Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2017, Qupperneq 25

Læknablaðið - 01.04.2017, Qupperneq 25
LÆKNAblaðið 2017/103 185 Tilfelli Heilsuhraust reglusöm kona fædd 1949 fann hnút í vinstra brjósti í apríl 2003. Við ómskoðun á brjóstinu var hnúturinn ómsnauður og þéttur. Hnúturinn var fjarlægður með fleygskurði skömmu síð- ar. Skoðun á sýninu leiddi í ljós þétta íferð plasmafrumna aðlægt kirtilgöngum og kirtilvef, án merkja um illkynja vöxt. Vefjagrein- ing var plasmafrumubrjóstabólga. Eftir þetta var konan frísk þar til í janúar 2006, er hún vakn- aði eina nóttina með sáran verk undir hægra rifjabarði. Hún fór á bráðamóttöku þar sem gerð var ómskoðun af kviðarholslíffærum, sem var eðlileg. Lungnamynd sýndi íferð í hægra lunga sem var túlkuð sem lungnabólga. Konan var meðhöndluð með sýklalyfi og útskrifuð heim. Þremur mánuðum síðar fékk konan aftur takverk í hægri hluta brjóstkassa. Hún leitaði aftur á bráðamóttöku, endur- tekin röntgenmynd af lungum sýndi restar af íferð. Konan fékk aftur sýklalyf og var útskrifuð heim af bráðamóttöku. Mánuði síð- ar fékk hún hita og takverk vinstra megin í brjóstkassa, lungna- mynd sýndi nýja íferð í vinstra lunga. Enn á ný var hún sett á sýklalyf og útskrifuð. Í nóvember 2007 var fengin tölvusneiðmynd af lungum sem sýndi þéttingu um mitt hægra lunga. Mælt var með endur- tekinni rannsókn eftir þrjá mánuði. Í febrúar 2008 sýndi ný tölvusneiðmynd minnkandi þéttingu út við fleiðru í hægra lunga. Í lok árs 2010 fær konan enn öndunarfæraeinkenni sem leiddi til þess að fengin var ný tölvusneiðmynd af lungum. Tölvusneið- myndin sýndi tveggja cm hnútótta íferð, stærri en áður, á sama stað út við fleiðru í hægra lunga. Í framhaldinu var sjúklingi vísað í greiningarferli lungnaæxla á Landspítala. Öndunarpróf og berkjuspeglun var hvort tveggja eðlilegt, nálarsýni úr hnútn- um sýndi trefjavefslungnabólgu (organizing pneumonia). Á þessum tíma var mikil bólgusvörun í blóði, sökk 98 mm/klst. Sterameðferð var hafin, gefið var prednisólón 40 mg daglega. Hnúturinn minnk- aði nokkuð í byrjun, en fór síðan aftur stækkandi. Sterameðferð var aukin en það hafði ekki áhrif á sjúkdómseinkennin. Þegar þarna var komið sögu var sjúkdómurinn talinn illkynja og því var ákveðið að nema breytinguna á brott með opinni skurðaðgerð. Í júní 2011 var gerður fleygskurður á hægra lunga, hnútur- inn var fjarlægður í heild sinni með skurðaðgerð. Við skoðun á sýninu sást örvefsmyndun með bólgufrumum sem voru fyrst og fremst litlar eitilfrumur, einnig sást mikið af plasmafrumum. Gerðar voru ónæmislitanir sem sýndu blöndu af CD-20 og CD-3 jákvæðum eitilfrumum. Mikið sást af fjölstofna plasmafrumum. Bent var á að útlit þessara breytinga væri svipað og sást í brjósta- vefsýninu frá árinu 2003. Í blóðprufu reynist vera lítið paraprótein IgG kappa 0,15g/L. Tekinn var beinmergur sem sýndi fjölstofna plasmafrumnaaukningu. Í janúar 2013 veiktist konan enn á ný með mæði, hita, megrun og almennum slappleika. Blóðprufur fóru versnandi að nýju, með mikilli bólgusvörun eins og áður. Aftur kom verkur undir hægra rifjabarð. Tölvusneiðmynd af kvið sýndi bólguíferð í fitu aðlægt hægra lifrarblaði. Tölvusneiðmynd af lungum sýndi vaxandi þéttingu miðlægt í hægra lunga með eitlastækkunum í miðmæti. Útlit breytinganna vakti grun um krabbamein (mynd 1). Gerð var tölvustýrð grófnálarástunga og sýnataka frá þéttingunni í hægra lunganu. Í þessu sýni sáust