Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2016, Side 6

Víkurfréttir - 14.04.2016, Side 6
6 fimmtudagur 14. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl næst- komandi klukkan 20:00, fara fram í fyrsta sinn einstakir tónleikar í Hljómahöll í Reykjanesbæ sem bera nafnið „Hljómlist án landamæra“. Eins og nafnið gefur til kynna eru um að ræða viðburð í tengslum við listahátíðina „List án landamæra“ sem notið hefur verðskuldaða athygli á landsvísu á undanförnum árum. Sér- kenni og jafnframt helsti styrkleiki hátíðarinnar er að þar gefst öllum sem áhuga hafa, tækifæri á að koma list- sköpun sinni á framfæri og fjölbreyti- leikanum í mannlífinu er fagnað. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum og Listar án landamæra. Á tónleikunum leiða saman hesta sína fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Fram koma Salka Sól, Valdimar, Frið- rik Dór, Már Gunnarsson, feðgarnir Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson, Davíð Már Guðmunds- son, Margeir Steinar Karlsson, Trú- badoradúettinn Heiður, Thomas Albertsson, Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, Ragnar Vilberg, Lára Ingimundar- dóttir og Sönghópurinn Geimsteinar ásamt fleirum. Kynnar á tónleikunum verða hinir óviðjafnanlegu Auddi og Steindi. Aðgangur er ókeypis og vonast að- standendur til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og berja okkar bestu listamenn augum. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Nánari upplýsingar er að finna vef Reykjanesbæjar. Nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica á Ásbrú og frumkvöðullinn og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, eru tilnefnd til verðlaunanna Nordic Startup Awards. GeoSilica er tilnefnt í flokknum „Best bootstrap- ped“ og Fida í flokknum „Founder of the Year“. Þá er ekki allt upptalið því Fida er einnig tilnefnd til Stjórnunarverð- launa Stjórnvísis árið 2016. Yfir sextíu stjórnendur hafa verið tilnefndir og verða þrír útnefndir. Víkurfréttir völdu Fidu „Mann ársins á Suðurnesjum 2014“. Hún flutti 16 ára frá Palestínu til Íslands, gekk í menntaskóla í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdentsprófi vegna erfiðleika með íslenskuna. Hún vildi mennta sig meira og gera meira á lífsleiðinni en var komin í öngstræti þegar hún upp- götvaði háskólabrú í Keili á Ásbrú. Þar var hún greind með lesblindu og fékk viðeigandi hjálp til að halda áfram að læra. Það gerði hún með stæl, lauk stúdentsprófi og síðan í framhaldinu þriggja ára háskólanámi í umhverf- is- og orkutæknifræði. Hún stofnaði síðan frumkvöðlafyrirtæki með skóla- félaga sínum Burkna Pálssyni og hafa þau sett á markað hágæða kísilfæðu- bótarefni, unnið úr náttúrulegum ís- lenskum jarðhitakísli. Hún lét ekki þar við sitja á menntunarbrautinni heldur fór samhliða vinnu sinni í nýja fyrir- tækinu í MBA nám í Háskólanum í Reykjavík. Það var ekki alveg nóg því hún bætti við þriðja barninu en hún er gift Jóni Kristni Ingasyni viðskipta- fræðingi. Fjölskyldan býr á Ásbrú og var með fyrstu íbúunum sem flutti þangað árið 2007. FIDA TILNEFND TIL TVENNRA VERÐLAUNA Nýsköpunarfyrirtækið GeoSilica á Ásbrú og frumkvöðullinn og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, Fida Abu Libdeh, eru tilnefnd til verðlaunanna Nordic Startup Awards. Hljómlist án landa- mæra í Hljómahöll AÐALSAFNAÐARFUNDUR KEFLAVÍKURSÓKNAR OG KIRKJUGARÐA KEFLAVÍKUR verður haldinn mánudaginn 25. apríl kl:17:00 í Kirkjulundi Dagskrá fundarins: Venjulega aðalfundarstörf Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og stjórn Kirkjugarða Keflavíkur Bílastofan í Reykjanesbæ býður alhliða dekkjaþjónustu og bílaviðgerðarþjónustu á frábæru verði, því lægsta á Suðurnesjum og þó víða væri leitað. Smurning, hjólastillingar og alhliðabílaviðgerðir Við bjóðum hin frábæru Infinity dekk sem sannað hafa gildi sitt við íslensk akstursskilyrði. R14 175/65 Heilsárs- kr. 10.990,- R15 195/65 Heilsárs- kr. 12.990,- R16 215/65 Heilsárs- kr. 17.990,- R17 225/60 Heilsárs- kr. 20.990,- Eigum einnig Burðardekk í ýmsum stærðum. Endilega komdu við eða hafðu samband. Njarðarbraut 11 Reykjnesbæ // Sími: 421-1251, 861-2319 Opið mánudag - föstudag frá kl. 9:00 - 17:00 og laugardag frá kl. 10:00-14:00. ATVINNA Óskum eftir að ráða vanan mann með réttindi á vinnuvélar (minna prófið kemur til greina), einnig óskast verkamaður til starfa. Upplýsingar í síma 660 2480 eða 660 2488.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.