Víkurfréttir - 14.04.2016, Qupperneq 11
United Silicon er að leggja loka hönd
á byggingu kísilvers í Helguvík á
Reykjanesi. Áætlanir gera ráð fyrir að
um 60 starfsmenn muni starfa hjá
verksmiðjunni á rekstrartíma en 250
starfsmenn meðan á uppbyggingu og
uppsetningu búnaðar stendur.
Við leitum að jákvæðum,
reglusömum og dugmiklum
starfsmönnum
sem vilja leggja sitt af mörkum til að
skapa frábært rekstrarteymi. Reynsla
af störfum í stóriðju eða við annan
framleiðslutengdan iðnað er kostur en
ekki skilyrði.
Við leitum að jákvæðum, reglusömum
og dugmiklum starfsmönnum.
Nánari upplýsingar veitir
Rut Ragnarsdóttir í síma 669 6003.
Umsóknum ásamt ferilsskrá
skal skilað á netfangið rut@silicon.is
fyrir laugardaginn 23. apríl 2016.
Framleiðslustarfsmenn
Starfslýsing:
Við leitum að starfsmönnum til að vinna við framleiðslu á kísli. Um er að ræða störf
sem snúa að umhirðu framleiðsluofns, málmtöku og útsteypingu ásamt öðrum
störfum. Bæði er verið að leita að starfsfólki á vaktir og í dagvinnu.
Hæfniskröfur:
Viðkomandi starfsmenn þurfa að vera áhugasamir, duglegir og nákvæmir og vera
tilbúnir til að setja sig inn í bæði virkni búnaðar og framleiðsluferil. Nauðsynlegt er
að viðkomandi eigi auðvelt með að starfa í teymi með öðrum starfsmönnum.
Viðhaldsstarfsmenn við raf og vélbúnað
Starfslýsing:
Við leitum að rafvirkjum, vélvirkjum og vélstjórum til að vinna við viðhald á búnaði
kísilversins. Hér er um að ræða störf fyrir aðila sem hafa brennandi áhuga á
fyrirbyggjandi viðhaldi.
Hæfniskröfur:
Mikil áhersla er lögð á skipulagt fyrirbyggjandi viðhald og störfin munu fela í sér
bæði beina viðhaldsvinnu og skipulagsvinnu. Viðkomandi þurfa að vera skipulagðir
og metnaðarfullir fyrir hönd búnaðar verksmiðjunnar. Viðkomandi þurfa að hafa
sveinspróf og amk 5 ára starfsreynslu.
Gæðastjóri og umsjón rannsóknarstofu
Starfslýsing:
Gæðastjóri hefur umsjón með gæðamálum framleiðslunnar ásamt því að stjórna
rannsóknarstofunni en þar eru gerðar ýmis konar efnagreiningar til að tryggja gæði
framleiðslu. Gæðastjórinn þarf einnig að vera í góðum tengslum við viðskiptavini
og utanaðkomandi rannsóknarstofur. Gæðastjórinn mun vinna að uppbyggingu
gæðakerfis fyrirtækisins.
Hæfniskröfur:
Við leitum að efnafræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun, þekking á
efnagreiningum eða gæðamálum er kostur. Viðkomandi þarf að hafa mjög góða
samskiptahæfileika og gott vald á talaðri og ritaðri ensku. Góð tölvukunnátta er
nauðsynleg.
Stjórnandi öryggis og umhverfismála:
Starfslýsing:
Stjórnandi öryggis, heilsu og umhverfismála (ÖHU) gegnir mikilvægu hlutverki í því
að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi ásamt því að hafa umsjón með
umhverfismálum verksmiðjunnar. Í því skyni mun stjórnandi öryggis og
umhverfsmála þurfa að vinna náið jafnt með framleiðslustarfsmönnum sem og
yfirvöldum.
Hæfniskröfur:
Við leitum að einstaklingi sem hefur menntun og/eða víðtæka reynslu á sviði
öryggis, heilsu og umhverfismála. Fyrirtaks samskiptahæfni er nauðsynleg en
einnig þarf viðkomandi að vera ákveðinn og fylginn sér. Góð íslensku og enskukun-
nátta er áskilin ásamt góðri tölvukunnáttu.
Skrifstofustarf / móttaka í 100% stöðu
Starfið felst í alhliða skrifstofustörfum s.s. móttöku, símaþjónustu, reikningagerð,
skjalavörslu og öðrum tilfallandi daglegum störfum.
Hæfniskröfur:
Umsækjendur þurfa að hafa haldbæra þekkingu og reynslu af skrifstofustörfum og
séu vanir að nota alhliða tölvuforrit s.s. Word, Excel, Netið, tölvupóst, DK, Navision,
hafa gott vald á íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli. Áhersla er lögð á
reglusemi, nákvæmni í vinnubrögðum, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskip-
tum.