Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2017, Page 11

Læknablaðið - 01.04.2017, Page 11
LÆKNAblaðið 2017/103 171 Inngangur Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið bæði hjá körlum og konum en það leggur fleiri sjúklinga að velli en brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbamein samanlagt.1 Þegar grun- ur vaknar um lungnakrabbamein, til dæmis þegar þétting eða íferð sést á myndrannsóknum af lungum, er þörf á ýmsum rann- sóknum, bæði til að staðfesta greininguna en einnig til að meta útbreiðslu sjúkdómsins. Greining er síðan staðfest með sýnatöku úr æxli eða þéttingu í lunganu, annaðhvort með berkjuspeglun eða ástungu í gegnum brjóstvegg. Helstu rannsóknir til stigunar eru, auk tölvusneiðmynda af brjóstholi, tölvusneiðmyndir af höfði og kvið, ásamt ísótópaskanni af beinum. Þegar ábending er fyr- ir frekari uppvinnslu með jáeindaskanni eru sjúklingar sendir til Kaupmannahafnar þar sem slíkur skanni er ekki kominn í notkun hér á landi.2,3 Samhliða ofangreindum rannsóknum er mikilvægt að leggja mat á líkamsástand sjúklings fyrir hugsanlega meðferð, sérstaklega almenna starfsgetu, starfsemi hjarta- og æðakerfis ásamt lungnastarfsemi. Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að lýsa einkennum, sjúkdóms- mynd, meðferð og afdrifum sjúklinga sem hafa farið í kerfisbundið grein- ingarferli á Landspítala vegna gruns um lungnakrabbamein. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tekur til 550 sjúklinga (meðalaldur 68,1 ár, 57% konur) sem fóru í greiningarferlið með sólarhringslangri inn- lögn, frá 1. febrúar 2008 til 31. janúar 2015. Úr sjúkraskrám var aflað upp- lýsinga um sérkenni sjúklinga, greiningarrannsóknir, sjúkdómsgreiningu, meðferð og tímasetningu þessara þátta. Einnig var sjúkdómsmynd og lifun sjúklinga sem greindust með lungnakrabbamein á Íslandi árið 2014 (n=167, meðalaldur 69,3 ár, 61,7% konur) borin saman með fjölbreytu- greiningu eftir því hvort greining var gerð innan eða utan greiningarferlis. Niðurstöður: Af 550 sjúklingum sem fóru gegnum greiningarferlið greindust 426 með lungnakrabbamein (77,5%) og voru 346 (81,2%) þeirra af öðrum vefjagerðum en smáfrumukrabbameini (NSCLC). Hlutfall sjúk- linga á Íslandi sem greindust með lungnakrabbamein í greiningarferlinu jókst úr 23,3% árið 2008 í 47,9% árið 2014 (p<0,001). Tímalengd frá tilvísun að greiningu lungnakrabbameins var að miðgildi 10 dagar og 19 dagar frá greiningu til upphafs meðferðar. Sjúklingar í greiningarferli voru sjaldnar með útbreitt mein en sjúklingar utan þess, 37,5% borið saman við 70,1% (p<0,05). Þegar leiðrétt var fyrir aldri, kyni, vefjaflokki, stigun við greiningu og meðferð voru sjúklingar utan greiningarferlis með lakari lifun en sjúklingar sem greindust innan greiningarferlis, en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur (áhættuhlutfall: 1,60; 95% öryggisbil: 0,95-2,71). Ályktun: Allt að helmingur lungnakrabbameinsgreininga á Íslandi er nú gerður í kerfisbundnu greiningarferli á Landspítala með hugsanlegum ávinningi fyrir heilsu sjúklinga. Biðtími að greiningu og meðferð hér á landi er í samræmi við alþjóðlegar ráðleggingar. Greiningarferli lungnakrabbameins á Landspítala: sjúklingamiðuð nálgun Hrönn Harðardóttir1,2,3 læknir, Unnur A. Valdimarsdóttir2,3,4,5 faraldsfræðingur, Tómas Guðbjartsson2,6 læknir, Andrés Sigvaldason1 læknir, Sigrún Helga Lund3 tölfræðingur, Thor