Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 34

Læknablaðið - 01.04.2017, Síða 34
194 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R minjasafnið. Honum leist vel á húsið en fannst það of stórt til að búa í því. Hann fór hins vegar á flug þegar við hittumst og hann fór að velta fyrir sér möguleikum þessa húss, sagði Högni. Luckett sá fyrir sér fjölnotahús þar sem hægt yrði að vera með sýningar af ýmsu tagi, allt frá læknis- og líffræði, lýðheilsu og náttúruvernd yfir í norðurljósa- og stjörnuskoðun sem þakið á húsinu hent- ar vel fyrir. Einnig væri hægt að koma þar fyrir veitingahúsi. – Hann kynnti þessar hugmyndir fyrir bæjarstjórn Sel- tjarnarness og benti þeim meðal annars á að það mætti spara töluvert í innrétting- um hússins með því að nota tölvutækni til þess að skipta húsinu upp í stað þess að kaupa dýrar innréttingar, sagði Högni. Samtímadeild Listasafnsins Þá kemur að hlut Listasafns Íslands. Hall- dór Björn Runólfsson sem lét af stöðu for- stjóra Listasafnsins í byrjun ársins tók þátt í hugmyndasmíðinni með Luckett, Högna og fleirum. Hann hafði sótt myndlistar- sýningu á Nesinu sumarið 2015 sem bar nafnið Listería sem hljómar kunnuglega í eyrum lækna. Þar voru meðal annars sýnd verk eftir Finnboga Pétursson hljóð- listamann og þá blasti við honum lausn á ákveðnum vanda sem Listasafnið glímir við. – Við höfum verið að leita að hentugu húsnæði fyrir nýja deild við safnið sem við köllum Samtímadeild Listasafnsins, sagði Halldór Björn við blaðamann. – Þar gætum við sýnt nútímaverk eins og þau sem Finnbogi gerir og einnig verk sem gerð eru í margmiðlun, svonefnd víd- eólistaverk og fleira í þeim dúr. Þetta hús er kjörið fyrir slíka deild og getur vel rúmast þar ásamt lækningaminjasafni. Reyndar var ég beðinn um að sýna fram á hvernig hægt væri að nýta húsið og átti ekki í neinum vandræðum með að koma þar fyrir tveimur söfnum, aðstöðu fyrir kennslu og ráðstefnuhald ásamt kaffi- og veitingasölu, sagði Halldór Björn. Hann bætti því við að hann hefði rætt þessar hugmyndir við fjölda listamanna sem hefðu hrifist af þeim. Einnig sagði hann ráðamenn Seltjarnarnesbæjar sjá talsverða möguleika í því að fá veitingasölu í húsið, hún gæti nýst til að efla útivist og heim- LANDSPÍTALI ... ÞJÓNUSTA VIÐ LÍFIÐ SJÁLFT NÁMSSTÖÐUR DEILDARLÆKNA Í ÖLDRUNARLÆKNINGUM VIÐ LANDSPÍTALA Lausar eru til umsóknar námsstöður deildarlækna í öldrunarlækningum við Landspítala. Um fullt starf og nám er að ræða og eru stöðurnar veittar til eins árs frá 1. september 2017 eða eftir samkomulagi en möguleiki er á skemmri eða lengri ráðningu. Starfsnámið er fjölbreytt og tekur til allra þátta öldrunarlækninga. Einnig er starfsnámið gott innlegg til sérnáms í öldrunar-, heimilis- og lyflækningum og fleiri greinum sem og góð endur- menntunarstaða fyrir starfandi heimilislækna. Þá má benda á möguleikann á starfsþjálfun í öldrunarlækningum sem viðbótarsérgrein við heimilislækningar, sem er nýjung í sérfræði- reglugerð lækna á Íslandi. Starfsvettvangur er á Landakoti og í Fossvogi. Vaktir eru á Landakoti. Umsóknarfrestur er til og með 15.05.2017 Sjá nánari upplýsingar um starfið á heimasíðu Landspítala; www.landspitali.is/mannaudur Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Þegar blaðamaður var á ferð hafði Hönnunarmars lagt húsið undir textílsýningu. Afgamlir fætur í formalíni. Úr safni Níelsar Dungal sem er innan vébanda Lækn- ingaminjasafnsins. Dæmi um holds- veiki á höndum og fæti, líklega frá Holdsveikispítalan- um í Laugarnesi.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.