Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2016, Side 10

Víkurfréttir - 14.04.2016, Side 10
10 fimmtudagur 14. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR „Nú sjáum við fyrir endann á við- ræðum við kröfuhafa. Í lok næstu viku mun afstaða þeirra til óska bæjaryfir- valda Reykjanesbæjar um niðurfell- ingu skulda uppá 6,35 milljarða liggja formlega fyrir. Ef slíkir samningar takast lít ég svo á að um mikilvægt skref í rétta átt sé að ræða fyrir Reykja- nesbæ. Áfram verður þó að gæta ýtr- asta aðhalds og allra leiða leitað til frekari hagræðingar í rekstri sveitar- félagsins. Ef slíkt samkomulag næst hins vegar ekki munum við óska eftir því við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhagsstjórn,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, en í bæjarráði á fimmtudag í síðustu viku voru lögð fram drög að samkomulagi um fjárhagslega endur- skipulagningu fjárhags sveitarfélags- ins og stofnana þess. Eins og fram hefur komið í tilkynn- ingum Reykjanesbæjar hefur sam- komulag náðst við stærsta kröfuhafa sveitarfélagsins, Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. (EFF) um að umfang skuldavanda Reykjanesbæjar og stofn- ana hans sé 6.350 milljónir króna. Fulltrúar Reykjanesbæjar hafa frá því í febrúar síðastliðnum leitast við að kynna skuldavandann fyrir öðrum kröfuhöfum sveitarfélagsins og stofn- ana þess, þar á meðal þær forsendur sem ræddar höfðu verið við EFF og mögulegar leiðir að fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélagsins og stofnana þess. Afrakstur þeirrar vinnu var kynntur fyrir bæjarráði Reykjanesbæjar á fimmtudag. Samhliða voru lögð fram drög að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnana hans. Samkomulagið byggir á áætlunum sveitarfélagsins og viðræðum við kröfuhafa. Það gerir ráð fyrir að aðilar að samkomulaginu (fjárhagslegir kröfuhafar) færi niður skuldir og/eða skuldbindingar Reykja- nesbæjar og stofnana hans með beinni niðurfærslu samtals að fjárhæð 6.350 milljónir króna. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að óveðtryggðir kröfuhafar Reykjanesbæjar og/ eða stofnana bæjarsins samþykki 50 prósent niður- færslu af skuldum/skuldbindingum sínum við bæinn of stofnanir hans. Fjárhagslegir kröfuhafar Reykja- neshafnar, sem er í eigu Reykjanes- bæjar, þurfa að gefa eftir 45 prósent af kröfum sínum. Í meginatriðum eru ákvæði samkomulagsins eftirfarandi. 1. Að fjárhagslegir kröfuhafar Reykja- nesbæjar og/eða stofnana hans sem njóti tryggingar í fasteignum og/eða eru með leigusamning við sveitar- félagið samþykki sama hlutfall í formi niðurfærslu skulda, lækkun leigu- greiðslna og/eða breytingu skilmála. Miðað er við að tryggðir fjárhagslegir kröfuhafar gefi eftir 24,4 prósent af skuldum og/eða skuldbindingum sínum við Reykjanesbæ og stofnanir hans. Með tryggðum kröfuhöfum í samkomulaginu er átt við kröfuhafa sem njóta veðtryggingar í fasteignum og/eða eru leigusalar Reykjanesbæjar. 2. Samkomulagið gerir ráð fyrir að óveðtryggðir kröfuhafar Reykja- nesbæjar og/eða stofnana bæjarins samþykki 50 prósent niðurfærslu af skuldum og/eða skuldbindingum sínum við Reykjanesbæ og stofnanir hans. 3. Samkomulagið gerir ráð fyrir að fjárhagslegir kröfuhafar Reykjanes- hafnar samþykki að gefa eftir 45 pró- sent af kröfum sínum. Sá hluti skulda sem samsvarar fjárhæð útreiknaðs tryggingaverðmætis sætir 24,4 prósent niðurfærslu en skuldir umfram trygg- ingaverðmæti eru metnar ótryggðar og sæta 50 prósent niðurfærslu. 