Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 24.09.2015, Blaðsíða 16
16 fimmtudagur 24. september 2015 • VÍKURFRÉTTIR Í KVÖLD Sjónvarp Víkurfrétta Meðal efnis í þætti vikunnar: PÓSTKORT MERKILEGUR FRÁ SEX HEIMSÁLFU M JARÐVANGUR HORFÐU Í HÁSKERPU þegar þér hentar best á vef Víkurfrétta, vf.is REYKJANES GEOPARK vinnur að því að kveikja áhuga íbúa og gesta á Jörðinni, m.a. með því að vekja athygli á áhugaverðri jarð- sögu, fræða og annast landið. Hugtakið Geop- ark er skilgrein af alþjóðlegum samtökum jarð- vanga sem nefnast Global Geoparks Network og starfa þau undir verndarvæng UNESCO. Um 100 geoparkar eru aðilar að samtökunum í dag, þ.e. svæði svæði sem innihalda merkilegar jarð- minjar og koma þeim á framfæri. Reykjanes Geopark fékk formlega vottun sem geopark á þrettándu haustráðstefnu European Geoparks Network í Rokua Geopark í Finnlandi á dögun- um. Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér það hvað Reykjanes Geopark stendur fyrir. NEMENDUR MYLLUBAKKASKÓLA fá núna send póstkort víðsvegar að úr heiminum eft- ir að hafa sett mynd á fésbókarsíðu þar sem óskað var eftir póstkortum. Nemendurnir eru í valáfanga og fengu þessa hugmynd að láta reyna á mátt netsins til að komast í samband við fólk um víða veröld. Þegar Sjónvarp Víkur- frétta heimsótti nemendurna og kennara þeirra á dögunum voru póstkortin orðin vel á fimmta hundrað og daglega komu ný póstkort í hús. Kortin eru frá yfir 50 löndum í sex heimsálfum. Meira um það í Sjónvarpi Víkurfrétta. SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA er í eigu Víkurfrétta ehf. sem þú finnur á fjórðu hæð Krossmóa 4a í Reykjanesbæ. Fyrirtækið gefur einnig út Víkurfréttir alla fimmtudaga og heldur úti vefsíðunum vf.is og kylfingur.is. Ef þú vilt auglýsa í miðlum Víkurfrétta, í sjónvarpi, blaði eða á vef, þá biðjum við þig að setja þig í samband við auglýsingadeild í síma 421 0001 nú eða bara að kíkja í kaffi í Krossmóa og kynna þér nánar auglýsingamöguleika Víkurfrétta ehf. Ef þig vantar hönnun og prentun, þá er sú þjónusta einnig á sama stað. FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 21:30 Á ÍNN -aðsent pósturu vf@vf.is Verkefnið „Skák eflir skóla – kennari verður skákkenn- ari“ fór af stað í haust og taka tveir skólar í Reykjanesbæ þátt í því. Tilgangur og markmið verk- efnisins er að auka færni og þekk- ingu almennra kennara í skák- kennslu. Forsagan er sú að í ársbyrjun 2013 skipaði Mennta- og menningar- málaráðherra nefnd til að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum með sérstakri áherslu á áhrif skák- kennslu á námsárangur og félags- lega færni barna. Niðurstöður nefndarinnar voru þær að það þyrfti að fjölga þeim sem kenna skák til að geta eflt skákkennslu í grunnskólum. Í kjölfarið var Skák- sambandi Íslands falið að hafa um- sjón með verkefninu og auglýst var eftir þátttakendum. Niðurstaðan er sú að níu grunnskólar og einn leikskóli á landinu voru valdir til að taka þátt í þessu verkefni. Af þeim eru tveir grunnskólar af Suðurnesjum, Myllubakkaskóli og Heiðarskóli í Reykjanesbæ. Í Myllubakkaskóla fer skák- kennslan fram í öðrum bekk og eru tímarnir í stundatöflu nemenda og sér umsjónakennari um kennslun- ina. Í upphafi þurfti að dusta rykið af skákdóti í skólanum og fannst m.a. gamalt veggkennsluborð í skólanum en ekki taflmenn til að nota við kennsluna. Kennarinn ásamt smíðakennara skólans tóku sig þá til og söguðu út taflmenn til að nota við kennsluna. Í Heiðarskóla fer skákkennslan fram í fjórða bekk skólans og eru skáktímarnir einu sinni í viku í stundartöflu nemenda. Kennari innan skólans sér um skákkennsl- una. Skákkennari frá Skáksambandi Ís- lands stýrir verkefninu og fylgir því eftir. Hann kemur reglulega í skólana og er kennurum til stuðn- ings. Kennarinn fær þannig um leið þjálfun og kennslu til að verða skákkennari. Nemendur eru mjög áhugasamir