Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 15
LÆKNAblaðið 2017/103 175
R A N N S Ó K N
eru til frá Bandaríkjunum en líkt og þær evrópsku gefa þær til
kynna að bið eftir greiningu og meðferð lungnakrabbameins sé í
mörgum tilvikum lengri en æskilegt er.10 Tímabilið frá greiningu
að upphafi meðferðar í greiningarferlinu á Landspítala var 19
dagar og er það innan marka alþjóðlegra leiðbeininga og viðmiða.
Þegar litið er á okkar niðurstöður um biðtíma eftir greiningu og
meðferð verður að hafa í huga að hátt hlutfall sjúklinga í grein-
ingarferli reyndist með sjúkdóm á lægri sjúkdómsstigum (það er
lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein á stigum I og
II) og þurftu því oftar að gangast undir viðameiri rannsóknir til
að staðfesta greiningu og ákveða meðferð, borið saman við þá sem
reyndust hafa dreifðan sjúkdóm.18
Fáar rannsóknir hafa skoðað hvort tilkoma skipulagðra grein-
ingarferla hafi áhrif á lifun sjúklinga. Í rannsókn Brocken og
félaga kemur fram að bið eftir greiningu er styttri í skipulögðu
greiningarferli, en sú rannsókn sýndi ekki marktækan mun á lifun
eftir því hvort sjúklingar fóru í gegnum skipulagt greiningarferli
eða ekki.6 Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl styttri bið-
tíma að greiningu við bæði betri19,20 en einnig verri21,22 lifun en í
þeim rannsóknum á greining lungnakrabbameins sér ekki stað
í skipulögðu greiningarferli. Sjúklingar með mikil einkenni og
útbreiddan sjúkdóm hafa oftar forgang að rannsóknum og með-
ferð sem líklega skýrir af hverju þeir hafa verri lifun þrátt fyrir
stutta bið eftir greiningu. Nýleg norsk rannsókn sem sýndi fram
á bætta 5-ára lifun lungnakrabbameinssjúklinga á tímabilinu 1997
til 2011, eða úr 11,6% í 17,5%,23 rakti árangurinn til margra þátta,
meðal annars til bættra greininga- og stigunarrannsókna. Þegar
bornir voru saman sjúklingar sem greindust með lungnakrabba-
mein innan og utan greiningarferlis á Íslandi, kom í ljós að hærra
hlutfall sjúklinga í greiningarferli hafði lungnakrabbamein á lægri
stigum og fengu oftar læknandi skurðmeðferð (tafla II). Í saman-
burðarhópnum voru fleiri sjúklingar með smáfrumukrabbamein,
en þeir sjúklingar eru oft það einkennamiklir að þeir þurfa inn-
lögn á sjúkrahús og greiningarferlið hentar þeim síður. Þegar leið-
rétt hafði verið fyrir þáttum eins og aldri, kyni, vefjaflokki, stigi
við greiningu og meðferð, sást viss tilhneiging til betri lifunar
hjá þeim sem greindust í ferlinu miðað við þá sem greindust utan
Mynd 3. Hrár samanburður á
heildarlifun (Kaplan-Meier graf)
sjúklinga með lungnakrabbamein
eftir því hvort þeir greindust
í greiningarferli á Landspítala
eða utan þess árið 2014, án leið-
réttingarþátta. Lifun eftir 6 og
12 mánuði var 79,5% og 70,5%
fyrir þá sem fóru í gegnum grein-
ingarferlið og 51,3% og 37,2% á
sömu tímapunktum fyrir þann
sjúklingahóp sem greindist utan
þess. P-gildi log rank prófs (án leið-
réttingarþátta) var <0,001.
79,5% eftir 6 mánuði og 70,5% eftir 12 mánuði. Lifun þeirra sem
greindust utan ferlis voru 51,3% og 37,2% fyrir sömu tímabil. Þegar
leiðrétt var fyrir aldri, kyni, vefjaflokki, stigun sjúkdóms og með-
ferð sást tilhneiging til lakari lifunar hjá þeim sjúklingum sem
greindust utan greiningarferlis, en munurinn var ekki tölfræði-
lega marktækur (ÁH 1,60; 95% ÖB: 0,95-2,71) (tafla III). Ef aðeins
var litið á þá sjúklinga sem voru með lungnakrabbamein önnur en
smáfrumukrabbamein og leiðrétt fyrir sömu þáttum og tilgreindir
voru að framan, reyndist áhættuhlutfallið 1,56 (95% ÖB 0,88-2,73).
Umræða
Þessi rannsókn sýnir að vaxandi hlutfall sjúklinga með lungna-
krabbamein á Íslandi greinist í kerfisbundnu greiningarferli á
Landspítala. Hlutfall sjúklinga sem greindust með lungnakrabba-
mein í ferlinu reyndist tæplega 80% sem er áþekkt eða heldur
hærra hlutfall en þekkist í sambærilegum erlendum rannsókn-
um.5,6,15 Eins og búast mátti við var hærra hlutfall sjúklinga í
greiningarferli með sjúkdóm á lægri sjúkdómsstigum og komu
þeir því frekar til greina fyrir læknandi skurðmeðferð en þeir sem
greindust utan ferlisins. Biðtími frá tilvísun til greiningar lungna-
krabbameins og frá greiningu til meðferðar reyndist einnig í sam-
ræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og viðmið.10,11,16
Biðtími frá tilvísun að greiningu í greiningarferlinu voru 10
dagar að miðgildi. Í rannsókn Brocken og félaga frá árinu 2012,
þar sem framkvæmd greiningarrannsókna var svipuð okkar ferli
á Landspítala, var biðtíminn 9 dagar að miðgildi frá tilvísun til
greiningar og 25 dagar að meðferð frá greiningu.6 Í klínískum
leiðbeiningum beggja vegna Atlantshafsins er ráðlagt að rannsaka
sjúkling eins fljótt og auðið er eftir tilvísun við grun um lungna-
krabbamein3,4,11,16 en í breskum leiðbeiningum er miðað við að ekki
líði meira en 7-14 dagar frá tilvísun til fyrstu skoðunar hjá sér-
fræðingi.4,11 Nýleg safngreining á 49 evrópskum rannsóknum, sem
allar beindust að tímaþáttum við greiningu lungnakrabbameins,
leiddi í ljós að miðgildi biðtíma frá tilvísun að greiningu væri allt
frá 8 að 60 dögum og að 30-84 dagar liðu þar til meðferð hófst eftir
að greining hafði verið staðfest.17 Aðeins fáeinar slíkar rannsóknir