Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2016, Síða 18

Víkurfréttir - 14.04.2016, Síða 18
18 fimmtudagur 14. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Við leitum að drífandi og jákvæðu starfsfólki í verslun okkar í Reykjanesbæ. Gæði, reynsla og gott verð! Hæfniskröfur: Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg Hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg Áreiðanleiki og jákvæðni nauðsynleg Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð nauðsynleg Almenn þekking og áhugi á bílum og bílavörum æskileg Almenn tölvukunnátta æskileg Um er að ræða sumarstörf. Starfið felst í almennum verslunarstörfum og öðrum tilfallandi verkefnum. Umsóknum ásamt meðmælum skal skilað á atvinna@bilanaust.is, umsóknarfrestur er til og með 20. apríl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. REYKJAVÍK, Dvergshöfða 2, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata, HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17, SELFOSS, Hrísmýri 7, AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngási 13 Sími: 535 9000www.bilanaust.is REYKJANESBÆR, Krossmóa 4 Þó að næstum áratugur sé liðinn frá því björgunarþyrlur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli yfirgáfu Ísland þá er þyrlubjörgunarsveitin (56th Rescue Squadron) ennþá til. Hún er í dag staðsett hjá Royal Air Force í Laken- heath á Englandi. Þar gegnir hún sömu störfum og áður þó að verkefnin séu mun hernaðarlegri en þegar hún var hér á landi. Þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins var með aðstöðu í flotastöðinni á Kefla- víkurflugvelli á árunum 1971 til 2006. Á þeim árum fóru þyrlur sveitarinnar í næstum 500 björgunarleiðangra víðs- vegar um Ísland og út á haf við landið. Björgunarleiðangrar þyrlusveitarinnar voru annað hvort á vegum Varnar- liðsins eða í nánu samstarfi við Land- helgisgæsluna og íslenskar björgunar- sveitir. Þegar þyrlusveitin kom til baka úr björgunarleiðangri var sérstakt tákn fyrir leiðangurinn málað á vegg í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli. Í skýli 885 er enn mikil saga á veggjum sem minnir á veru sveitarinnar. Ár- töl áranna 1971 til 2006 eru máluð á v e g g - ina og síðan má sjá tákn fyrir skip, flugvélar, Ísland, eldfjöll, jeppa, vél- sleða og jafnvel loftbelg. Táknin eru svo rauð eða græn, allt eftir því hvort björgunarleiðangurinn var alfarið á vegum þyrlusveitarinnar eða hvort hún var íslenskum viðbragðsaðilum til aðstoðar. Núverandi liðsmönnum þyrlusveitar- innar 56th Rescue Squadron var ekki kunnugt um þá sögu sem er að finna á veggjum flugskýlis 885 á Keflavíkur- flugvelli. Það var ekki fyrr en Sigurður Björgvin Magnússon, starfsmaður í flugvallarþjónustudeild Isavia, tók sig til og ljósmyndaði söguna og setti inn á fésbókarsíðu NASKEF, þar sem fyrrum Varnarliðsfólk miðlar reynslu- sögum og myndum frá árunum á Keflavíkurflugvelli, að boltinn fór að rúlla. Félagar í þyrlusveitinni hafa verið í nánu sambandi við Sigurð, sem eins og áður segir, myndaði veggina sem höfðu að geyma minningar um allar björgunarferðirnar á Íslandi. Vegg- irnir eru annars vegar steyptir og svo einnig úr stáli. Þeir eru farnir að láta á sjá, þar sem engin kynding er í flugskýlinu í dag og raki farinn að skemma málninguna. Það hefur svo komið í hlut Andrej Pulver, að- stoðarflugmanns á Pave Hawk þyrlu björgunarsveitarinnar, að endurgera veggina í aðstöðu þyrlusveitarinnar í Lakenheath. Andrej Pulver var rúma viku að mála tæplega 500 tákn frá árunum á Íslandi en samtals eru björgunarleiðangrar sveitarinnar í dag orðnir 958 talsins en í seinni tíð eru leiðangrar þyrlu- sveitarinnar orðnir meira í hernaðar- legum tilgangi við björgun hermanna. Gamla þyrlubjörgunarsveit Varnar- liðsins hefur haft aðsetur í Laken- heath á Englandi en mun brátt flytja sig um set og setjast að til framtíðar á Ítalíu. Veggirnir úr skýli 885 á Kefla- víkurflugvelli verða því væntanlega endurgerðir aftur á Ítalíu, enda segja talsmenn sveitarinnar að táknin séu áminning um fortíð sveitarinnar og saga sem ekki megi gleymast. Það var líka önnur saga sem Sigurður Björgvin bjargaði úr flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli. Loftaflísar í að- stöðu þyrlusveitarinnar höfðu margar hverjar að geyma mikla sögu. Með- limir þyrlusveitarinnar á árunum 1971 til 2006 höfðu sett fótspor sín í flísarnar með grænni málningu og skrifað nöfn sín þar við og ártöl. Sigurður tók niður á milli 300 til 400 loftaflísar sem hafa nú verið fluttar til herstöðvar í Englandi sem ætlar að koma flísunum til réttra eigenda. Sigurður hafði birt myndir af flísunum á fésbókarsíðu NASKEF og þar sáu ekkjur fallinna hermanna nöfn og fót- spor sem tilheyrðu þeim. Nú er hins vegar spurning hvort við Íslendingar viljum halda í þessa björg- unarsögu þyrlubjörgunarsveitar Varn- arliðsnis. Stóra flugskýlið, 885 á Kefla- víkurflugvelli, er á lista yfir mannvirki sem verða brátt rifin og munu víkja fyrir nýjum mannvirkjum. Eins og er þá hefur sagan verið ljósmynduð. Hvort hún verði máluð á aðra veggi á Keflavíkurflugvelli eða Ásbrú leiðir framtíðin í ljós. ●● Allir●björgunarleiðangrar●merktir●á●veggi●flugskýlis●885●á●Keflavíkurflugvelli Sögu þyrlusveitar Varnar- liðsins bjargað frá glötun Táknin máluð á veggi í flugskýli 885 á Keflavíkurflugvelli. Síðasta björgunarþyrla varnarliðsins flutt frá Íslandi sumarið 2006. Sigurður Björgvin Magnússon hefur myndað söguna á veggjum 885 og jafnframt bjargað öllum loftaplötunum sem höfðu mikla sögu að geyma.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.