Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 20

Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 20
180 LÆKNAblaðið 2017/103 Við greiningu og eftir aðgerð, hvort sem um var að ræða gall- blöðrutöku eingöngu eða umfangsmeiri aðgerð, var farið yfir hvort tilfelli var rætt á samráðsfundi. Þá var skráð hvort sjúkling- ur fékk frekari meðferð, svo sem krabbameinslyfjameðferð, ásamt lifun og eftirfylgd. Tilskilin leyfi voru fengin frá Persónuvernd (tilv: 2014121777TS), vísindasiðanefnd (tilv: VSNb2015010002/03.11), Krabbameins- skrá Íslands, lækningaforstjóra Landspítala og lækningaforstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Niðurstöður Á 10 ára tímabili, frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2013, greindust 24 einstaklingar með gallblöðrukrabbamein á Íslandi (tafla II). Um var að ræða 16 konur og 8 karla og greindust 1-5 sjúklingar á ári á rannsóknartímabilinu. Meðalaldur við greiningu var 73 ár (bil: 35-89). Átján sjúklingar voru greindir á Landspítala og 6 á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Einkenni sjúklinga við greiningu má sjá í töflu III. Algengast var kviðverkur, oft áþekkur verkur og fylgir gallblöðrubólgu og/ eða gallsteinakasti. Sex sjúklingar voru með gulu og flestir þeirra voru með langt genginn sjúkdóm (tafla III). Tíu sjúklingar mæld- ust með hækkun á einu eða fleiri lifrargildum í blóði (ALP, GGT, ASAT, ALAT, bilirubin). Upplýsingar um lifrargildi fundust ekki hjá 6 sjúklingum. Ekki var marktækur munur á lifrargildum í blóði hjá sjúklingum með skurðtækan og óskurðtækan sjúkdóm (p>0,05). CEA var einungis mælt hjá 4 sjúklingum í tengslum við aðgerð og var hækkað hjá einum. Meðaltal gildis var 2,5 (bil: 0,4- 5,9) og voru þessir sjúklingar með kirtilfrumukrabbamein. CA19-9 var mælt hjá 9 sjúklingum og var hækkað hjá fjórum. Meðaltal gildis var 205 (bil: 4,6-1597). Sjúklingar sem voru með hækkað CA19-9 voru með kirtilfrumukrabbamein stig IIIA (n=1), IVA (n=1) og IVB (n=2). Fáir sjúklingar reyndust með þekktan áhættuþátt fyrir gallblöðrukrabbameini en einn sjúklingur var með kalkaða gallblöðru (porcelain gallbladder) og einn með sepa. Sjö sjúklingar reyktu en ekki var getið um reykingar hjá 13. Einn sjúklingur var blöðru (muscularis propria), það er stig T1b (tafla I) samkvæmt TNM-flokkun.20 Lækning gallblöðrukrabbameins grundvallast á því hvort sjúkdómurinn er skurðtækur en flestir greinast með langt genginn sjúkdóm.21 Greinist krabbamein í gallblöðru óvænt eftir hefðbundna gall- blöðrutöku er mælt með enduraðgerð í því skyni að fjarlægja um- rædd svæði sé um að ræða stig T1b eða hærra (tafla I). Sjúklingar sem greinast óvænt hafa að jafnaði gengist undir gallblöðrutöku með kviðsjá (laparoscopy) og greinast við meinafræðilega skoðun á gallblöðrunni. Hætta er á myndun útsæða í lífhimnu og inngangs- stöðum (port site) við kviðsjáraðgerðir.22 Sérstaklega ef rof verður á gallblöðrunni í aðgerð en slíkt gerist í um það bil 30% gallblöðru- aðgerða með kviðsjá.23,24 Ef sterkur grunur er um krabbamein í gallblöðru fyrir aðgerð hafa ráðleggingar fram að þessu verið að framkvæma opna aðgerð (laparotomy) og fjarlægja gallblöðruna og aðlæg lifrarhólf ásamt aðlægum eitlum í sömu aðgerð.13 Hins vegar hafa slíkar aðgerðir verið framkvæmdar í auknum mæli síð- astliðin ár með kviðsjártækni og aðgerðaþjarka en mjög umdeilt er hvort mæla eigi með slíku sökum þess að horfur sjúklings eru verri ef rof verður á gallblöðru í slíkri aðgerð, eins og áður segir, og leki verður á galli út í kviðarhol. Slíkt getur leitt til útbreiðslu krabbameinsfrumna.25,26 Erlendar ráðleggingar varðandi krabbamein, þar með talin gall- blöðrukrabbamein, leggja mikla áherslu á að allir sjúklingar sem greinist séu ræddir á samráðsfundi þar sem meðferðaraðilar ræða einstaka sjúklinga og leggja upp meðferðaráætlun. Slíkir fundir eru haldnir á Landspítala. Þetta er talinn grunnur að markvissari meðferð og bættum árangri. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi, greiningu og meðferð við krabbameini í gallblöðru á Íslandi á tímabilinu 2004- 2013. Efniviður og aðferðir Sjúklingar greindir með gallblöðrukrabbamein á tímabilinu 1. jan- úar 2004 til 31. desember 2013 samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands voru rannsakaðir. Upplýsingar um nöfn og kennitölur sjúklinga, greiningaraldur og dánardag fengust frá Krabbameinsskrá. Upp- lýsinga um sjúklinga var aflað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Upplýsingar voru skráðar í forritið Microsoft Office Excel og var þannig búinn til gagnagrunnur og var öll tölfræðileg úrvinnsla gerð í sama forriti. Beitt var lýsandi tölfræði. Marktækni miðaðist við p-gildi 0,05. Þær upplýsingar sem voru skráðar voru til dæmis kyn, greiningarár, aldur við greiningu, einkenni við greiningu, áhættuþættir, niðurstöð- ur blóðprufa við greiningu, meðal annars æxlisvísar, blóðgildi og lifrarpróf, og vefjameinafræði. Úr vefjameinafræðisvari voru skráðir separ og stærð þeirra, gallsteinar, æxlisgerð, staðsetning æxlis í gallblöðru, ífarandi vöxtur, meinvörp og meinafræðileg TNM-stigun. Aðgerðartegund var skráð, hvort rof hafði orðið á gallblöðru samkvæmt aðgerðarlýsingum og vefjameinafræðisvör- um. Hjá þeim sjúklingum sem gengust undir umfangsmeiri að- gerð var ASA-flokkun skráð, aðgerðartegund, aðgerðartími, blæð- ing, legutími og fylgikvillar í legu. Sjúklingum var fylgt eftir til 31. desember 2015. R A N N S Ó K N Tafla I. Stigun gallblöðrukrabbameins. Stigun TNM flokkun 0 Tis, N0, M0 I T1a/b, N0, M0 II T2, N0, M0 IIIA T3, N0, M0 IIIB T1-3, N1, M0 IVA T4, N0-1, M0 IVB T1-4, N2, M0 / T1-4, T0-2, M1 Tis=ekki ífarandi æxlisvöxtur T1a=æxli vaxið í lamina propria T1b=æxli vaxið inn í vöðvalag (muscularis propria) T2=æxli vaxið gegnum vöðvalag og að himnulagi (serosa) T3=æxli vaxið gegnum gallblöðruvegg en ekki í aðlæg líffæri T4=æxli vaxið í aðlæg líffæri eða æðar N0=ekki meinvörp í aðlægum eitlum N1=meinvörp í aðlægum eitlum M0=ekki merki um fjarmeinvörp M1=fjarmeinvörp

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.