Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2016, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 14.04.2016, Blaðsíða 21
21fimmtudagur 14. apríl 2016 VÍKURFRÉTTIR islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Við leitum að kraftmiklum starfsmanni í starf gjaldkera í sumar. Umsækjendur þurfa að vera fæddir 1996 eða fyrr og hafa lokið stúdentsprófi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl nk. Útibú Íslandsbanka í Reykjanesbæ Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn með ferilskrá til Særúnar Guðjónsdóttur, viðskiptastjóra einstaklinga, saerun.gudjonsdottir@islandsbanki.is. Alþýðusamband Íslands, í samvinnu við aðildarsamtök sín, hefur hrundið af stað verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarf- semi með yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl. Á Suðurnesjum hafa Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur og nágrennis, Verslunarmanna- félag Suðurnesja, FIT, félag iðn- og tæknigreina, Rafiðnaðarsambandið og Verkalýðs- og sjómannafélag Sand- gerðis ákveðið að vinna saman að verkefninu. Kristján Jóhannsson var fyrir skömmu ráðinn til að stýra átakinu hér syðra og sameina félögin í þessu verkefni. „Verkefninu er ætlað að koma í veg fyrir að fyrirtæki geti skapað sér betri samkeppnisstöðu með því að misnota erlent vinnuafl og einnig ungt fólk sem er nýkomið út á vinnumarkaðinn. Það beinist ekki að erlendu vinnu- afli sem hingað er komið í góðri trú,“ segir Kristján í stuttu samtali við VF. Kristján segir gríðarlegt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að greidd séu laun í samræmi við gildandi samninga og að vinnuveitendur greiði einnig lög- bundin gjöld, skatta og skyldur af sínu launafólki. „Það er einnig algengt, og hefur tíðkast lengi í ákveðnum greinum, að ráða fólk inn sem verk- taka til að komast hjá því að greiða lögbundin og umsamin gjöld. Svo stendur launamaðurinn uppi rétt- indalaus þegar eitthvað bjátar á“. Að sögn Kristjáns er það einlægur vilji allra sem koma að þessum málum, bæði hjá verkalýðshreyfingunni, at- vinnurekendum og hinu opinbera, að koma þessum málum í gott horf. „Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Ríkisskattstjóra, Vinnumála- stofnun og Vinnueftirlitið.“ Farið verður í vettvangsferðir í fyrirtæki og ástand mála kannað. Séu mál í góðu lagi þarf ekki að hafa frekari afskipti af þeim fyrirtækjum. Komi hins vegar í ljós brotalamir verða vinnuveitendur krafðir úrbóta. „Ég hlakka til þessa verkefnis með öllu því góða fólki sem starfar að þessu. Ég er svona að koma mér fyrir á skrif- stofu VSFK en við verðum komin á fullt í verkefninu eftir miðjan apríl,“ segir Kristján að lokum. Kristján Jóhannsson, verkefnisstjóri Einn réttur – ekkert svindl. VF-mynd: Hilmar Bragi Mikið hagsmunamál fyrir samfélagið ●● „Einn●Réttur●–●Ekkert●svindl“ KYNNINGARFUNDUR VIÐREISNAR Í REYKJANESBÆ! Viðreisn er nútímalegt og frjálslynt stjórnmálaafl sem mun bjóða fram í öllum kjördæmum lands- ins í næstu Alþingiskosningum. Markmið Viðreisnar er að berjast fyrir frelsi, jafn- rétti og réttlátu samfélagi, vestrænni samvinnu, stöðugu efnahagslífi og fjölbreyttum tækifærum. Rauði þráðurinn í stefnunni er sá að almanna- hagsmunir skulu teknir fram yfir sérhagsmuni. FRUMMÆLENDUR: ■ Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar ■ Bjarni Halldór Janusson, háskólanemi ■ Hulda Herjólfsdóttir Skogland, alþjóðastjórnmálafræðingur ■ Jóhann Friðrik Friðriksson, heilbrigðisfræðingur VIÐREISN HELDUR OPINN KYNNINGARFUND Á PARK-INN (FLUGHÓTELI), Í REYKJANESBÆ LAUGARDAGINN 16. APRÍL KL. 16:00. Þann 19. apríl nk. verður Guðlaug Helga Sigurðardóttir  50 ára. Af því tilefni mun hún og eiginmaður hennar Elías Líndal taka á móti gestum í Samkomuhúsinu í Garði frá kl. 19.00-22.00 þann sama dag. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. SUNNUDAGURINN 17. APRÍL KL. 11:00 OG 14:00 Holtaskólabörn verða fermd. Prestar eru Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista.   MIÐVIKUDAGURINN 20. APRÍL KL. 12:00 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð 500 kr. Umsjón prestar og organisti. Til leigu Einstæð móðir með 2 börn óskar eftir 3-4 herbergja íbúð í Keflavík eða Njarðvík. Reyklaus, engin gæludýr og öruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 865-1446 Óskast Vantar húsnæði í Keflavík (Heiðar- skóla eða Holtaskólahverfi) til kaups eða leigu. Helst góða hæð eða raðhús. Möguleg skipti á 4 herbergja íbúð í Hafnarfirði. Upplýsingar Guðbjörg sími 866 8465 Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ sími 421 7979 www.bilarogpartar.is SMÁAUGLÝSINGAR www.vf.is Afmæli Íbúð verður tekin undir félags- starf aldraðra í Grindavík Miðgarður, sem er aðstaða fyrir fé- lagsstarf aldraðra í Grindavík, hefur óskað eftir því að ein stór íbúð á neðri hæð við Austurveg nr. 5 í Grindavík verði tekin undir starfsemi dagvistar aldraðra. Félagsmálanefnd styður tillöguna. Á fundi bæjarráðs Grindavíkur á dög- unum fylgdu þau Nökkvi Már Jónsson sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslu- sviðs og Stefanía Sigríður Jónsdóttir málinu úr hlaði. Bæjarráð Grinda- víkur styður að tillögunni verði komið til framkvæmda þegar íbúð losnar á jarðhæð Víðihlíðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir loftnet á horni Hvammsdals og Stapavegar í Vogum. Þar sækja HS- Veitur um framkvæmdaleyfi fyrir 8 metra háan staur með loftneti á toppi vegna hitaveitumælaverkefnis. Umhverfis- og skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt leyfið. Sótt um framkvæmdaleyfi fyrir loftnetsmastri Örn GK til Stakkavíkur í Grindavík Útgerðarfyrirtækið Stakkavík í Grindavík hefur fest kaup á drag- nótarbátnum Erni GK af útgerðar- félaginu Sólbakka. Frá þessu var greint á vef Aflafrétta. Bátnum fylgir um 1050 tonna kvóti í þorskígildum. Fyrr á árinu seldi Stakkavík bátinn Óla á Stað GK til Hjálmars ehf., dótturfélags Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Örn GK verður afhentur Stakkavík 1. september næstkomandi. Kaupverðið er tveir og hálfur milljarður króna.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.