Víkurfréttir - 06.10.2016, Qupperneq 12
12 fimmtudagur 6. október 2016VÍKURFRÉTTIR
Unknown Bikers mótorhjólaklúbbar
eru starfræktir víða um heim en
sá fyrsti var stofnaður í Bandaríkj-
unum. „Við erum nú bara venjulegt
fólk og keyrum saman, höldum partý
og spjöllum,“ útskýrir Damien. Þeir
hafa einnig látið gott af sér leiða og
á dögunum gáfu þeir leikskólanum
Hjallatúni bækur á pólsku til að nota
við móðurmálskennslu barna af
pólskum uppruna. Einn félagi þeirra
úr klúbbnum er alvarlega veikur og
hafa þeir stutt við bakið á honum og
fjölskyldu hans.
Mun lægri laun í Póllandi
Allir fluttu félagarnir til Íslands vegna
vinnu og hafa dvalið hér mis lengi.
Þeir segja erfitt að fá góða, vel laun-
aða vinnu í Póllandi og því hafi þeir
ákveðið að flytja til Íslands með fjöl-
skyldum sínum. „Í stórum bæjum og
borgum í Póllandi er ástandið betra en
á minni stöðum er þetta erfitt. Pólland
er öðruvísi og mikil skriffinnska og
háir skattar sem fylgja því að ráða fólk
til vinnu,“ segir Marcin. Arek bætir
við að fyrir vinnu í eina klukkustund
í Póllandi geti hann keypt þrjá lítra af
bensíni en á Íslandi tíu lítra.
Þeir eru allir sammála um að hafa
ekki aðeins flutt til Íslands til að vinna
heldur líka til að njóta lífsins. Þeir
sakna Póllands og fara þangað í heim-
sókn að minnsta kosti einu sinni á ári.
Þeir eru sammála um að gott sé að búa
á Íslandi og segja lítið mál að bind-
ast þeim innfæddu vinarböndum.
Stundum hitta þeir félaga úr ýmsum
öðrum mótorhjólaklúbbum.
Pólland nýtur sífellt meiri vinsælda
sem áfangastaður íslenskra ferða-
manna og stundum þegar félagar
Unknown Bikers ferðast þangað eru
fleiri Íslendingar um borð í flugvél-
unum en Pólverjar. Þeir leggja áherslu
á að Pólland sé fallegt land þar sem
margt er að skoða.
Hjóla um allt Ísland
Síðasta sumar fóru nokkrir meðlimir
Unknown Bikers hringinn í kringum
Ísland og óku þá 2430 kílómetra á
einni viku. Eins og áður sagði býr einn
meðlimanna á Ísafirði og kíktu þeir í
heimsókn til hans í leiðinni. Af uppá-
halds stöðum á Íslandi nefna þeir Al-
deyjarfoss, Barnafossa, Egilsstaði og
Raufarhöfn.
Þeir hafa allir átt mótorhjól síðan á
unglingsárum. Marcin kom með sitt
hjól með sér með Norrænu þegar
hann flutti til Íslands fyrir rúmlega
þremur árum. „Það er svo gaman að
vera á mótorhjóli, bara að hjóla eitt-
hvert. Stundum á ég ekki bíl en ég á
alltaf mótorhjól,“ segir hann. Arek á
tvö mótorhjól á Íslandi og tvö í Pól-
landi. Þegar Wojtek seldi mótorhjólið
sitt eitt sinn grét dóttir hans sig í svefn,
svo ljóst er að mótorhjólin eru meira
en bara farartæki hjá Unknown Bikers
og þeirra nánustu.
●● Pólskir●mótorhjólakappar●í●Unknown●Bikers●láta●gott●af●sér●leiða.● Fluttu●til●Íslands●til●að●vinna●og●segja●gott●að●búa●á●Íslandi.
Félagar í mótorhjólaklúbbnum Unknown Bikers eru allir frá Póllandi og búsettir á Íslandi en segja það þó alls ekki skilyrði fyrir inngöngu í klúbbinn að vera pólskur að uppruna, heldur séu allir velkomnir. Í hópnum
er mótorhjólafólk af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, frá Akranesi, Ísafirði og víðar. Flestir hafa þeir ekið hringinn í kringum Ísland og sumir oftar en einu sinni. Blaðamaður Víkurfrétta hitti þá Arkadiusz Zarzycki,
Tomasz Losiewicz, Damian Geriak, Wociech Julkiewicz og Marcin Dobrzynski á kaffihúsi á dögunum. Eins og mótorhjólaköppum er von og vísa voru þeir klæddir í leður frá toppi til táar og nokkrum kaffihúsagestum brá
örlítið í brún við að sjá þá hópast inn á kaffihúsið.
LEÐURKLÆDDIR
LJÚFLINGAR
Allir meðlimir Unknown Bikers koma frá Póllandi en það er þó ekki skilyrði fyrir inngöngu, heldur eru allir velkomnir í félagsskapinn. Á myndinni má sjá frá vinstri Tomasz Losiewicz, Arkadiusz Zarzycki,
Wociech Julkiewicz , Damian Geriak og Marcin Dobrzynski. VF-mynd/dagnyhulda
Við erum nú bara venjulegt fólk og keyrum
saman, höldum partý og spjöllum