Læknablaðið - 01.04.2017, Page 44
204 LÆKNAblaðið 2017/103
*
• Góð blóðsykursstjórn1
• Marktækt minni hætta á blóðsykursfalli að
næturlagi samanborið við glargíninsúlín2, 3
• Sveigjanleg tímasetning lyfjagjafa þegar þörf
krefur – einu sinni á dag1
* Við meðferð með Tresiba náði yfir helmingur einstaklinga með sykursýki af tegund 2 HbA1c ≤53 mmól/mól (7%).
4 Í heimildum 2 og 3 náðist aðalendapunktur HbA1c.
TRESIBA
(deglúdekinsúlin)
Grunninsúlín til meðferðar
við sykursýki hjá fullorðnum
og börnum frá 1 árs aldri1
Fl
ex
To
uc
h®
o
g
Tr
es
ib
a
(in
su
lin
d
eg
lu
de
c)
e
ru
s
kr
ás
et
t
vö
ru
m
er
ki
N
ov
o
N
or
di
sk
A
/S
Tresiba® – Ný tegund insúlín
s
– 42 klukkustunda verkun,
gefið einu sinni á dag
1
LÆKKAR
IS
/T
B
/0
71
6
/0
2
8
5
f
e
b
2
0
17
Pantone litir:
Hjarta: Rautt: 200C
Letur: Grátt: 424C
CMYK litir:
Hjarta: Cyan: 10, Magenta: 100, Yellow: 100, Svart: 20
Letur: Cyan: 10, Magenta: 10, Yellow: 10, Svart: 60
Umboðsaðili á Íslandi deglúdekinsúlin
1
deild, hjartadeild Landspítala. Þar starfa
22 hjartalæknar, margir hverjir einnig
almennir lyflæknar, auk fjölda annars
starfsfólks. Það fer góðum sögum af
hjartadeildinni en hvernig metur nýr yfir-
læknir stöðu deildarinnar?
– Staðan innan hjartalækninga er
almennt mjög góð. Það er vel mannað
af sérfræðilæknum og við búum við þá
eftirsóknarverðu stöðu í augnablikinu að
það er mikill áhugi hjá þeim sem klára
sérnám erlendis á að koma til okkar í
vinnu að því loknu. Þetta er öflugur hópur
hjartalækna sem starfar hjá okkur og góð
breidd bæði hvað varðar aldursdreifingu
og þekkingarsvið. Sérhæfingin hefur farið
vaxandi innan hjartalækninga undanfarin
ár og orðið mun sjaldgæfara að læknar
séu jafnvígir á öll verkefni. Kransæða-
inngrip, meðferð hjartsláttartuflana,
myndgreining, þar með talið ómskoðun,
og meðferð hjartabilunar eru til að mynda
orðnar sérstakar undirsérgreinar innan
hjartalækninga. Þessi mikla sérhæfing er
nauðsynleg til að veita sjúklingnum sem
besta þjónustu. En jafnframt leggjum við
áherslu á að hjartalæknar komi að almenn-
um verkefnum innan sérgreinarinnar eins
og starfi á legudeildum, ráðgjafarþjónustu,
bráðaþjónustu Hjartagáttar og vöktum.
Sömuleiðis hafa hjartalæknar tekið virkan
þátt í að leggja almennum lyflækningum
lið. Þetta hjálpar til við að halda faglegri
víðsýni. Það er mikilvægt á hjartadeildinni
að hafa í huga að skjólstæðingar okkar
hafa margir hverjir aðra langvinna sjúk-
dóma eins og sykursýki, nýrnabilun og
langvinnan teppusjúkdóm í lungum. Það
er ekki síður þörf á að huga að þessum
vandamálum auk hjartasjúkdómsins.
Það hafa orðið örar tækniframfarir í
hjartalækningum og aðgengi sjúklinga að
sérhæfðum meðferðarkostum fer vaxandi.
