Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Page 13

Víkurfréttir - 24.09.2015, Page 13
13VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 24. september 2015 pósturu hilmar@vf.is Ljósmyndir úr landslagi Reykjanesskagans eftir Olgeir Andrésson. oFood. Það snýst um að nýta staðbundið hráefni í matargerð og koma því á fram- færi. Fyrirtæki geta nýtt sér Geopark í sínu markaðsstarfi og fengið ráðgjöf og aðstoð frá okkar starfsfólki og tengingar við fólk annars- staðar í öðrum jarðvöngum“. – Geta menn merkt sínar framleiðsluvörur með merki Reykjanes Geopark? „Já, það er meðal þess sem við horfum til. Katla jarðvangur hefur útbúið merki fyrir vörur sem framleiddar eru í þeirra jarðvangi og við erum að horfa til þess sama. Við sjáum til dæmis að veitingastaðir geti merkt rétti á matseðli með Geopark-merkinu þannig að viðskiptavinir sjái hvaða réttir eru unnir úr hráefni heima í héraði.“ – Það var langt og strangt ferli að fá þessa vottun? „Já og það var mjög skemmtilegt. Við erum reyndar með þeim fljótari sem hafa fengið þessa vottun. Það tók rúmt ár fyrir Kötlu jarðvang að fá sína vottun enda með lif- andi eldfjall og erfitt að segja að þeir séu ekki merkilegir. Ferlið tók okkur þrjú ár og hefur gengið prýðilega. Eggert Sólberg verkefnis- stjóri hefur haldið vel utan- um verkefnið. Flest þau svæði sem eru að vinna í vottun núna hafa verið að vinna að henni í 10-15 ár og því hefur okkur gengið prýðilega. Við fórum þessa íslensku leið, sóttum bara um, fengum athugasemdir, brugðumst við þeim og lögðum svo inn endurbætta umsókn. Við létum slag standa og erum að uppskera núna“. – Þið hafið opnað upplýsingamiðstöð um jarðvanginn í Reykjanesbæ. „Já, við opnuðum í mars landshlutamið- stöð fyrir ferðaþjónustuna í heild sinni og gestastofu Geopark. Í framhaldinu verða opnaðar minni stofur í öllum hinum sveitar- félögunum. Jafnframt erum við að opna nýja vefsíðu, reykjanesgeopark.is, þannig að sýni- leikinn er að aukast. Við höfum verið að nota fánann meira og merkin eru komin upp á brautinni, við erum að vinna í því að gera okkur sýnilegri.“ - Og vinnan heldur áfram? Já, við þurfum að standa okkur til að halda vottuninni þannig að nú hefst vinnan aftur. Við þurfum að endurnýja vottunina reglu- lega. Fókusinn okkar núna er úti á Reykja- nesi og við Brimketil. Við ætlum að halda áfram að byggja upp þessa ferðamannastaði og við vonumst til að ferðaþjónustan bregðist vel við og byggi upp ferðaþjónustu á þessum stöðum í leiðinni. – Hverjar eru helstu áherslur Reykjanes jarðvangs? „Við erum að leggja áherslu á jarðminj- arnar. Það eru flekaskilin, jarðvarminn og allt sem því tengist sem er okkar kjarni og við byggjum á. Við leggjum áherslu á að fólk komi hingað og skoði jarðminjar og erum með áherslu á vellíðunarferðamennsku. Bláa lónið hefur verið að byggja það upp hjá sér og við höfum það í sundlaugunum hér allt í kring. Það sem þessu tengist svo eru göngu- ferðir um svæðið, að hlaupa og hjóla í nátt- úrunni er mjög vaxandi sport. Þá er jóga og hugleiðsla í svona umhverfi stórkostleg upplifun. Að vera í geo og vera í vellíðan, það er okkar.“ REYKJANES JARÐVANGUR Í SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN Valahnjúkur á Reykjanesi. Keilir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.