sams konar vefjabreytingar og í fyrri sýnum. Að ráði lungnalæknis sjúklingsins voru öll vefjasýnin send til Massachusetts General sjúkrahússins (MGH) í Boston til endur- greiningar. IgG4-tengdur sjúkdómur: Umræða IgG4-tengdur sjúkdómur getur valdið meinsemdum í ýmsum líf- færum. Þessar meinsemdir eru samansettar af þéttri íferð eitil- og Æxli af óþekktum toga: Tilfelli Árni Jón Geirsson1 læknir, Sigríður Þórdís Valtýsdóttir2 læknir, Andrés Sigvaldason1 læknir, Margrét Sigurðardóttir3 læknir T I L F E L L I 1Lyflækningasviði, 2bráðalyfjadeild lyflækningasviðs, 3meinafræðideild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Árni Jón Geirsson, arnijon@landspitali.is Tilfellið og umfjöllunin er birt með leyfi sjúklings. https://doi.org/10.17992/lbl.2017.04.132 Greinin barst blaðinu 13. júlí 2016, samþykkt til birtingar 21. febrúar 2017. IgG4-tengdur sjúkdómur getur valdið meinsemdum í ýmsum líffærum. Hann líkist oft æxli eða bólgu í einu eða fleiri líffærum í senn. Þessar meinsemdir eru samsettar af þéttri íferð plasmafrumna sem tjá IgG4- mótefni á yfirborði sínu. Í blóði getur sést hækkun á IgG4-mótefnum og óþroskuðum plasmafrumum. Eftir því sem sjúkdómurinn þróast, verður örvefsmyndun í þessum meinsemdum og hún ræður svöruninni við meðferð sem byggist á sterameðferð og öðrum ónæmisbælandi lyfjum. Nýlega hefur verið sýnt fram á góða svörun með líftæknilyfinu rituximab. Lýst er sjúkrasögu konu sem greindist með hnút í brjósti og fyrirferð í lunga sem reyndist eftir langa greiningartöf vera IgG4-tengdur sjúkdómur þar sem meðferð með rituximab gaf sjúkdómshlé. Á G R I P • Marktækt betri árangur við að hætta að reykja en með notkun búprópíons, nikótínplástra (21 mg) eða lyfleysu í vikum 9-12 og vikum 9-241 • Ekki marktækt aukin áhætta á taugageðrænum aukaverkunum* samanborið við notkun lyfleysu við að hætta að reykja, óháð sögu um geðraskanir1 • Hjálpar til við að hætta að reykja með því að hindra verkun nikótíns og draga úr þörf fyrir reykingar2,3,4 • Þolist vel og hentar flestum fullorðnum reykingamönnum sem vilja hætta að reykja1,3 Hætt að reykja: Bentu sjúklingum þínum á árangur meðferðar með CHAMPIX® Nikótínlaus leið til að hætta að reykja 3 Fylgstu með reynslu sjúklinga þinna, svo þú sjáir árangurinn Ábending: Notað hjá fullorðnum til að hætta reykingum3. Upplýsingar um CHAMPIX® (vareniclin) er að finna í blaðinu. Heimildir: 1. Anthenelli RM, et al. Lancet 2016, 22. apr. doi: 10.1016/S0140-6736(16)30272-0 [Rafræn útgáfa áður en prentuð útgáfa kom út]. 2. Jorenby DE, et al. JAMA 2006;296:56-63. 3. CHAMPIX Samantekt á eiginleikum lyfs, júlí 2016. 4. West R, et al. Psychopharmacology 2008;197:371-377. 5. Pisinger CH. Behandling af tobaksafhængighed - Anbefalingar til en styrket klinisk praksis. 2011 Sundhedsstyrelsen. *16 meðalalvarlegar og alvarlegar taugageðrænar aukaverkanir, þ.m.t.: kvíði, þunglyndi, óeðlileg líðan, fjandsamleg hegðun (teljast mjög alvarlegar aukaverkanir), æsingur, árásargirni, ranghugmyndir, ofskynjanir, manndrápshugsanir, oflæti, ofsahræðsla, vænisýki, geðrof, sjálfsmorðshugsanir, sjálfsmorðshegðun og sjálfsvíg (teljast meðalalvarlegar eða alvarlegar aukaverkanir). PF I-1 6- 12 -0 1 PP -C H M -D N K- 00 62 Tóbaksfíkn er ástand sem hægt er að líkja við langvinnan sjúkdóm. Yfirleitt er ávanabinding mikil, sambærileg við áfengissýki eða misnotkun vímuefna.5

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.