Víkurfréttir - 07.07.2016, Qupperneq 15
15fimmtudagur 7. júlí 2016 VÍKURFRÉTTIR
ÍÞRÓTTIR Páll Ketilsson // pket@vf.is
Í Eldborg í Svartsengi – í dag kl 17:30
Íslenska djúpborunarverkefnið í samstarfi við DEEPEGS boðar
til opins kynningarfundar um djúpborun á Reykjanesi sem
áætlað er að hefjist í byrjun ágúst.
Verkefnið felst í því að dýpka 2,5 km djúpa vinnsluholu á Reykja-
nesi niður í 5 km dýpi. Tilgangur verkefnisins er að kanna rætur
háhitakerfisins á Reykjanesi sem líkja má við háhitakerfi á hafs-
botni og afla þekkingar á því og kanna möguleika til orkuvinnslu
Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta í Eldborg í dag.
Djúpborun á Reykjanesi
- Opinn kynningarfundur
-
www.hsorka.is
Upplifun sem aldrei gleymist
Meira svekktir en sáttir?
Ekkert mjög svekktir, held-
ur meira stoltir.
Íslenskur stuðningur var svakalegur á
öllum sviðum og vakti mikla athygli.
Maður fann hversu mikill stuðningur
þetta var, í öllum miðlum og á leikj-
unum. Þetta hafði gríðarlega mikið að
segja, heyra magnaðan stuðninginn í
stúkunni. Jökullinn logar, vá maður.
Fjölskylda þín kom og fylgdist með
en missti af aðal leiknum þegar
þú skoraðir sigurmarkið?
Já, þau komu öll í fyrstu tvo leikina
en fóru svo heim til að fara með Vikt-
or bróður minn á knattspyrnumót
í Eyjum. Mamma og pabbi komu
svo aftur út og sáu Englands- og
Frakklandsleikinn. Þau eru búin
að vera fram og til baka en þau
höfðu mjög gaman af þessu.
Það er nú svolítið mál að vera
knattspyrnuforeldri á Íslandi?
„Já, þau eru búin að fylgja mér frá því
ég var fjögurra ára, spriklandi á æf-
ingum og á fótboltamótum í mörg ár.
Svo var þetta með Keflavík eða
Njarðvík. Þú hefur búið í Njarðvík
og lékst þar í yngri flokkunum þar
til þú varst 15 ára þegar þú fórst yfir
í Keflavík. Náðir að leika með eldri
flokkunum þar og síðan með meist-
araflokki í Keflavík í efstu deild þegar
atvinnumanna-kallið kom. Hvort ertu
Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?
(Hlær) Mér fannst ég ná að svara
þessu vel um daginn þegar Ey-
þór blaðamaður VF spurði mig
út í þetta. Ég er sameiningartákn
Reykjanesbæjar. Punktur.
Nú ertu á leiðinni til Austurrík-
is eftir að hafa gert samning við
hið þekkta lið Rapid Vín.
Ég er að fara þangað á næstu
dögum og fyrsti leikurinn er
svo 23. júlí. Þá byrjar alvaran
en ég fæ smá frí næstu daga.
Hefðurðu fengið einhverja bakþanka
að hafa gert þennan samning áður en
það kom í ljós að þú varst valinn í lands-
liðshópinn? Margir ykkar hafa fengið
meiri athygli fyrir góða frammistöðu.
Ég er mjög ánægður með þetta skref
sem ég er að taka á ferlinum. Þetta
er stór klúbbur og með mikla sögu.
Ég mun fá að spila og bæta mig sem
leikmann. Ef ég stend mig vel þar þá
gætu komið fleiri tækifæri. Það var
mjög gaman og gott hjá Nörrköping í
Svíþjóð. Ég er þakklátur fyrir þau tvö
og hálft ár þar og Janne Anderson,
þjálfari hjálpaði mér mjög mikið.
Draumur flestra ungra knattspyrnu-
manna er að verða atvinnumaður. Þú átt-
ir hann og nú hefur hann verið að rætast
hjá þér með frekara framhaldi í Austur-
ríki. Svo koma líka fleiri krónur í veskið.
