Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.04.2016, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 14.04.2016, Qupperneq 8
8 fimmtudagur 14. apríl 2016VÍKURFRÉTTIR Sigurbergur Theodórsson og Þórey Guðmundsdóttir stóðu upp sem sigurvegarar í Superform áskorun 2016. Áskorunin hófst 11. janúar og stóð í 12 vikur. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur- inn á glæsilegri árshátíð Su- perform í Hljómahöll síðasta laugardag. Í ár voru tæplega 130 kepp- endur skráðir til leiks og var það umtalsverð fjölgun frá fyrra ári. Mjótt var á munum þeirra sem lentu í efstu sætum. Heildarverðmæti verðlauna í keppninni voru rúmar 1,6 milljón króna og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvenna- flokki. Sigurvegararnir, þau Þórey og Sigurbergur, fengu hvort í sinn hlut 100.000 krónur og ýmis gjafabréf. Í öðru sæti í kvennaflokki var Sveindís Guðmundsdóttir og í því þriðja Auður Ey- berg Helgadóttir. Í öðru sæti í karlaflokki var Sigurður Karlsson og Stefán Björnsson í því þriðja. Meðfylgjandi myndir voru teknar á árshátíð Superform í Hljómahöll um síðustu helgi. ÞÓREY OG SIGURBERGUR SIGRUÐU Í ÁSKORUN SUPERFORM Sigurbergur Theodórsson og Þórey Guðmundsdóttir voru sigurvegarar áskorunar Supurform Sigurður Karlsson og Sveindís Guðmundsdóttir lentu í 2. sæti Stefán Björnsson og Auður Eyberg Helgadóttir höfnuðu í 3. sætiÞrír efstu keppendur í karla- og kvennaflokki ATVINNA Við leitum að bílstjóra í 80% starf, þurfum einnig að bæta við okkur í þvottarhúsi. Upplýsingar á staðnum. Íslenska er skilyrði. Iðavöllum 11b // 230 Reykjanesbæ // 421 3555 Keflvíkingingurinn Fannar Óli Ólafs- son hefur undanfarið ár haldið úti vefsíðunni Veröldin.net. Vefsíðan er hugsuð sem upplýsingaveita um vís- indafréttir samtímans. Fannar fékk hugmyndina að vefsíðunni þegar hann var erlendis í námi en hann fann að áhugi hans lá á sviði vísinda. „Ætli þetta hafi ekki byrjað með Lif- andi Vísindum þegar ég var strákur, en annars hef ég verið áhugamaður um vísindafréttir lengi. Ég fer svo að taka eftir því að það vantar netmiðil sem er að koma með daglegar fréttir af vísindum, en ekki bara tímarit sem kemur út einu sinni í mánuði. Ég fann að þegar ég var að segja frá svona fréttum þá hafa margir áhuga á þeim, samt er fólk ekkert mikið að leita af svona fréttum dagsdaglega á erlendum miðlum,“ segir Fannar sem var að læra upptökufræði þegar hugmyndinni skaut upp í kollinn á honum. Sérfræðingur hjá Morgunútvarpinu Viðtökur við síðunni hafa verið góð- ar og eru vinsældir hennar sífellt að aukast. Fannar er nemi í lífefnafræði en hann hyggst leggja vísindin fyrir sig og auka við starfsemi vefsíðunnar þegar tími gefst til í framtíðinni. Nú er hann í fullu námi og vinnur með, þannig að vefsíðan er rekin í hjá- verkum. Fannar hefur að undanförnu stimplað sig inn sem sérfræðingur hjá Morgunútvarpinu á Rás 2 þar sem hann hefur verið reglulegur gestur þegar fræðast þarf um vísindatengd málefni. „Þetta er oft frekar flókið fyrir hinn almenna borgara, myndi ég halda. Flestir skilja lítið þegar þeir lesa svona greinar á ensku og tungutakið sem fylgir vísindum. Ég reyni þannig að þýða þetta og útskýra á mannamáli,“ segir Fannar en hann notast talsvert við myndir og myndbönd til þess að gera efnið enn aðgengilegra. Í fram- tíðinni getur hann hugsað sér að fást við einhverja dagskrárgerð sem teng- ist vísindunum, hvort sem það væri í sjónvarpi eða á vefnum. „Mér finnst rosalega gaman að fylgjast með þessu vaxa og dafna. Ég taldi mig ekkert hafa mikinn áhuga á fjölmiðlum en eftir að hafa verið í þessu núna í ár þá hef ég mjög gaman af því að miðla upp- lýsingum til fólks.“ Vinsælustu fréttir síðunnar eru oft um tækni og geimvísindi en annars er fjallað um nánast allt milli himins og jarðar á Veröldinni. „Þetta er mjög mismunandi hvað kemst á flug hverju sinni. Markmiðið með þessu er að reyna að vekja áhuga allra á vísindum og hvað þau eru mögnuð. Mér finnst mjög skemmtilegt og krefjandi að læra eitthvað nýtt. Maður veit ekkert allt og því er gaman að fræðast um þessa hluti,“ segir hinn fróðleiksfúsi Fannar að lokum. Fræðir landsmenn um veröldina og vísindi ●● Fannar●Óli●heldur●úti●vefsíðunni●Veröldin.net

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.