Víkurfréttir - 30.06.2016, Qupperneq 4
4 fimmtudagur 30. júní 2016VÍKURFRÉTTIR
Hinn 19 ára gamli Keflvíkingur Eiður Snær Unn-
arsson er duglegur að nota snjallsímann líkt og svo
margir á hans aldri. Hann notar símann mikið til
þess að hafa samskipti við vini sína og til þess að
hlusta á tónlist eða pósta myndum. Eiður er Kefl-
víkingur í húð og hár en hann stundar nám við
Verslunarskólann. Hann vinnur hjá Joe & Juice í
sumar og með skóla.
Snapchat
Snapchat er það app sem ég nota lang-
mest, 70% af batteríinu mínu fer í það
að nota snap. Ég nota það bæði til þess
að taka myndir af því sem ég er að gera
og af því sem er að gerast í lífi mínu og
svo líka til þess að spjalla við vinina
heyra í þeim, hvort það sé eitthvað að gerast um
kvöldið, snilldar app sem held ég flestir séu nú þegar
með.
VSCO
VSCO er app sem ég nota til að pósta
myndum á, það virkar mjög svipað og instag-
ram. Maður setur myndir inn á netið fyrir
fólk að sjá, nema enginn getur „like-að“ og þú
sérð ekki hversu margir eru að „followa“ þig.
Það er víst orðið „lykil“ atriði í unglingasam-
félaginu nú til dags og gott að komast smá út úr því. Nota
appið einnig til að þess að breyta myndunum mínum sem
ég er með í símanum.
Spotify
Það er appið sem er notað daglega hjá mér.
Nota það reyndar líka í tölvunni mjög mikið
og í vinnunni, nota það alltaf þegar ég er að
keyra, hlusta voða litið á útvarpið. Ég tengi
frekar símann og er með mína eigin tónlist.
Þetta app er sem sagt tónlistar app sem hefur aðgang að
megninu af öllum lögum heimsins.
Messenger
Er einnig app sem kemur sterkt inn hjá mér.
Messenger er í raun bara Facebook „chattið.“
Ég ræði við mjög mikið af fólki þar, bæði fyrir
vinnuna og vini.
Notes
Skemmtilegt app sem ég nota furðulega
mikið, skrái næstum allar upplýsingarnar sem
ég þarf að muna þangað, kiki svo alltaf annað
slagið þarna inn og geri svo hlutina sem ég var
búinn að skrá niður.
Snappið tekur
70% af batteríinu
SNJÖLL ÖPP - EIÐUR SNÆR UNNARSSON
„Sumt af því sem ég geri er hættulegt.
Það er ekkert grín þegar maður heldur
í sér andanum með lokuð augun og
heyrir kallað „þú logar, gakktu af
stað!” segir Grindvíkingurinn Daníel
Freyr Elíasson sem hefur sett markið
hátt í áhættuleik. Hann segir jafnframt
að sumt sem hann geri sé álíka hættu-
legt og að fara á rúntinn. „En ef maður
er ekki með hausinn á réttum stað, eða
með réttan undirbúning, þá er alltaf
hætta á slysum.“
Daníel byrjaði 17
ára að æfa parkour
með A.T.S. sem
hefur aðstöðu hjá
Gerplu. Það var
svo fyrir fjórum
árum að hann fór
til Þýskalands með
öðrum parkour
þjálfurum og hitti
mann sem skipu-
leggur áhættuat-
r ið i . Sá l e y fð i
þeim að prufa eitt
og annað tengt
áhættuleik og þá
kviknaði áhuginn
hjá Daníel. Ný-
lega lauk Daníel
svo námskeiði hjá
European Stunt
S cho ol í Dan-
mörku en það er fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í áhættuatriðum og skipu-
lagningu á þeim. „Ég var þar í tvær
vikur þar sem við æfðum í tæplega
tólf klukkutíma á dag. Við fórum
yfir alla flóruna, frá bardagaatriðum
yfir í áhættuakstur, og þaðan í að láta
kveikja í okkur og allt þar á milli,“
segir Daníel.
Daníel hefur þegar fengið tvö hlut-
verk. Annað var í tónlistarmynd-
bandi sem tekið var upp á Vatnsleysu-
strönd og annað verður frumsýnt á
Menningarnótt í Reykjavík. Enn sem
komið er hefur Daníel ekki slasast við
áhættuleikinn en segir þó alltaf mögu-
leika á því. Aðspurður um það hvort
fjölskyldan hafi áhyggjur af honum
í áhættuleiknum
segir hann þau
alltaf hafa stutt sig
í gegnum allt sem
hann hefur tekið
sér fyrir hendur.
„ S t u ð n i n g u r
þeirra skiptir mig
rosalega miklu
máli. Hvort þau
h a f i á hy g g ju r,
veit ég ekki, en
það væri nú alveg
eðlilegt, myndi ég
halda,“ segir hann
í léttum dúr.
Á s a m t þ v í a ð
stunda parkour og
áhættuleik vinnur
Daníel á Kefla-
víkurflugvelli og
í Skemmtigarð-
inum í Grafarvogi þess á milli, enda
kveðst hann vera algjör vinnualki.
Næstu skref hjá þessum unga ofur-
huga verða svo að koma sér enn betur
á framfæri. Myndband af Daníel við
áhættuleik má sjá á vef Víkurfrétta,
vf.is.
●● Ungur●Grindvíkingur●leggur●áhættuleik●fyrir●sig
ÞÚ LOGAR,
GAKKTU AF STAÐ!
Daníel heillaðist af áhættu-
leik þar sem hann var á ferða-
lagi með parkour þjálfurum.
Á myndinni er Daníel búinn að klæða sig í tvöfalt lag af sams konar innanundir fatnaði og notaður er í kappakstri en það
efni þolir hita vel. Fatnaðurinn hefur lagið í kæligeli í dágóðan tíma. Að sögn Daníels er ískalt að vera í fötunum og er mark-
miðið að lækka líkamshitann til að geta verið lengur í logunum. Ytra lagið er samfestingur eins og notaður er í kappakstri.
Hann er smurður með kæligeli. Yfir það fór hann í venjulegan gallabuxur og jakka sem líka eru smurð með kæligelinu. Á
þetta er settur eldfimur vökvi. „Áhættuleikarinn dregur djúpt andann, heldur honum inni, lokar augunum og gefur merki
um að hann sé klár. Þá er kveikt í, hann látinn vita að hann logar, og þá fer hann af stað. Um leið og áhættuleikarinn finnur
hitabreytingu leggst hann í jörðina og slökkvararnir stökkva inn og slökkva,“ segir Daníel.
ATVINNA
WORK
Starfskraftur óskast í hreingerningar / ræstingar
Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa bæði er um að ræða fullt starf
og einnig vinna eftir samkomulagi. Mikil vinna framunda.
Hæfniskröfur:
Viðkomandi verður að vera amk 18 ára og vera með gild ökuréttindi
Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is
Requirements: Individuals must be
at least 18 years old and have a valid driver’s licens
Languages: Icelandic or good English
We look for people for full time work
(08:00 - 16:00 100%) and also part time
If interested please send an e-mail to: halldor@allthreint.is
HREINGERNINGAR - RÆSTINGAR - AUKAVINNA
STAFF NEEDED MUCH WORK AHEAD