Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.2017, Blaðsíða 12
172 LÆKNAblaðið 2017/103 sig er metið hvaða rannsóknir þarf að framkvæma (mynd 1). Fyrir útskrift úr greiningarferli fer læknir síðan yfir niðurstöður þeirra rannsókna sem liggja fyrir og er áhersla lögð á að ættingi eða trún- aðarvinur sé viðstaddur það samtal. Allir sjúklingar sem greindir eru með lungnakrabbamein í ferlinu eru síðan ræddir á vikulegum samráðsfundum sérfræðinga sem koma að greiningu og meðferð lungnakrabbameins á Landspítala. Á samráðsfundunum er farið yfir gögn sjúklinganna, greiningu og stigun lungnakrabbameins og ráðleggingar gefnar um frekari rannsóknir og meðferð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa greiningarferlinu en um leið að kanna einkenni og sjúkdómsmynd þessa sjúklingahóps. Með sjúkdómsmynd er átt við lokagreiningu lungnabreytinga, vefjaflokk lungnakrabbameins og stigun. Einnig var markmið- ið að kanna hversu stórt hlutfall sjúklinga í ferlinu reyndist vera með lungnakrabbamein, ásamt biðtíma frá tilvísun til greiningar og hversu langur tími leið þar til meðferð hófst. Loks voru afdrif sjúklinga könnuð eftir að greiningarferlinu lauk og þá sérstaklega borin saman meðferð og lifun sjúklinga sem greindust í ferlinu árið 2014 við þá sem greindust með lungnakrabbamein utan ferlis. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem fóru í gegnum greiningarferlið á Landspítala frá 1. febrúar 2008 til 31. janúar 2015. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr framskyggnri skrá sem haldin var um alla sjúklinga sem fóru í greiningarferlið á lyflækningadeild Landspítala (A2). Til að bera saman sjúklinga sem greindust innan og utan greiningarferlis voru allir sjúklingar sem greindust með lungnakrabbamein á Íslandi árið 2014 (1. janú- ar - 31. desember 2014) skoðaðir sérstaklega. Upplýsingar um þessa sjúklinga fengust úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands og úr rafrænu sjúkrahúskerfi Landspítalans (Sögu). Rafrænn gagnagrunnur með eftirfarandi breytum var útbúinn: i) Sérkenni sjúklinga; kyn, aldur og fyrri saga um lungna- krabbamein eða önnur krabbamein, flokkað eftir því hversu langt var liðið frá þeirri greiningu (minna en eitt ár, 1-5 ár eða meira en fimm ár). Reykingasaga var flokkuð eftir því hvort sjúklingarnir höfðu aldrei reykt, reyktu við greiningu lungnakrabbameins eða höfðu fyrri sögu um reykingar (reykingum hætt að minnsta kosti einu ári fyrir komu). ii) Upplýsingar um tilvísandi lækni, hvar greiningarrannsókn- ir voru gerðar, vefjaflokk samkvæmt meinafræðisvörum (smá- frumukrabbamein (small cell lung cancer, SCLC), lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein (non small-cell lung cancer, NSCLC) og krabbalíki (pulmonary carcinoid)) og stigun sjúkdómsins. Stigun lungnakrabbameina annarra en smáfrumukrabbameina var gerð samkvæmt 7. útgáfu TNM-stigunarkerfisins12 og skiptist í stig l-lV. Útbreiðsla og stigun smáfrumukrabbameins var skipt í takmark- aðan (limited disease, LD) og útbreiddan sjúkdóm (extensive disease, ED).13 Meðferð skiptist í skurðaðgerð, með eða án viðbótar krabba- meinslyfjameðferðar, krabbameinslyfja- og/eða geislameðferð án skurðmeðferðar eða eingöngu einkennameðferð. iii) Dagsetning tilvísunar til lungnalæknis var skráð og mið- aðist við fyrstu skráningu í sjúkraskrárkerfi Landspítala þar sem kom fram að grunur léki á lungnakrabbameini. Greiningardag- ur lungnakrabbameins miðaðist við dagsetningu svars á skoðun vefjasýnis og upphafsdagur meðferðar við fyrstu skráðu skoðun hjá meðferðaraðila, andlát eða lok eftirlitstíma (1. janúar 2016). Tímalengd var í öllum tilvikum skráð í dögum og helgar- og frí- dagar taldir með. Ofangreindar breytur voru skráðar í forritið Microsoft Office Excel (Microsoft Corp, Redmond, WA). Lýsandi og greinandi töl- fræði var unnin með R, útgáfu 3.2.5.14 Kí-kvaðrat og t-próf voru notuð við samanburð á hópum. Heildarlifun (overall survival) var áætluð með aðferð Kaplan-Meier fyrir alla sjúklinga sem greindust með lungnakrabbamein frá 1. janúar til 31. desember árið 2014 þar sem upplýsingar um greiningar- og dánardagsetningu lágu fyrir (153 sjúklingar). Eftirfylgd allra sjúklinga hófst við greiningardag, endaði á dánardegi eða við lok eftirfylgdar sem var 1. janúar 2016. Samanburður á lifunarkúrfum var gerður með log-rank prófi. Áhættuhlutfall (ÁH, hazard ratio, HR) fyrir dauða var reiknað með 95% öryggisbili (ÖB, confidence interval, CI) með áhættulíkani Cox (Cox proportional hazard model), annars vegar fyrir þá sem greindust með lungnakrabbamein í greiningarferli og hins vegar þá sem greindust utan ferlis á Íslandi árið 2014. Leiðrétt var fyrir aldri (sem samfelldri breytu), kyni, vefjaflokki (smáfrumukrabbamein, R A N N S Ó K N Mynd 1. Flæðiskema rannsókna greiningarferlisins á Landspítalanum. TS: tölvu sneiðmynd.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.