Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.05.2017, Page 43

Læknablaðið - 01.05.2017, Page 43
LÆKNAblaðið 2017/103 255 æðaskurðlæknir, hafði fengið góða þjálfun í því, og tók því flest aneurysmatilfelli (æðagúlar) að sér nema ef hann var í löngu fríi. Þetta gekk mjög vel og kom sér mjög vel. Hér þurftum við að vera færir í flestan sjó og því hefði enn frekari þjálfun komið að miklum notum. Eitt sem vantaði tilfinnanlega hér, í ljósi aðstæðna, var ein- hvers konar aðstaða til að kynna sér betur fyrirfram fyrirhugaðar aðgerðir og meiri samvinna við meinafræðideild. Í heilaað- gerðum er ekkert svigrúm svo aðgerðin verður frá upphafi að vera hnitmiðuð upp á millimeter. Þetta hefur auðvitað mikið lagast með nútímaþjálfun og breyttri tækni og tilkomu ýmissa tækja bæði til greiningar og á skurðstofu. Eins var með aðstöðu og tíma fyrir vísindalegar rannsóknir. Hún var engin. Samt tókst að skrifa greinar um klínísk málefni en hefði þurft að vera miklu meira. Í þessu sam- bandi verð ég þó því miður að nefna að mér fannst, með allri virðingu, að lækna- deild HÍ hafi ekki sýnt okkur nægilegan áhuga og látið hjá líða að hvetja okkur til dáða eða styðja við okkur innan háskóla- deildarinnar. Skal engum getum að því leitt hvers vegna þetta var svona en við fundum stundum til þess! Hér bættist þó við heill kafli í sögu læknisfræði á Íslandi! Við fengum samt að kenna læknastúdent- um öðru hverju en það stóð jafnan stutt. Gott hefði einnig verið að fá hingað árlega einhvern klínískan ráðgjafa eða umsjónar- mann, reyndan mann sem hefði farið yfir starfsemina og í okkar tilfelli gefið um- sögn og góð ráð. Það varð aldrei en því má bæta við í þessu sambandi að eftir því sem við heyrðum fengum við alltaf hina bestu umsögn bæði sjúklinga og kollega okkar erlendra sem til okkar þekktu. Það var mikið gæfuspor fyrir okkur Bjarna, fyrir deildina og fyrir þjóðina alla þegar tókst 1987 og 1988 að ráða á deildina tvo nýja sérfræðinga, Aron Björnsson og Þóri S. Ragnarsson. Þeir höfðu báðir verið aðstoðarlæknar hjá okkur og voru báðir hálærðir sérfræðingar í heilaskurðlækn- ingum, annar frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, hinn frá Bandaríkjunum. Þetta létti mikið á okkur félögunum því auk þess að vera frábærir skurðlæknar bættu þeir við nýjum hugmyndum og aðferðum, til dæmis styttum legutíma. Aðrir sérfræðingar bættust síðan við, svo sem Garðar Guðmundsson og Hulda Brá Magnadóttir, sem bæði fluttu sig svo um set, og nú allra síðast Halldór Skúlason. Nær allir hafa þessir einstaklingar unnið og verið í námi hjá okkur og eru þeir og aðrir sem bæst hafa við nú orðnir nær 20 talsins. Þar af vinna nú fjórir sérfræðingar á deildinni. Um stefnu deildarinnar al- mennt í læknavísindum er svo gaman að hugsa til þess að þegar við Bjarni komum til Íslands og eftir það lengi vel mátti segja að „andi Cushings“ svifi yfir vötnunum en nú er það andi „Olivekrona“ sem það gerir. Yfirlæknir heila- og taugaskurðdeild- ar nú er Aron Björnsson og aðrir sér- fræðingar eru Ingvar Hákon Ólafsson, Elfar Úlfarsson og Halldór Skúlason. Það væri freistandi að bæta hér við nöfnum þeirra deildarstjóra, hjúkrunar- fólks, aðstoðarlækna og fleira ágæts fólks, sem með okkur hafa starfað en það verður að bíða betri tíma. Þessi greinargerð sem er sögulegs eðlis, gerð á gamals aldri og eftir erfið veikindi um tíma, til að vekja athygli á þessari sögu og til að halda til haga þessum þætti lækninga hér áður en allir væru fallnir frá borði sem komu við sögu eða áttu hlut að máli og gætu eitthvað sagt frá en þeir týna nú ört tölunni. Ef einhvers staðar er ekki farið rétt með bið ég forláts á því. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Málþing um stöðu súrefnisþega á Íslandi Grand hótel, Sigtúni 38, Reykjavík þann 17. maí kl. 12:00 -16:00 Fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga efnir til málþings um stöðu súrefnisþega á Íslandi, í samvinnu við Samtök lungnasjúklinga og Félag íslenskra lungnalækna. Tilefnið er 20 ára afmæli Samtaka lungnasjúklinga. Markmið málþingsins er að hvetja til umræðu um lífsgæði súrefnisþega, stuðla að bættum aðbúnaði þeirra og að efla samvinnu fagaðila sem koma að ákvörðunum, þjónustu, meðferð, fræðslu og eftirliti. Skráning á lunga@hjukrun.is fyrir 15. maí Aðgangur ókeypis

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.