Jú, þetta er draumurinn. Auðvit-
að get ég ekki fjallað um kaup og
kjör en það er gaman að geta gert
það sem manni finnst skemmti-
legt og fá borgað fyrir það.
Hvernig er venjulegur dagur hjá at-
vinnumanni í knattspyrnu? Ekki ertu á
æfingum allan daginn? Eru atvinnumenn
að hugsa eitthvað um nám og frekari
menntun á þeim tíma? Ferillinn getur jú
klárast á stuttum tíma ef menn meiðast.
Ég var aðeins í fjarnámi en hef
verið í pásu frá því. Hef svo not-
ið þess líka að vera til. Í Svíþjóð
fór ég oft með félögunum eitt-
hvert út, á kaffihús og slíkt.
Hvað viltu segja við unga knattspyrnu-
menn sem dreyma eins og þú gerðir?
Það er númer eitt að æfa mjög
vel og hugsa vel um sig, til dæm-
is hvað varðar mataræði. Svo er
mjög mikilvægt að setja sér ný og
fleiri markmið. Það skiptir mjög
miklu máli. Ég hef gert það.
Geta Íslendingar þakkað knattspyrnu-
höllunum eitthvað af þessum árangri?
Ég er eiginlega alinn upp í Reykjanes-
höllinni og það er engin spurning að
knattspyrnuhallir hafa haft mikið að
segja þannig að Íslendingar geti æft
yfir veturinn við góðar aðstæður.
Hvað þurfa Íslendingar að gera
til að fylgja þessum árangri eft-
ir? Er eitthvað sérstakt sem þú
myndir nefna í þeim efnum?
Það eru margir frábærir þjálfarar
á Íslandi og þeir hafa menntað sig
meira á undanförnum árum. Það
er líka mikilvægt að halda vel utan
um unga knattspyrnumenn. Ég
hef sjálfur upplifað það að vera í
góðum hóp þar sem margir hættu
vegna þess að var ekki haldið nógu
vel utan um hópinn. Starfið í yngri
flokkunum er mjög mikilvægt.
En svona í lokin Arnór. Ég get ekki
sleppt þér með piparsveinaspurn-
inguna. Þú varst eini piparsveinninn
í landsliðshópnum og komst svo á
lista hér heima yfir þá eftirsóttustu.
Hvað geturðu sagt okkur um þetta?
Gylfi Sigurðsson félagi minn í lands-
liðinu kom að mér í Frakklandi og
sýndi mér frétt Smartlands á mbl.is og
spurði mig hvernig það væri að vera
heitasti piparsveinn landsins. Ég hló
auðvitað en mér var mikið strítt út af
þessu og maður varð bara að taka því.
Ég get þó ekki sagt að ég sé eitthvað
stoltur af því að vera á þessum lista,“
sagði Arnór og brosti í kampinn.
Viðtal: Páll Ketilsson / pket@vf.is
ACE Handling auglýsir eftirfarandi
störf á Keflavíkurflugvelli til umsóknar
■ Innritun og farþegaþjónusta Innritun og þjónusta við
farþega. Tölvukunnáa og góð tungumálakunnáa skilyrði.
■ Hlaðdeild Vinnuvélaréindi æskilegi, 18 ára aldurstakmark.
■ Flugvélaþrif Þrif á flugvélum og húsnæði - ökuréindi og
tungumálakunnáa æskileg, 18 ára aldurstakmark.
Hrein sakaskrá skilyrði. Bæði er um að ræða hlutastörf og full störf og unnið er
samkvæmt vaktakerfi. Umsækjendur þurfa að geta só námskeið áður en hafið er
störf.
Ferilskrá sendist á alma@bikf.is
atvinna
Viðtalið í heild við Ar
nór
Ingva má sjá í Sjón-
varpi Víkurfrétta og
á
ÍNN á fimmtudag
s-
kvöld kl. 21:30
Í SJÓNVARPI!Ljósmyndir frá leik Ísland og Austurríkis tók Skapti Hallgrímsson