og hafa gaman af þess- ari nýjung í skólastarfi. Sumir kunna eitthvað en aðrir eru að tefla í fyrsta skipti. Fyrstu kennslu- stundirnar fóru að mestu í að læra hvað skákmennirnir heita og hvernig þeir ganga um skákborðið. Auk þess sem nemendur byrja að fá að handfjatla skákmennina og taka svokallaða peðaskák sem er góð byrjun til að læra mannganginn. Óskar Birgisson ■■ Óskar Birgisson skrifar: Skák eflir skóla Ljósmyndirnar tóku Svanhildur Skúladóttir og Óskar Birgisson. Á hvaða braut ertu? Ég er á félagsfræðibraut. Hvaðan ertu og aldur? Ég er 19 ára úr Keflavík. Helsti kostur FS? Ég bý mjög nálægt skólanum. Áhugamál? Allt sem tengist snyrtibransanum. Hvað hræðistu mest? Tívolí! Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Anita Lóa verður frægur sam- kvæmisdansari einn daginn. Hver er fyndnastur í skólanum? Atli Haukur. Hvað sástu síðast í bíó? We are your friends. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mmmm... eitthvað sætt eins og bakarísmat. Hver er þinn helsti galli? Ég er oftast með óþolandi mikla fullkomnunaráráttu. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Ég nota yfirleitt Snapchat, Fa- cebook og Instagram mest. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Loosen up a little. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég nota orðið „haaaa“ óþolandi mikið. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er allt á uppleið. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ná sem lengst sem förðunar/ snyrtifræðingur. Hver er best klædd/ur í FS? Azra Crnac. Ólöf Birna Jónsdóttir 19 ára Keflvíkingur og nemandi á félagsfræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún stefnir á að verða snyrtifræðingur í framtíðinni enda er allt sem tengist snyrtibransanum hennar helsta áhugamál. Vantar eitthvað sætt eins og bakarísmat í mötuneytið -fs-ingur vikunnar Kennari: Hanna Fag í skólanum: Ekkert því miður Kvikmynd: Lion King Hljómsveit/ tónlistar- maður: Ella Eyre Leikari: Channing Tatum (þegar hann dansar) Vefsíður: Youtube Sjónvarps- þættir: Suits Flíkin: Tops- hop galla- buxur Skyndibiti: Serrano Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Gísla Pálma. Eftirlætis Magnús Ketilsson, Auður Tryggvadóttir, Sigurgísli Ketilsson, Halldóra Jóhannesdóttir, Páll Ketilsson, Ásdís B. Pálmadóttir, Valur Ketilsson, Hjördís Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ketill Vilhjálmsson, fyrrv. bifreiðastjóri, Túngötu 5 Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 1. október kl. 13:00. Blóma og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Kirkjuvogskirkju í Höfnum 0542-26-2902 kt. 690169-0299 Sigurður Smári Hreinsson, Haraldur Grétar Jóhannesson, Majken Rod Jóhannesson, Steingrímur Jóhannesson, Úrsúla Ögn Guðnadóttir, Eva María Sigurðardóttir, Sigurpáll Sigurðsson, og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Unnur Gréta G. Grétarsdóttir, Melbraut 17, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 18. september. Útförin fer fram frá Útskálakirkju, föstudaginn 25. september kl. 15:00. Óskum eftir smiðum og vönum byggingaverkamönnum til starfa. Upplýsingar gefur Andrés í síma 892 8621 ATVINNA Vann iPad í fermingarleik -mannlíf pósturu vf@vf.is Jón Þór Eyþórsson ú r R e y k j a n e s b æ datt í lukkupottinn í fermingarleik sem allar verslanir Húsa- smiðjunnar og Blóma- vals stóðu fyrir fyrr á þessu ári í samstarfi við Macland. Leikurinn fór þannig fram að þegar fólk keypti fermingarvörur í versl- unum Húsasmiðjunnar og Blómavals gat það sett nafn fermingar- barns í pott í versluninni. Nokkrir vinningar voru dregnir út en sá stærsti kom t i l R e y kj anes- bæjar. Á myndinni hér að ofan afhendir Einar L. Ragnarsson rekstrar- stjóri Húsasmiðjunnar í Reykjanesbæ Jóni Þór aðalvinninginn, iPad spjaldtölvu frá Maclandi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.