4. Allar fjárhæðirnar í samkomu- laginu miðast við árslokastöðu ársins 2015. „Sjáum fyrir endann á viðræðum við kröfuhafa“ ●● Reykjanesbær●vill●fá●6,4●milljarða●afskrifaða Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar ■ Páll B. Baldvinsson sem við þekkjum vel úr Kiljuþáttum Egils Helgasonar verður með fyrirlestur um bók sína Stríðsárin 1938-1945 sem kom út á síðasta ári og seldist gríðarlega vel. Páll hefur gert víð- reist um landið og kynnt bókina og þá um leið þann sögulega tíma sem hún gerist á, með vægast sagt ein- stæðum fyrirlestri og nú er komið að okkur hér á Suðurnesjum. Fyrir- lesturinn verður haldinn fimmtu- daginn 14.apríl og hefst kl. 17.30 í Bíósal Duus Safnahúsa og er hann opinn öllum og er ókeypis aðgangur. Þeir sem standa að þessum viðburði eru, auk Duus Safnahúsa, Byggða- safn Reykjanesbæjar, Bókasafn Reykjanesbæjar og Sögufélag Suður- nesja. Einstakur fyrirlestur um stríðsárin Fékk hjólabretti í höfuðið ■ Nokkuð hefur verið um slys í um- dæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Ungur piltur datt á trampólíni og fékk hjólabretti í höf- uðið. Hann var fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja til skoðunar. Þá féll karlmaður úr stiga og var fallið um þrír metrar. Hann var einnig fluttur á Heilbrigðisstofnun þar sem vakthafandi læknir kannaði meiðsl hans. Loks datt erlendur kennari, sem var á ferð með hóp barna í Bláa lóninu, í stiga. Hann fór úr axlarlið við byltuna Á 134 km hraða á Reykjanesbraut ■ Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært átta ökumenn fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Þeir voru á ferð á Grindavíkurvegi, Garðvegi og Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 134 km hraða á Reykja- nesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þá voru fáeinir ökumenn handteknir vegna gruns um fíkniefnaakstur. Í hanskahólfi bifreiðar sem einn þeirra ók fundust fimm pokar með kanna- bisefnum. Átján ára á 149 km hraða ■ Bifreið sem var á ferð eftir Reykja- nesbraut um helgina mældist á 149 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Undir stýri var 18 ára piltur. Annar ökuþór mældist á 132 km hraða, einnig á Reykjanesbrautinni. Fleiri ökumenn brutu af sér í um- dæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Allmargir lögðu bif- reiðum sínum ólöglega, meðal ann- ars á gangstéttum eða að þeir virtu ekki stöðvunarskyldu. Rafiðnaðarfélags Suðurnesja verður haldinn miðvikudaginn 20. apríl 2016 kl. 19:00 í sal Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur VELKOMIN TIL OKKAR Hertex Nýtjamarkaður Opið virka daga frá kl. 13:00-18:00. Kaffi og súpa. Heimavinna fyrir krakka þriðjudaga frá kl. 13:00-17:00 með mat. Unglingar klúbbur þriðjudaga frá kl. 17:45-21:00 (íþróttir í Háaleitiskóla frá kl. 17:45-18:45) Krakka Gospelkór miðvikudaga frá kl. 16.00-17.30 Krakka klúbbur miðvikudaga frá kl. 17:30-20:00. Hjálpræðisherinn // Flugvallarbraut 730, Ásbrú Stofnfiskur hf. óskar eftir að ráða næturvörð til afleysinga í júní, júlí og ágúst í fiskeldisstöðvum sínum að Vogum og Kalmanstjörn. Áhugasamir sendi umsókn á hreidar@stofnfiskur.is. Frekari upplýsingar veitir Hreiðar í síma: 693 6304. NÆTURVÖRÐUR Atvinna Dýrabær Krossmóa óskar eftir starfsmanni í hlutastarf. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á dýrum, vera 20 ára eða eldri og tala íslensku. Vinnutími er alla daga frá 16:00 – 18:00, annan hvern laugardag, auk afleysinga í sumar. Umsóknir sendist til dyrabaer@dyrabaer.is. Umsóknarfrestur er til 19. apríl nk. Dýrabær er reyklaus vinnustaður. Krossmóa sími 511-2021 // www.dyrabaer.is Bogi Adolfsson er nýr formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Hann tekur við Steinari Þór Kristinssyni sem nú verður með- stjórnandi. Aðalfundur sveitarinnar og Björgunarbátasjóðs Grindavíkur fór fram sl. miðvikudag. Aðrir í nýrri stjórn eru Otti Rafn Sig- marsson varaformaður, Guðbjörg Eyjólfsdóttir gjaldkeri, Telma Rut Ei- ríksdóttir ritari, Ólafur Ingi Jónsson meðstjórnandi og Helgi Einarsson meðstjórnandi. Aðalfundur björgunarsveitarinnar samþykkti að láta allt fé sem safnast með innheimtu árgjalds sveitarinnar renna beint í Minningarsjóð Hjalta Pálmasonar en honum er ætlað að styrkja félaga í sveitinni til frekari menntunar. Bogi tekur við formennsku Stjórn Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.