Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2017, Page 32

Læknablaðið - 01.04.2017, Page 32
192 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Það hefur ekki farið mikið fyrir Lækninga- minjasafninu í fréttum að undanförnu. Kannski engin furða, því eins og Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands orðaði það við blaðamann Læknablaðsins gufaði það eiginlega upp eftir að Sel- tjarnarnesbær neitaði að endurnýja samn- ing um byggingu og rekstur safnsins sem rann út í árslok 2012. En nú er svo að heyra að eitthvað gæti gerst í fokhelda safnhús- inu hjá Nesstofu á næstunni. Saga Lækningaminjasafnsins hefur áður verið rakin hér í blaðinu, síðast í marsblaði ársins 2013. Það er í raun sorgar- saga því safnið varð í raun Hruninu að bráð eins og svo margt annað í íslensku samfélagi. Sitthvað vantaði upp á raun- hæfa áætlanagerð um byggingu safn- hússins og rekstur þess ef marka má úttekt sem Ríkisendurskoðun gerði á safninu árið 2014. Þegar það varð ljóst voru menn að kljást við afleiðingar Hrunsins og engir peningar fengust til safnsins. Margar hindranir Svo er allt hljótt fram á vor 2016. Þá gengu forsvarsmenn Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar á fund stjórnar LÍ og báðu hana að gera nú úrslitatilraun til þess að blása lífi í safnið. Þá var staðan sú að húsið lá – og liggur enn – undir skemmdum en safngripirnir og húsið sem keypt var yfir þá í Bygggörðum 7 á Seltjarnarnesi eru í eigu Þjóðminjasafns- ins. Safnhúsið er enn formlega í eigu Seltjarnarnesbæjar því engar sögur fara af því að samningaviðræður bæjarfélagsins við menntamálaráðuneytið hafi farið fram, hvað þá borið árangur. Raunar var það dæmigert fyrir þennan söguþráð að á hann kom sú lykkja árið 2013 að málefni „íslenskrar þjóðmenn- ingar“ færðust úr ráðuneyti menntamála yfir í forsætisráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sú breyting er nú gengin til baka en þetta flækti sögu Lækninga- minjasafnsins óneitanlega og dró hana á langinn. Eftir fundinn með áhugamönnum um sögu læknisfræðinnar ákvað stjórn LÍ að gera enn eina tilraunina til þess að leiða þetta mál til lykta. Skipaður var starfshóp- ur sem í áttu sæti fjórir læknar: Steinunn Þórðardóttir, Jón Jóhannes Jóhannsson, Steinn Jónsson og Högni Óskarsson. Og viti menn: Þann 14. október 2016 birtist ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Verður Lækningaminjasafn á Seltjarnarnesi að veruleika? Þakið á Lækningaminjasafninu er með betri stöðum á höfuðborgarsvæðinu til norðurljósa- og stjörnuskoðunar. Myndir: –ÞH

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.