Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2017, Qupperneq 43

Læknablaðið - 01.04.2017, Qupperneq 43
LÆKNAblaðið 2017/103 203 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Íslands starfað á grundvelli svæðafé- laga sem var auðvitað algerlega rökrétt á sínum tíma. En nú eru svæðafélögin mörg hver orðin ansi fámenn á sama tíma og sérgreinafélögin hafa verið að eflast. Ég held að það væri eðlileg þróun að sérgreinafélögin geri sig hægt og rólega meira gildandi. Það er mikilvægt að rödd þeirra heyrist enn betur innan læknasam- takanna, segir Davíð. Sérhæfing eða almennar lyflækningar? Aukin sérhæfing hefur verið mikilvæg í framþróun læknisfræðinnar og að mörgu leyti algerlega eðlileg, ekki síst í ljósi mik- illa tækniframfara á undanförnum áratug- um. Á mörgum sviðum læknisfræðinnar hefur nýr tækjabúnaður litið dagsins ljós og mörg tækjanna eru þess eðlis að tölu- verða sérþekkingu og þjálfun þarf til að beita þeim. Davíð segir að aukin tækni- væðing leiði í flestum tilvikum til betri meðferðarúrræða en það sé mikilvægt að gleyma því ekki að margir sjúklingar í dag eru aldraðir og með fleiri en einn langvinnan sjúkdóm og þeir þurfa því jafnframt breiða og almenna nálgun að sínum vandamálum. – Áður fyrr voru læknar kannski fyrst og fremst lyflæknar en höfðu viðbótar áhuga á ákveðnu sérsviði. Síðustu 3-4 áratugina eða svo hafa undirsérgreinarn- ar hins vegar verið að eflast og þeir sem hafa lagt stund á þær orðið æ sérhæfðari á kostnað þekkingarinnar í almennum lyflækningum sem þeir hafa þó flestir lokið fullu sérnámi í. Það má ef til vill segja að aukin sérhæfing hafði orðið til þess að læknar hafi vitað meira og meira um minna og minna. Núna er veruleikinn hins vegar að breytast, öldruðum fjölgar mjög ört og margir þeirra hafa mörg langvinn vandamál, ekki bara hjartasjúk- dóm eða lungnasjúkdóm, nýrnasjúkdóm eða sykursýki, heldur gjarnan þetta allt saman. Þá eykst eftirspurnin eftir læknum sem hafa breiðari sýn á sjúklinginn, í stað sérfræðinga sem líta kannski bara á stök líffæri eða líffærakerfi. Lyflæknar hafa víðtæka grunnmenntun þótt flestir hafi sérhæft sig frekar eftir almennt nám. Það er mjög gagnlegt fyrir heilbrigðiskerfið að geta nýtt sér þessa þekkingu sem felst í breiðri nálgun lyflækna. Skiljanlega hafa læknar mestan áhuga á að starfa að sinni undirsérgrein, en við þurfum líka að fá þá til að sinna þessum almennu verkefnum að einhverju leyti. Þetta hefur verið reynt á Landspítala með því að fá lyflækna til þess að vinna á vöktum, svo sem á al- mennum lyflækningadeildum og á bráða- móttökum, þó þeir nýti kannski 70-80% af sínum vinnutíma hjá undirsérgreininni. Þegar sjúklingurinn kemur inn á bráða- móttöku er hann yfirleitt ekki með merki- miða á sér sem segir hvaða sérgrein hann tilheyrir svo það þarf að nálgast hann frá breiðu sjónarhorni. Síðar í ferlinu er svo mjög oft þörf fyrir aðkomu sérfræðinga á þrengra sviði en í upphafi þarf að skoða sjúklinginn sem eina heild. Þar teljum við að almennar lyflækningar hafi mjög veiga- miklu hlutverki að gegna, segir Davíð. Tækniframfarir auka sérhæfingu Þrátt fyrir þessi viðhorf til almennra lyflækninga er Davíð nýlega tekinn við sem yfirlæknir á stórri og mjög sérhæfðri Davíð O. Arnar, for- maður Félags íslenskra lyflækna og yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala. Mynd ÞH.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.