Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 31
LÆKNAblaðið 2017/103 191
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
og vinna með ráðuneytinu við að þróa
heilbrigðiskerfið í rétta átt.
Margar fyrirspurnir
Að loknu ávarpi ráðherra var opnað fyr-
ir umræður og þá kom fram að læknar
vildu ræða ýmis mál við hann. Meðal þess
fyrsta sem fram kom var spurningin hvort
ekki væri hægt að flýta byggingu nýs spít-
ala og búa sem fyrst til „mulningsvél fyrir
biðlistana“ eins og Pálmi Jónsson orðaði
það.
Ráðherra sagði að bygging spítalans
væri langtímaverkefni sem hefði verið í
undirbúningi í rúmlega 40 ár, eða frá ár-
inu 1975. Núverandi áætlun kveður á um
að byggingu meðferðarkjarna skuli lokið
2023 og ekki mætti draga í efa vilja ríkis-
stjórnarinnar til að flýta því verki eins og
hægt væri. Þar væri hins vegar sá vandi á
höndum að hér ríkti húsnæðisskortur, auk
þess sem ferðamannastraumurinn kallaði
á þvílíka uppbyggingu á Keflavíkur-
flugvelli að vandséð væri að íslenskur
byggingariðnaður réði við mikið annað á
næstu árum.
Spurningarnar dundu á ráðherra sem
var krafinn svara um hvernig hann vildi
leysa mönnunarvanda spítalans, hvort
hann ætlaði að breyta meðferð kærumála,
hvort sveitarfélögin réðu nokkuð við
öldrunarþjónustuna, hvort hann hefði
kynnt sér mygluna á fæðingardeildinni
og í aðalbyggingunni, hvort ekki þyrfti
að efla rannsóknir á spítalanum og koma
upp hugmyndabanka eða því sem á ensku
nefnist Think Tank.
Jú, ráðherra vildi gjarnan koma upp
hugmyndabanka, það væri eiginlega til-
gangurinn með verkefninu „Upp úr skúff-
unum“. Þar vildi hann gjarnan eiga gott
samstarf við lækna. Hann eyddi talsverðu
púðri í að svara fyrirspurn Vilhelmínu
Haraldsdóttur um hvernig hann hygðist
bregðast við auknum lyfjakostnaði sem
bitnar jafnt á spítalanum sem sjúklingum,
ekki síst þeim sem takast á við krabba-
mein. Hann sagðist strax hafa fengið um
það ábendingu að lyfjakaup spítalans
væru vanfjármögnuð og lyfin alltaf að
verða dýrari. Þetta væri sami hausverk-
urinn í öllum löndum og eitt af stóru verk-
efnunum sem þyrfti að taka á.
Loks kom fyrirspurn frá Ragnari Frey
Ingvarssyni um fráflæðivanda spítalans
og hvort ekki væri brýnt að byggja eins
og eitt hjúkrunarheimili í snatri. Jú, það
vantar fleiri en eitt, sagði Óttarr og bætti
því við að um það eins og byggingu nýs
spítala gilti það sem hann hefði áður sagt
að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins lyki
aldrei, það væri eilífðarverkefni. En nú var
klukkutíminn sem fundinum var skammt-
aður á enda og lokaorð nýs heilbrigðisráð-
herra voru þessi:
– Þetta eru orðin, nú haldið þið mér við
verkin. Takk fyrir mig! Svo kvaddi hann
lækna í Hringsal og líka þá sem fylgdust
með úr Blásölum. Þeir kvöddu hann á
móti með dúndrandi lófaklappi.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra skiptist á skoðunum við lækna og annað starfsfólk Landspítalans. Við hlið hans stendur Reynir Arngímsson formaður læknaráðs, en sitjandi fjærst
í fremstu röð eru aðstoðarmenn ráðherra, Unnsteinn Jóhannsson og Sigrún Gunnarsdóttir. Mynd ÞH.