Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2016, Side 1

Víkurfréttir - 14.04.2016, Side 1
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M • Fimmtudagurinn 14. apríl 2016 • 15. tölublað • 37. árgangur Færri þigg ja fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur n Þeim fækkar sem þiggja fjár- hagsaðstoð og húsaleigubæt- ur frá Reykjanesbæ. Samkvæmt fundargerð fundar Velferðarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku kem- ur fram að í janúar 2016 hafi bæj- arfélagið greitt 12.960.157 krónur til framfærslu til 116 einstaklinga eða fjölskyldna. Í janúar í fyrra voru greiddar 19.710.118 krónur til 182 einstaklinga eða fjölskyldna. Í janúar á þessu ári voru greiddar 27.506.221 krónur í húsaleigubæt- ur. Til samanburðar var upphæðin í janúar í fyrra 31.230.417 krónur. Í febrúar á þessu ári var upphæðin 30.383.838 krónur. Árið 2015 voru í sama mánuði greiddar 33.604.709 krónur í húsaleigubætur. Rekstraraf- koma í Garði í góðum plús n Rekstrarafkoma síðasta árs er já- kvæð um 36,5 milljónir króna hjá Sveitarfélaginu Garði. Fyrri umræða um ársreikninga sveitarfélagsins fór fram í bæjarstjórn Garðs í síðustu viku. Í reikningunum kemur fram að langtímaskuldir eru alls 61 milljónir króna, en skuldir og skuldbindingar með lífeyrisskuldbindingum og leiguskuldbindingum eru alls 363,7 milljónir króna. Handbært fé jókst á árinu 2015 um 46,4 milljónir króna. Bæjarstjórn lýsti á fundinum ánægju með þann árangur í rekstri sveitarfé- lagsins sem birtist í ársreikningnum og fagnar þeim mikilvæga áfanga að sveitarfélagið standist nú að fullu fjár- málareglur sveitarstjórnarlaga, tveim- ur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Niðurstöður ársreikningsins eru mjög ánægjulegar og góðar. Reikn- ingurinn felur meðal annars í sér að sveitarfélagið uppfyllir nú að fullu fjármálareglur sveitarstjórnarlaga, bæjarstjórn hefur þar með náð þessu mikilvæga markmiði og það tveim- ur árum fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, í vikulegum pistli sem hann skrifar á vef Sveitarfélags- ins Garðs. Samþykkt var samhljóða á fundinum að vísa ársreikningi 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Til skoðunar er að hækka kúluna á Miðnesheiði sem hýsir ratsjár- og fjarskiptastöð NATO. Að sögn Jóns B. Guðnasonar, framkvæmdastjóra Landhelgisgæslu Íslands í Keflavík, er ástæðan sú að nýjar og háar bygg- ingar sem rísa munu á Keflavíkur- flugvelli munu skyggja á geisla frá ratsjárstöðinni. „Í ljósi allra þeirra breytinga sem eru að verða á svæð- inu umhverfis flugstöðina, samaber nýtt „master plan“ sem Isavia hefur kynnt, þá er þetta meðal þess sem til skoðunar er. Hærri byggingar á svæðinu munu skyggja á sjónsvið stöðvarinnar, þar með talið á ratsjár- geislann,“ segir hann. Kúlan stendur á stálgrind við stöðv- arbygginguna og hafa frumathuganir verið gerðar á því með hvaða hætti farsælast er að hækka kúluna. Þær eru nú til nánari skoðunar en ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir enn sem komið er. Ratsjár- og fjarskiptastöðin á Miðnes- heiði er ein af fjórum stöðvum NATO hér á landi og eru stöðvarnar mikil- vægar varðandi öryggis- og varnarmál Íslands og Atlantshafsbandalagsins. Þessu til viðbótar gegna stöðvarnar mikilvægu hlutverki í flugleiðsögu og flugöryggi hér á landi. Að sögn Jóns er ljóst að framtíðaráætlanir varðandi uppbyggingu á svæðinu við flugstöð- ina munu hafa áhrif á rekstur stöðv- arinnar. Stöðvarnar eru hluti af loft- rýmiseftirlitskerfi Atlantshafsbanda- lagsins hér á landi og tengjast þær stjórnstöð NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Kerfið er rekið af Landhelgisgæslu Íslands fyrir hönd íslenska ríkisins. Uppbygging skyggir á loftvarnakerfið l Skoða að hækka kúluna á ratstjárstöðinni á Miðnesheiði Ræddu framtíð Líknarsjóðs n Framtíð Líknarsjóðs Ytri-Njarð- víkurkirkju var meðal þess sem rætt var á aðalsafnaðarfundi sóknarinnar um síðustu helgi. Fjárreiður Líknar- sjóðsins hafa verið til athugunar hjá Kirkjuráði eftir að Kvenfélag Njarð- víkur kvartaði þangað því matarkort sem félagið gaf sjóðnum virtust ekki skila sér til bágstaddra. Í bréfi sóknarprests Njarðvíkurpresta- kalls, Baldurs Rafns Sigurðssonar, til sóknarbarna, sem birt var í Víkurfrétt- um þann 30. janúar síðastliðinn kom fram að kort frá Kvenfélaginu hafi verið 100 talsins og hvert að upphæð 20.000 krónur. Í bréfinu kom fram að upphæðin hafi í sumum tilvikum þótt of há og þeim því skipt út þannig að fyrir hvert kort fengust fjögur kort að verðmæti 5.000 krónur. Á aðalsafn- aðarfundinum lagði fulltrúi kvenfé- lagsins fram fyrirspurn um það hver hefði ákveðið að skipta kortunum og kom fram í svari prestsins að það hafi verið hann sem tók þá ákvörðun. Þá var rætt um framtíð líknarsjóðsins og voru þær hugmyndir ræddar að breyta fyrirkomulagi hans, annað hvort með því að mynda stjórn um sjóðinn eða að leggja hann niður. Í dag hefur sóknarpresturinn umsjón með sjóðnum. Hafa gefist upp á ítrekuðum sóða- skap á Stapanum n Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa gefist upp á ítrekuðum sóðaskap þeirra sem virða ekki reglur sem gilda á jarðvegstipp á Stapanum. Þrátt fyrir að eingöngu megi losa þar ómengað- an jarðveg eins og grjót, möl, sand, mold og leir, steypubrot, hellur og steypt rör og garðaúrgang eins og tún- þökur, trjágreinar, gras og matjurta- og blómaleyfar, þá eru alltof margir sem fara þangað með bílfarma af rusli ýmis konar og henda á svæðinu. // 2 MÖRG HANDTÖK Í SKIPASMÍÐASTÖÐINNI Skipasmíðastöð Njarðvíkur iðar af lífi. Þar er mikið að gera og skip og bátar af ýmsum stærðum og gerðum njóta þar viðhalds um þessar mundir. Myndin var tekin síðdegis í gær þegar unnið var við björgunarskip í skipasmíðastöðinni og við hliðina beið Skvetta sem mun örugglega eiga eftir að gleðja einhverja veiðimenn í sjóstangaveiði í sumar. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson n Nýjar byggingar á Keflavíkurflugvelli munu skyggja á ratsjárgeisla stöðvarinnar á Miðnesheiði. VF-mynd: Dagný Hulda n Bæjaryfirvöld hafa fengið nóg af þessu.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.