Þannig er bráð kransæðavíkkun orðin
kjörmeðferð við bráðri kransæðastíflu og
hjartaþræðingastofan opin allan sólar-
hringinn allan ársins hring til að sinna
þessum hópi sjúklinga. Árangur af með-
ferð bráðrar kransæðastíflu hefur farið
verulega batnandi frá því þessi meðferð
var tekin upp síðla árs 2003 og er nú með
því sem best gerist á Landspítala í alþjóð-
legum samanburði. Þá er farið að skipta
um ósæðarlokur með þræðingartækni hér-
lendis hjá völdum hópi sjúklinga og lofar
sú meðferð mjög góðu. Brennsluðagerðir
við gáttatifi eru að verða besti meðferðar-
kosturinn við þeim algenga sjúkdómi og
notkun bjargráða við sleglatatruflunum
hefur farið vaxandi. Þá hafa tvíslegla-
gangráðar gefist vel sem meðferð við
hjartabilun og á síðasta ári hóf Landspítali
notkun á nýjum agnarsmáum gangráð-
um sem eru settir beint inn í hjartað með
þræðingartækni. Það er ýmislegt annað
mjög spennandi í farvatninu og gríðarlega
mikilvægt fyrir okkur að fylgja þeirri
tækniþróun sem verður hjá nágranna-
þjóðunum.
Gjafafé mikilvægt til að efla
tækjakostinn á deildinni
– Tækjakostur deildarinnar er almennt
nokkuð góður og við höfum notið mikils
velvilja almennings hvað varðar gjafafé,
heldur Davíð áfram. – Við höfum til að
mynda getað keypt tvö ný hjartaþræðinga-
tæki á síðustu fjórum árum, sem skiptir
okkur miklu máli. Þar hefur Styrktar-
sjóður Jónínu S. Gísladóttur reynst okkur
framúrskarandi vel. Það vantar talsvert
upp á að framlag til tækjakaupa frá ríkinu
sé nægilegt og ef ekki kæmi til verulegt
gjafafé værum við alls ekki vel stödd.
Við höfum verið að leggja aukna
áherslu á dag- og göngudeildarþjónustu á
hjartadeildinni. Í raun eru það bara allra
veikustu sjúklingarnir sem leggjast orðið
inn á legudeild. Mjög margir sem er sinnt
á bráðahluta Hjartagáttar geta farið heim
eftir rannsóknir og meðferð. Sömuleiðis
fara flestir sem koma til inngripa, eins
og hjartaþræðinga og kransæðasvíkkana
á dagdeildum, heim samdægurs, sem er
mikil framför. Mikilvægi þverfaglegra
göngudeilda fer sömuleiðis vaxandi.
Gott dæmi um slíkt er göngudeild hjarta-
bilunar, sem hefur gengið mjög vel, og
göngudeild gangráða og bjargráða. Þar
vinna læknar, hjúkrunarfræðingar, líf-
eindafræðingar og eftir atvikum aðrar
stéttir saman, oft að flóknum og erfiðum
vandamálum.
Þá er það mikill kostur að hafa fjöl-
breytt tækifæri til vísindarannsókna í
hjartalækningum, meðal annars í sam-
starfi við framúrskarandi stofnanir eins
og Íslenska erfðagreiningu og Hjartavernd
og þátttöku í fjölþjóðlegum rannsóknum,
bæði hvað varðar ný lyf og tæki. Það eflir
akademískan prófíl deildarinnar og er
skemmtileg tilbreyting frá daglegu amstri.
Við þurfum að vera samkeppnisfær
um starfsfólk og þar erum við vel stödd
í augnablikinu. Þetta á við um lækna en
ekki síður hjúkrunarfræðinga, lífeinda-
fræðinga, sjúkraliða og fleiri stéttir. Svona
stór deild með gríðarlega umfangsmikla
starfsemi er þó mjög viðkvæm hvað varðar
mönnun, það má ekki mikið út af bera til
þess að við lendum í vandræðum með að
manna allar vinnustöðvar deildarinnar á
hverjum degi. Við njótum þess, sem betur
fer, að mikill áhugi er meðal hjartalækna
á að koma heim til starfa að loknu námi,
segir Davíð O. Arnar og bætir því við
að húsnæðið þrengi að hjartadeildinni
eins og mörgum öðrum deildum innan
Landspítala.
Starfsemi sem er alltaf að aukast þarf
sífellt meira pláss. Húsnæði hjartadeildar
er komið til ára sinna og stenst í raun tæp-
ast þær kröfur sem eru gerðar til nútíma
sjúkrahúss. Það sem skiptir þó mestu í
þessu er að á hjartadeildinni vinnur sam-
hentur hópur að áhugaverðum verkefnum
á hverjum degi og það er kannski kjarninn
í þessu öllu.
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R