Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2017, Qupperneq 50

Læknablaðið - 01.04.2017, Qupperneq 50
210 LÆKNAblaðið 2017/103 Siðfræðiráð Læknafélags Íslands Svanur Sigurbjörnsson formaður siðfræðiráðs LÍ svanurmd@gmail.com Siðfræðiráð Læknafélags Íslands hefur undanfarna tvo vetur haft í mörg horn að líta. Ráðið hafði endurskoðað Codex Ethicus árið 2013 en ýmislegt breyttist eftir að sérstök lög um lækna voru af numin og mál lækna féllu undir lög um heilbrigðis- starfsmenn. Einnig eru læknar bundnir af ákvæðum laga um landlækni og lýðheilsu. Árið 2006 samdi þáverandi landlæknir, Sigurður Guðmundsson, í samráði við læknafélögin, siðferðilegar fagleiðbein- ingar; Góðir starfshættir lækna, sem var góð viðbót við siðareglurnar. Líkt og þær hafa fagleiðbeiningar landlæknis lagalegt gildi komi til dómsmála varðandi starf lækna. Við afnám sérstakra laga um lækna var einnig afnumið sérstakt bann við að lækn- ar auglýstu starfsemi sína nema þegar þeir opnuðu stofu eða fluttu. Nú mega lækn- ar auglýsa en nýr kafli í siðareglunum kveður á um að: [16. gr.] „Við kynningu á læknisþjónustu skal veita nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar og hafa öryggi þeirra að leiðarljósi sem leita eftir þjónust- unni. Kynni læknir sjálfan sig og starfsemi [...] skal hann birta eða vísa í siðareglur lækna með aðgengilegum hætti. [20. gr.] Læknir má ekki veita rangar, ófullnægj- andi eða villandi upplýsingar í auglýsing- um [...].“ Siðfræðiráðinu er ekki kunnugt um annað en að læknum hafi gengið vel að höndla þetta nýfengna frelsi og þeir hafi ekki farið hamförum í auglýsingum á starfsemi sinni. Þar hjálpar eflaust til að margir læknar þyrftu jafnvel frekar að leyna starfsemi sinni en hitt, til að minnka vinnuálagið. Verkfall lækna um áramótin 2014-2015 var hið fyrsta í sögu lækna hérlendis. Það var skynsamlega útfært með stigvaxandi þunga og alltaf var tryggð lágmarks- mönnun og öryggi sjúklinga. Að öllu jöfnu hefði talist ámælisvert að læknar færu í verkfall en kringumstæðurnar voru um margt sérstakar. Í greiningu ráðsins kom fram að það var einkum þrennt sem knúði á um nauðsyn verkfalls: Laun lækna höfðu dregist aftur úr í launaþróun háskólamenntaðra starfsstétta. Alvarlegur læknaskortur var staðreynd víða meðal sérgreina og starfsstöðva. Þetta bitnaði á þjónustu og öryggi vissra sjúklingahópa var í yfirvofandi hættu. Læknar komu ekki heim úr sérnámi og þeir sem heima voru sóttu í vaxandi mæli til útlanda. Hagsmunir lækna, heilbrigðiskerfisins og skjólstæðinga þeirra fóru saman og það varð að bæta bæði kjör og starfsaðstöðu lækna til að snúa þessari óheillaþróun við. Í ljósi þessa var mikill stuðningur með- al almennings við kjarabaráttu lækna, sem var einnig hluti af enduruppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Forsvarsmenn stóðu sig vel í hvívetna og ágætar kjarabætur fengust fyrir flesta hópa lækna. Á fundi norrænna siðfræðiráða lækna um haustið kom í ljós almennur skilningur á að- gerðunum þó að ljóst væri að norrænum starfssystkinum okkar þótti mikilvægt að verkfall væri síðasta úrræði. Siðfræðiráðið hefur nú í tvo vetur staðið að málfundum um siðferðismál í þeim tilgangi að örva og þróa siðferði- lega umræðu á meðal lækna. Rætt var um opna rafræna sjúkraskrá, líknardráp / dánaraðstoð og nú í vor á að ræða um kynskipti, en