
en við vonumst til að konunum fari
nú að fjölga hjá okkur.“
Golfvöllurinn að Kálfatjörn er
9 holur en hvað er það sem ein-
kennir golfvöllinn sjálfan?
„Það sem einkennir völlinn hjá
okkur er þetta manngerða landslag
sem er í honum. Hér er mikið af
gömlum tóftum og hlöðnum tún-
görðum og öðru sem fyrir þann
sem ekki hefur komið hingað áður,
er óneitanlega bæði fallegt og sér-
stakt. En það getur líka refsað
kylfingum illa að lenda í þessum
görðum og ef þeir ætla sér eitthvað
stórt, þá getur farið illa fyrir þeim.
Völlurinn okkar að Kálfatjörn er
alls ekki erfiður yfirferðar en hætt-
urnar leynast víða,“ sagði Hilmar
að lokum.
-íþróttir
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar fékk gefið hjartastuðtæki:
Meðalaldurinn í
klúbbnum er nokkuð hár
-kemur sér því vel, segir formaður klúbbsins. Skemmtilegur golfvöllur á Kálfatjörn
Jóhanna Margrét valin í íslenska
landsliðið í hestaíþróttum
Mánakonan Jóhanna Margrét Snorradóttir hefur verið valin í íslenska landsliðið í hestaíþróttum. Hún mun keppa í flokki
ungmenna í slaktaumatölti og fjórgangi á hestinum Stimpli frá
Vatni á heimsmeistaramótinu í Herning í DK sem stendur frá 3.-9.
ágúst.
Njarðvíkingar í 10. sæti
þegar deildin er hálfnuð
XXNjarðvíkingar eru dottnir niður í 10. sæti 2. deildar karla eftir 0-3 tap
gegn Ægi í síðustu umferð. Njarðvíkingar hafa þar með farið úr því að
vera ósigraðir og efstir í deildinni niður í það að vera komnir í bullandi
botnbaráttu þegar deildin er hálfnuð. Á laugardaginn sækja Njarð-
víkingar Hött heim á Egilsstaði.
Elías heldur áfram að skora
XXElías Már Ómarsson skoraði fyrra mark Valerenga í 2-0
sigri á Sandefjord um liðna helgi. Valerenga er í þriðja sæti
norsku úrvaldeildarinnar, 6 stigum á eftir Rosenborg.
Reynir lagði KFS 5-2
XXReynir Sandgerði berst um efstu sætin í 3. deild karla en liðið lagði
KFS 5-2 í Sandgerði síðasta laugardag. Reynismenn eru þar með jafnir
Kára í 2. sæti deildarinnar með 19 stig og mæta liði Berserkja annað
kvöld.
Þróttarar hafa
enn ekki
tapað leik
XXÞróttur Vogum er top-
málum í C-riðli 4. deildar
karla þar sem að liðið er með
17 stig eða 6 stigum á undan
næstu liðum. Þróttarar hafa
enn ekki tapað leik það sem af
er sumri.
Logi ráðinn yfirþjálfari
yngri flokka hjá Njarðvík
XXLandsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var á dög-
unum ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá Njarðvík
í körfubolta. Logi tekur við starfinu af Einari Árna
Jóhannssyni sem að hefur unnið mikið og gott starf
sem yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu.
Keflvíkingar sitja á botninum
XX1-1 jafntefli Keflvíkinga
og Leiknis í Breiðholtinu á
mánudag lokaði fyrri hálf-
leik Pepsí deildar karla. Upp-
skeran er vægast sagt rýr,
Keflvíkingar sitja á botn-
inum með 5 stig og marka-
töluna -13. Það er því djúpur
dalur sem bíður yfirferðar
hjá liðinu ætli liðið sér að
snúa við gangi mála og halda
sæti sínu í deildinni. Þegar
litið er yfir töfluna eru ekki
nema 4 stig sem skilja Kefl-
víkinga frá öruggu sæti en
ljóst er að liðið þarf að byrja
að hala inn stigum gegn
liðunum í neðri helmingi
deildarinnar ekki seinna en
í næsta leik gegn Víkingum á
sunnudag.