Víkurfréttir - 30.06.2016, Page 1
Ekkert virðist
stöðva Víðismenn
●● Ósigraðir●í●3.●deild●
karla●í●fótbolta
■ Víðismenn hafa unnið alla fimm
leiki sína í 3. deild karla í fót-
bolta það sem af er tímabili. Þeir
gerðu góða ferð til Vestmanna-
eyja á þriðjudag þar sem þeir báru
sigurorð af KFS 1-2. Víðismenn
eru á toppnum með fullt hús stiga
en þeir eiga leik til góða á flest lið
deildarinnar. „Við stefnum klárlega
að því að komast upp um deild. Það
er gaman af því hvað það er mikið
af heimamönnum í liðinu,“ segir
markahrókurinn Helgi Þór Jónsson
sem hefur skorað átta mörk í sumar.
Víðismenn hafa farið gríðarlega vel
af stað eins og áður segir og það er
stemning í hópnum. „Þetta er hörku
hópur. Það er samkeppni um allar
stöður og menn eru því á tánum,“
bætir Helgi við en viðtal við hann
má lesa blaði vikunnar. // 15
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
auðveldar smásendingar
eBOX flytur minni sendingar frá
Evrópu til Íslands. Sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð.
Auðvelt og fljótlegt.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
einföld reiknivél
á ebox.is
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
• fimmtudagurinn 30. júní 2016 • 26. tölublað • 37. árgangur
■ Það var sannarlega fjör hjá Garðbúum um liðna helgi þegar árleg Sólseturshátíð fór fram. Hér eru hressir peyjar á
hátíðarsvæðinu, þeir Jón Grétar sem er fremstur, og svo tvíburarnir Arnar og Brynjar.
Hafnarstjóri Reykjaneshafnar segir
að verði ekkert að gert til uppbygg-
ingar í Helguvíkurhöfn þá muni það
hamla atvinnulífi og uppbyggingu á
svæðinu. Umferð er stöðugt að aukast
við höfnina í takt við aukin umsvif í
Helguvík. Hafnarstjóri segir að það fé
sem leggja þurfti til vegna hafnarinnar
sé ekki mikið sé horft til þeirra tekna
sem munu hljótast af starfseminni þar
á næstu árum.
Skip sem var að koma með efni til
vinnslu hjá United silicon í vikunni
þurfti að bíða í 12 klukkustundir
eftir því að fá afgreiðslu við höfnina
í Helguvík. Halldór Karl Hermanns-
son hafnarstjóri segir að þetta hafi
ekki gerst áður í Helguvík og að þetta
stafi af aukinni umferð við höfnina
í tengslum við aukna atvinnustarf-
semi þar. Það mun bara bætast við
umferðina að sögn Halldórs. Bæðu
muni koma meira hráefni til Helgu-
víkur og svo fara að streyma þaðan
afurðir innan skamms, sem kallar á
frekari skipakomu. „Mín sýn er sú að
við verðum að hafa okkur alla við að
haga þessu þannig að hlutirnir gangi
upp,“ segir Halldór.
Í byrjun árs 2015 óskaði Reykjanes-
höfn eftir að hafnarframkvæmdir í
Helguvík kæmust inn á samgöngu-
áætlun 2015 til 2018 eftir að ný hafna-
lög höfðu tekið gildi.
Halldór segir að sú stækkun sem fyrir-
huguð var á viðleguköntum í Helguvík
sé grunn forsenda fyrir því að geta
tekið við því sem er að gerast á næstu
tveimur árum. Áætlaður kostnaður
vegna stækkunarinnar er tæplega 1,2
milljarðar. Halldór telur að að þær
fjárhæðir sem þurfi til Helguvíkur séu
ekki miklar sé horft til þeirra tekna
sem munu hljótast af starfseminni þar
á næstu árum. „Ef ég horfi til tíu ára
þá tel ég líklegt að tekjustreymið sem
yrði við þessa stækkun yrði í kringum
þrjá milljarða.“ Halldór segir að það
byggist þó á því að allar hugmyndir
um uppbyggingu í Helguvík verði að
ganga eftir.
