Læknablaðið - 01.04.2017, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2017/103 181
með sykursýki og einn í ofþyngd samkvæmt sjúkraskrám. Fjórtán
sjúklingar voru með gallsteina.
Algengasta æxlistegund sjúklinga sem greindust með gall-
blöðrukrabbamein var kirtilfrumukrabbamein (n=19, 79%). Einn
sjúklingur greindist með kirtilþekjukrabbamein og einn með ífar-
andi taugahnoðæxli (paraganglioma) með meinvarp í eitli. Í þrem-
ur tilfellum var greining sett samkvæmt útliti á myndrannsókn-
um og ekki með vefjasýni. Þessir þrír sjúklingar voru allir með
óskurðtækt mein við greiningu.
Níu sjúklingar (9/24, 38%) voru með óskurðtækan sjúkdóm eða
fjarmeinvörp við greiningu staðsett í lifur (n=7), lunga (n=3), líf-
himnu (n=2), húð (n=1), rifbeinum (n=1) og/eða eitlum fjarri gall-
blöðru (n=1). Greining var staðfest hjá 6 sjúklingum með ástungu,
þar af einum í kviðsjáraðgerð en hjá þremur var greining sett með
myndgreiningu til grundvallar. Meðallifun þessara sjúklinga eftir
greiningu var 105 dagar (bil: 22-299). Þessir sjúklingar voru með
stig IVA (n=1) og IVB (n=8) sjúkdóm við greiningu (tafla I).
Sjúklingar greindir fyrir aðgerð með skurðtækt mein
Í heildina greindust 15 sjúklingar (63%) í kjölfar gallblöðrutöku.
Af þeim var á myndgreiningarrannsóknum talið að æxli væri í
gallblöðru fyrir aðgerð hjá 5 sjúklingum (21%). Þar af var einn með
kölkun og einn með sepa í gallblöðru en þrír með fyrirferð sem var
talin krabbamein. Allir þessara sjúklinga höfðu farið í ómskoðun,
fjórir í sneiðmynd og einn í segulómskoðun. Þessir 5 sjúklingar
fóru í framhaldinu í gallblöðrutöku, fjórir með kviðsjártækni, þar
sem breytt var yfir í opna aðgerð hjá einum, og einn í opna aðgerð.
Fjórir sjúklinganna voru með kirtilfrumukrabbamein en einn
með taugahnoðæxli. Einn sjúklinganna fór í viðbótaraðgerð þrátt
fyrir að ábending fyrir slíkri aðgerð væri hjá öllum nema þeim
sem greindist með taugahnoðæxli. Stig þessara sjúklinga reynd-
ust I (n=2), II (n=1) og IIIB (n=2). Ekki varð rof á gallblöðru þessara
einstaklinga í aðgerð samkvæmt aðgerðarlýsingu og reyndust þrír
vera með gallsteina. Enginn þessara sjúklinga hefur greinst með
endurkomu á sjúkdómi en einn lést af öðrum orsökum.
Af þeim 15 sjúklingum sem greindust í kjölfar gallblöðrutöku
voru 10 sjúklingar sem fóru í aðgerð vegna gruns um gallblöðru-
bólgu, það er án vitneskju um krabbamein. Sjúklingarnir höfðu
verið unnir upp með ómskoðun (n=7), sneiðmynd (n=4) og segul-
ómskoðun (n=3). Af engri rannsóknanna var ráðið að um illkynja
sjúkdóm væri að ræða. Allir fóru í gallblöðrutöku með kviðsjá og
var einungis talað um mikla festu í vef í einum sjúklingi. Allir
reyndust með kirtilfrumukrabbamein samkvæmt vefjameina-
fræðisvari, stig II (n=3), IIIA (n=3), IVA (n=2) og IVB (n=2). Hjá
þremur sjúklingum varð rof á gallblöðru fyrir eða í aðgerð og voru
þrír sjúklingar með gallleka í takmarkaðan tíma eftir aðgerð. Tveir
sjúklingar reyndust ekki hafa gallsteina. Tveir sjúklingar fóru í
viðbótaraðgerð. Af þessum 10 sjúklingum greindust 7 með endur-
komu á sjúkdómnum, sex af þeim eru látnir og var meðallifun
eftir aðgerð 205 dagar (bil: 17-649). Einn sjúklingur er á lífi eftir að
hafa greinst með endurkomu í kviðvegg. Þrír sjúklingar til viðbót-
ar voru látnir í lok rannsóknartímabilsins af öðrum orsökum án
endurkomu. Stigun þessara sjúklinga má sjá í töflu IV. Sex sjúk-
lingar (25%) voru á lífi í desember 2015 (tafla IV), 5 án endurkomu
sjúkdóms og var meðallifun frá greiningu 3,7 ár.
Viðbótaraðgerðir eftir greiningu á gallblöðrukrabbameini
Þrír af 14 (21%) sjúklingum, tvær konur og einn karl, allir með
kirtilfrumukrabbamein, fóru í viðbótaraðgerð eftir greiningu.
Enginn sjúklingur fór í aðgerð þar sem gallblaðra ásamt aðlægum
lifrarhólfum var fjarlægð í einni og sömu aðgerðinni. Aðgerðirn-
ar sem voru gerðar voru annars vegar hlutabrottnám á lifur, það
er brottnám á lifrarhólfum IVB og V (n=2) og hins vegar brott-
nám á gallvegum utan lifrar og samtenging lifrarrásar og ásgarn-
R A N N S Ó K N
Tafla IV. Sjúklingar sem gengust undir aðgerð á gallblöðru - staða í lok rann-
sóknartímabils.
n Stig sjúkdóms við greiningu
Á lífi án endurkomu sjúkdóms 5 II (2), IIIA, IIIB (2),
Á lífi, með endurkomu sjúkdóms 1 II
Látnir eftir endurkomu á sjúkdómi 6 II, IIIA (2), IVA (2), IVB,
Látnir af öðrum orsökum 3 I (2), IVB,
Tafla II. Yfirlit yfir sjúklinga greinda með gallblöðrukrabbamein.
Fjöldi greindra sjúklinga,
n=24, (%)
Konur/karlar 16/8
Meðalaldur (bil) 73 (35-89)
Hækkun á einu eða fleiri lifrargildum í blóði 10
Hækkun á æxlisvísum í blóði CEA/Ca19-9 1*/4**
Stig sjúkdóms; I/II/III/IV 2/4/5/13
Kirtilfrumukrabbamein 19 (79)
Óskurðtækur sjúkdómur við greiningu 9 (37)
Grunur um krabbamein fyrir aðgerð 5 (21)
Greindir eftir hefðbundna gallblöðrutöku 10 (42)
Viðbótaraðgerð eftir greiningu 3 (13)
*CEA var mælt hjá fjórum sjúklingum
**Ca19-9 var mælt hjá 9 sjúklingum
Tafla III. Einkenni og stigun sjúklinga með gallblöðrukrabbamein.
Stigun Fjöldi (n=24*) Einkenni
I 2 Kviðverkur (n=2)
II 4 Kviðverkur (n=4)
Gula (n=1)
IIIA 3 Kviðverkur (n=2)
Einkennalaus (n=1)
IIIB 2 Kviðverkur (n=2)
IVA 3 Kviðverkur (n=3)
Gula (n=3)
IVB 10 Kviðverkur (n=7)
Gula (n=2)
Nætursviti (n=1)
Þyngdartap og almennur slappleiki (n=2)
*9 sjúklingar með óskurðtækan sjúkdóm eða meinvörp við greiningu