Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Side 6

Víkurfréttir - 24.09.2015, Side 6
6 fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 vf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Friðrik K. Jónsson, frikki@vf.is Dagný Gísladóttir, dagny@vf.is Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is og kylfingur.is ÚTGEFANDI: AFGREIÐSLA OG RITSTJÓRN: RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÉTTASTJÓRI: BLAÐAMENN: AUGLÝSINGASTJÓRI: UMBROT OG HÖNNUN: AFGREIÐSLA: PRENTVINNSLA: UPPLAG: DREIFING: DAGLEG STAFRÆN ÚTGÁFA: Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáaug- lýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðju- dögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. HILMAR BRAGI BÁRÐARSON RITSTJÓRNARPISTILL Súrt ástand í Sandgerði Í Sandgerði eru um 550 fast- eignir sem eru flokkaðar sem íbúðir. Af þessum eignum eru um 90 í eigu Íbúðalánasjóðs og hafa komist í eigu sjóðsins eftir hrun. Það er hins vegar sorg- legra að á uppgangstímum á Suðurnesjum þá standa um 50 af þessum 90 eignum í Sandgerði auðar og yfirgefnar. Uppbygging er í atvinnulífinu í Sandgerði og íbúum ætti að vera að fjölga. Þeim hefur hins vegar fækkað, því skortur er á húsnæði á sama tíma og þessar 50 fasteignir standa auðar. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sand- gerðis, segir í samtali við Víkurfréttir í dag að hann hafi fundið fyrir vilja fólks til að setjast að í Sand- gerði. Þar skorti hins vegar húsnæði á sama tíma og tugir eigna standi auðar og yfirgefnar. Þegar allar forsendur segja að íbúum ætti að vera að fjölga, þá er íbúum Sandgerðis að fækka. Það er uppbygging í atvinnulífi Sandgerðis og hefur verið aukning í atvinnu á öllu svæðinu en útaf þessari stöðu á fast- eignamarkaði þá er að fækka íbúum. Í viðtali við Víkurfréttir í dag segir Ólafur Þór m.a.: „Sem forsvarsmaður sveitarfélags er það sárt og vont að horfa uppá fjölskyldufólk og fólk sem á ekki þak yfir höfuðið, vitandi um tómu eignirnar, að sveitar- félagið geti ekki hjálpað þessu fólki. Það eru færri börn í skólanum og við nýtum leikskólann ekki eins vel. Við viljum fjölga íbúum, því þannig er auðveld- ara að standa undir rekstri sveitarfélags og mannlífið verður blómlegra.“ Ástandið í Sandgerði er ekkert einsdæmi. Í Sveitar- félaginu Garði eru einnig fjölmargar tómar íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs. Sagan er svipuð úr Reykja- nesbæ. Við fluttum einmitt af því fréttir á dögunum að eignasafn Íbúðalánasjóðs eða Leigufélagsins Kletts, sem er í eigu sjóðsins, sé risavaxið á Suður- nesjum. Um síðustu áramót voru eignir sjóðsins 781 íbúð á Suðurnesjum, 418 voru í sölumeðferð og 347 í leigu. Starfshópur skipaður fulltrúum Sandgerðisbæjar og Íbúðalánasjóðs hefur verið að skoða stöðu eigna sjóðsins í Sandgerði með það að markmiði að leggja fram tillögur um það hvernig megi bæta ástandið. Þessi vinna hefur leitt í ljós að stór hluti af þessum fasteignum séu farnar að súrna, þ.e. eignirnar eru verðlagðar of hátt og ástand eignanna er þannig að of dýrt er að koma þeim aftur á markað, hvort sem er í sölu eða leigu. Vinnuhópurinn mun skila af sér tillögum á næstu vikum. Kerfið er hins vegar þungt í vöfum og því mun ástandið í Sandgerði áfram verða súrt um nokkurt skeið. Það er alls ekki gott því á Suðurnesjum hefur orðið mikill viðsnúningur í atvinnumálum. Nú má segja að hrópað sé á vinnuafl. Það vantar vinnandi hendur á flestum sviðum atvinnulífsins en á sama tíma skortir húsnæði. Nýir liðsmenn Lögfræðistofu Suðurnesja í Reykjanesbæ XXTveir lögfræðingar munu hefja störf hjá Lögfræðistofu Suðurnesja á næstu dögum. Alls munu þá starfa sex lögfræðingar á stofunni. Daníel Reynisson er lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og stúdent frá Menntaskól- anum við Sund. Daníel hefur starfað hjá Samgöngustofu frá árinu 2011. Lokaritgerð Daníels við lagadeild HÍ fjallaði um einelti meðal barna út frá sjónarhóli lögfræði og var hluti af þver- fræðilegri rannsókn á vegum rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni. Riti, sem inniheldur samantekt og niðurstöður rannsóknarinnar, var dreift í alla grunnskóla landsins. Hann hefur flutt þó nokkra fyrirlestra um málefnið í kjölfar verkefnisins. Arna Björg Rúnarsdóttir er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stúdent frá Mennta- skólanum við Sund. Arna lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2012, öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2014 og löggildingu í fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu árið 2015. Samhliða námi starfaði Arna hjá LOGOS lögmannsþjónustu og síðan sem lögfræðingur hjá Landsbankanum árin 2011 - 2015. Eldur í Nesfisktogara fyrir norðan XXNesfisktogarinn Sóley Sigurjóns GK var dregin til Siglufjarðar eftir að ekki tókst að koma aðalvél skipsins í gang eftir eldsvoða í vélarrými skipsins á þriðjudag. Það var grind- víska línuskipið Tómas Þorvaldsson GK sem dró Sóleyju til Siglufjarðar en skipið var í um klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju þegar út- kall barst. Rétt fyrir hádegi á þriðjudag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning frá togaranum Sóleyju Sigurjóns GK um að mikill reykur og hiti væri í vélarrými togarans og hugsanlegur eldur. Togarinn, sem er tæplega 800 tonn að stærð og um 45 metrar á lengd, var staddur um 25 sjómílur norðvestur úr Sauðanesi við rækjuveiðar. Um borð voru átta skipverjar. Skip- verjum tókst að loka vélarrýminu og kveikja á slökkvikerfi sem kæfði eldinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, yfir skipinu en þyrlan flutti m.a. reykkafara um borð. XXUngmennagarður, sem er afsprengi hugmynda- og undirbúningsvinnu Ungmennaráðs Grindavíkurbæjar, er að verða til á skóla- lóðinni á mótum Ása- og Víkurbrautar í Grindavík. Þar hefur m.a. verið sett upp svokölluð aparóla sem mörg grindvísk börn hafa lengi beðið eftir. Þá er einnig búið að setja upp útigrill og skýli en meðal annarraa tækja sem verða í Ungmennagarðinum eru, sófaróla, minigolf, strand- blak og trampólín körfuboltavöllur. Áfram verður unnið í uppbyggingu garðsins en í ár verður varið 6 milljónum í verkið en næstu tvö ár fara samtals 8 milljónir í framkvæmdir í ungmennagarðinum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hressa nemendur Grunnskóla Grindavíkur fá sér salíbunu í aparólunni nú í vikunni. Hressandi salíbuna í aparólunni VF-mynd: Hilmar Bragi Ljósmynd: Landhelgisgæslan

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.