nýtt lagafrumvarp er í smíð- um um það málefni. Síðustu ár hefur ráðið lagt inn umsagnir um ýmis frumvörp og reglugerðir í vinnslu, meðal annars um staðgöngumæðrun og upplýsingaskyldu klínískra rannsakenda. Í október 2016 samþykktu Alþjóða- samtök lækna (WMA) svokallaða Tæpei- yfirlýsingu um siðræn mál gagnabanka og lífsýnabanka á heilbrigðissviði.1 Sú yfirlýsing á eflaust eftir að hafa áhrif á lagasetningar um þessi mál víða um heim. Fráfarandi formaður siðfræðiráðsins, Jón Snædal, hefur verið í sterku sambandi við WMA og í samráði við stjórn LÍ hefur verið ákveðið hýsa hér heimsþing WMA haustið 2018. Það verður stór viðburður. Í tengslum við þingið verður tveggja daga ráðstefna um siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu, en það er nýjung. Siðferðilegum álitamál fjölgar eftir því sem úrræðum fjölgar. CRISPR-erfðatækn- in vekur fjölmargar spurningar sem við læknar og allt þjóðfélagið þurfum að tak- ast á við tímanlega. Kennsla í klínískri aðferð; samskipta- fræðum, sálfræði og siðfræði heldur áfram að þróast í læknadeild. Bryndís Benedikts- dóttir, prófessor í námsgreininni, lagði fram í desember 2015 skriflega tillögu til heilbrigðisvísindasviðs HÍ um að sviðið stofnaði fasta kennslustöðu um siðfræði fyrir allt sviðið. Stjórn sviðsins tók vel í erindið en treysti sér ekki til að stofna stöðuna strax. Ráðinn var læknir í heim- spekinámi í aðjúnktstöðu þennan vetur til kennslunnar, sem vonandi fær að þróast frekar innan heilbrigðisvísindasviðsins. Í siðfræðiráði LÍ eru 7 læknar sem fjalla fræðilega um siðferðismál í heilbrigð- iskerfinu og eru skipaðir til tveggja ára í senn. Ráðið hvetur þá lækna sem hafa áhuga á því að starfa í ráðinu að senda LÍ bréf. Það eru mörg afar áhugaverð um- fjöllunarefni framundan næstu ár og við í ráðinu vonumst til að eiga virkt samband við lækna til framþróunar í siðfræðilegri umræðu stéttarinnar. 1. wma.net/en/30publications/10policies/d1/index.html – mars 2017. Af siðfræðiráði LÍ – spennandi verkefni framundan Fyrsti ß3-örvinn við ofvirkri þvagblöðru1,2 Hefur áhrif á öll aðaleinkenni ofvirkrar þvagblöðru1,2 Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu1,2 Það er munur á Betmiga og andmúskarínlyfjum Hefur þú leitt hugann að andkólínvirkri byrði hjá sjúklingum á meðferð við ofvirkri þvagblöðru? BET-177020-IC 03.2017 Tíðni munnþurrks sambærileg við lyfleysu1,2 Heimildir: 1. Khullar et al. European Urology 63;(2013):283–295. 2. Nitti et al. J Urol 2013;189:1388–1395. Vistor hf. | Hörgatúni 2 | 210 Garðabæ | Sími 535 7000 | www.vistor.is Betmiga 25 mg og 50 mg forðatöflur. ▼Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Heiti virkra efna: Hver tafla inniheldur 25 mg eða 50 mg af mirabegroni. Ábendingar: Meðferð við einkennum, þ.e. bráðaþörf, aukinni tíðni þvagláta og/eða bráðaþvagleka sem geta komið fyrir hjá fullorðnum sjúklingum með heilkenni ofvirkrar þvagblöðru. Frábendingar: Mirabegron má ekki nota hjá sjúklingum með ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna og ekki hjá sjúklingum með verulegan háþrýsting sem ekki hefur náðst stjórn á og er skilgreindur er sem slagbilsþrýstingur ≥180 mm Hg og/eða þanbilsþrýstingur ≥110 mm Hg. Markaðsleyfishafi: Astellas Pharma Europe B.V., Sylviusweg 62, 2333 BE Leiden, Holland. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.