Ef Helguvíkurhöfn kæmist inn á sam-
gönguáætlun þá yrði framkvæmdin
ríkisstyrkt að 60 prósentum líkt og í
öðrum höfnum landsins. „Það eru þá
eftir um 500 milljónir sem Reykjanes-
bær þyrfti að dekka og ef allt gengur
upp sem við erum að hugsa, þá er það
eitthvað sem við gætum hugsanlega
séð fram úr.“ Þingmenn og ráðherrar
úr Suðurkjördæmi áttu á dögunum
fund með forystumönnum Reykja-
nesbæjar þar sem farið var yfir þær
framkvæmdir sem þegar hafa átt sér
stað og hvað vanti upp á í höfninni
svo hún sé í stakk búin að sinna þeim
inn- og útflutningi sem verður um
höfnina þegar tvö kísilver hafa risið
í Helguvík. „Það er fullur skilningur
á þessu og mikill áhugi á að viðmót
verði ekki lakara gagnvart okkur, en
það hefur ekki sýnt sig á blaði ennþá,“
segir hafnarstjórinn. „Ég sá í Víkurf-
réttum á dögunum að fyrirhugaður
væri fundur. Ég hef reyndar ekki verið
boðaður á hann ennþá og veit ekki til
þess að nokkur annar hafi verið boð-
aður á hann.“
Halldór segir að ef þessar stækkanir
muni ekki eiga sér stað þá setji það
miklar hömlur á atvinnuuppbyggingu
á svæðinu. „Miðað við þá fjárfestingu
sem liggur í þeirri uppbyggingu þá eru
þetta bara smápeningar. Benda má á
að í þjóðhagsspá síðastliðið haust var
uppbygging kísilvera í Helguvík for-
senda fyrir bættum þjóðarhag i fram-
tíðinni.“
Íbúar Reykjanesbæjar tóku líklega eftir
því að malarskip landaði við Kefla-
víkurhöfn á dögunum. Það skip hefði
átt að landa við höfnina við Helgu-
vík ef umferð þar hefði ekki verið svo
þung. „Við bara verðum að ná þessari
uppbyggingu við hafnaraðstöðuna því
annars sé ég ekki hvernig við eigum
að geta þjónustað þá aðila sem eru að
hasla sér völl á þessu svæði. Auk þess
að ef að uppbyggingin á flugvallar-
svæðinu verður eins og virðist stefna
í þá þýðir það að allt það sem þarf að
flytja inn vegna þeirrar starfsemi, þarf
að fara í gegnum aðrar hafnir en okkar
hafnir og slíkt myndi auk þess hafa í
för með sér talsvert aukna umferð á
Reykjanesbraut,“ segir hafnarstjórinn
að endingu.
Pattstaða í Helguvíkurhöfn
setur hömlur á atvinnulífið
Þetta skip þurfti að bíða í 12 klukkustundir eftir því að komast að hafnarbakk-
anum við Helguvík.
Ætla að útrýma
kynbundnum
launamun
■ Kynbundinn launamunur hjá
Grindavíkurbæ er 0,8 prósent af
grunnlaunum en 4,7 prósent af
heildarlaunum. Á vef Grindavíkur-
bæjar segir að undanfarið hafi verið
fjallað um niðurstöður könnunar á
kynbundnum launamun meðal fé-
lagsmanna BHM sem mælist 11,7
prósent. Í fréttaflutningi hafi verið
vísað til þess
a ð ö n n u r
s veit ar fé l ö g
e n R e y k j a -
vík standi sig
e k k i þ e g a r
kemur að því
að minnka og
útrýma kyn-
b u n d n u m
l a u n a m u n .
Grindavíkur-
bær telur þá
f u l l y r ð i n g u
ekki eiga við
u m s t a r f -
semi sína. Á
landsvísu er
Grindavík í 3. sæti af 49 hvað varðar
grunnlaun, en í 13. sæti hvað varðar
heildarlaun. Undanfarin ár hefur
markvisst verið unnið að því að
draga úr óútskýrðum launamun,
m.a. með breytingum á aksturs-
greiðslum og yfirvinnu. Stefna
Grindavíkurbæjar er að útrýma
launamun kynjanna, enda réttlætis-
mál að greidd séu sömu laun fyrir
sömu vinnu og hæfni.
Samkvæmt framkvæmdaáætlun Jafn-
réttisstefnu Grindavíkurbæjar fer
næsta könnun fram 2017.