Aspelund3,7 tölfræðingur, Sif Hansdóttir1 læknir, Steinn Jónsson1,2 læknir Í febrúar 2008 hófst á Landspítala kerfisbundið greiningarferli fyrir sjúklinga sem taldir voru vera með lungnakrabbamein. Fram til ársins 2008 voru rannsóknir skipulagðar af lungnalækni sjúk- lings án sérstakrar skipulagningar eða formlegrar samvinnu við aðrar sérgreinar. Tildrögin að þessu nýja greiningarferli voru ráð- leggingar bresku lungnalæknasamtakanna frá árinu 1998 um að flýta skyldi greiningarrannsóknum við grun um lungnakrabba- mein, sér í lagi við mögulega skurðtækan sjúkdóm.4 Greiningarferl- ið á Landspítalanum var sett upp að hollenskri fyrirmynd þar sem allar nauðsynlegar rannsóknir voru skipulagðar á einum til tveim- ur sólarhringum.5,6 Rannsóknir þaðan og frá Bretlandi hafa sýnt að kerfisbundin greiningarferli geti stytt tímann að greiningu6,7 og stuðlað að því að hlutfallslega fleiri sjúklingar gangist undir skurðaðgerð sem hluta af meðferð.8 Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að þeir sem taldir eru vera með lungnakrabbamein upplifa oft mikinn kvíða og vanlíðan8,9 og að skipulag rannsókna í ferli bæti líðan þeirra.8 Líklegt er að skipulögð kynning fyrir sjúklinga og ættingja þeirra á rannsóknum ferlisins og niðurstöðum þeirra bæti upplýsingagjöf og geri væntingar sjúklinga til þeirra raun- hæfari um leið og það getur haft jákvæð áhrif á líðan þeirra. Í stuttu máli felst greiningarferlið á Landspítala þannig að á rúmum sólarhring eru skipulagðar rannsóknir til greiningar og stigunar á hugsanlegu lungnakrabbameini. Leitast er við að skrá sjúklinga í greiningarferlið innan tveggja vikna frá tilvísun til lungnalæknis og er það í samræmi við alþjóðlegar leiðbein- ingar.10,11 Sjúklingurinn er síðan kallaður inn í rannsóknir á sjúkra- húsinu sem gerir ráð fyrir innlögn yfir nótt. Í hverju tilfelli fyrir R A N N S Ó K N Á G R I P 1Lungnadeild Landspítala, 2læknadeild, 3Miðstöð lýðheilsuvísinda, Háskóla Íslands, 4faraldsfræðideild Harvard TH Chan lýðheilsuskólans í Boston, 5faraldsfræðideild Karolinsku stofnunarinnar, Stokkhólmi, 6hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 7Hjartavernd, Kópavogi. Fyrirspurnum svarar Hrönn Harðardóttir, hronnh@landspitali.is https://doi.org/10.17992/lbl.2 7.04.130 Greinin barst blaðinu 6. janúar 2017, samþykkt til birtingar 20. febrúar 2017. * Eliquis : Hemill með beina verkun á storkuþátt Xa, sem er ætlaður til: - Forvarnar gegn heilaslagi og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). 1 - Meðferðar við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE) og forvarnar gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum (báðir styrkleikar). 1 - Forvarnar gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti (eingöngu fyrir Eliquis 2,5 mg). 1 Heimild: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis. Forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki Meðferð við lungnasegareki Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum Eliquis ® Forvörn gegn heilaslagi og segareki í slagæð hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum Forvörn gegn bláæðasegareki eftir valfrjáls mjaðmarliðskipti Forvörn gegn bláæðasegareki eftir valfrjáls hnéliðskipti ® ® ® PFI-17-03-01 EUAPI759 Eliquis® sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi lyfsins í notkun við nokkrum ábendingum*1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.