Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 8
Orlofshús í sumar
Byggiðn – Félag byggingamanna óskar eftir vönduðum sumarhúsum
á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á
landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Heitur pottur er skilyrði.
Áhugasamir sendi upplýsingar á palmi@samidn.is fyrir 25. janúar 2018.
Nauðsynlegt er að góð lýsing sé og ljósmyndir af eigninni svo sem
stærð, fjöldi svefnplássa og staðsetning. Einnig að lýsing á umhverfi
fylgi með t.d. möguleikum til útivistar og afþreyingar.
Öllum tilboðum verður svarað.
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS
Viltu leggja þitt af
mörkum í starfi VR?
Uppstillinganefnd VR óskar eftir frambjóðendum til trúnaðar
ráðs VR. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda
erindi á netfangið uppstillinganefnd@vr.is fyrir kl. 12:00
á hádegi þann 19. janúar nk.
Í samræmi við lög VR óskar uppstill-
inganefnd eftir frambjóðendum til að
skipa lista stjórnar og trúnaðarráðs
vegna listakosningar um trúnaðarráð
í félaginu.
Uppstillinganefnd stillir upp lista til
trúnaðarráðs sem endurspeglar félagið
eins og mögulegt er hvað varðar aldur,
kyn og störf félagsmanna. Einnig verður
litið til félagsaðildar og starfa fyrir félagið.
Hlutverk trúnaðarráðs VR er að
vera stjórn félagsins ráðgefandi
varðandi ýmis stærri málefni sem
upp koma í starfsemi félagsins,
svo sem við gerð kjarasamninga
og stærri framkvæmdir.
Uppstillinganefnd VR
Viðskipti „Það er ekkert sem bendir
til þess að fasteignaverð muni lækka
enda hafa vextir lækkað og kaup-
máttur að aukast,“ segir Kjartan
Hallgeirsson, formaður Félags
fasteignasala (FF), um þær tölur
sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu
Íbúða lánasjóðs um þróun hús-
næðismarkaðarins.
Í skýrslunni segir að sumir geti
orðið varir um sig í ljósi sögunnar
eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á
fasteignaverði í nóvember síðast-
liðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti
síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli
og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex
mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú
aðeins 1,8 prósent og hækkunar-
takturinn minnkað mikið síðan í
sumar.
Einnig er bent á að þinglýstum
kaupsamningum um íbúðarhús-
næði á höfuðborgarsvæðinu fækk-
aði um 16 prósent í desember miðað
við mánuðinn á undan og 20 pró-
sent miðað við sama mánuð 2016.
„Þessi 0,7 prósenta lækkun er
mjög óveruleg og segir ekki til um
að markaðurinn sé á niðurleið
heldur sé þetta allt að ná jafnvægi
með minniháttar sveiflum eftir að
hann ofreis um síðustu páska. Árið
lítur vel út með auknu framboði á
nýbyggingum og okkar reynsla er
sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif
og aðrir losa sig við eignir og mark-
aðurinn kemst í eðlilega hringrás,“
segir Kjartan.
„Þetta hefur einkennst af meira
jafnvægi og framboði og eðlilegri
markaði. Þessar tölur sýna hvað
er að seljast yfir ásettu verði og er
eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir
Kjartan en í skýrslunni kemur fram
að um 78 prósent íbúða hafi selst
undir ásettu verði í nóvember.
Ingibjörg Þórðardóttir, fasteigna-
sali hjá Híbýlum og fyrrverandi for-
maður FF, tekur undir með Kjart-
ani og spáir að verð muni hækka.
„Þessir mánuðir sem þarna er um
að ræða eru einmitt þeir rólegustu á
árinu. Núna á nýju ári finn ég strax
að markaðurinn er að taka allvel við
sér en hins vegar er það fagnaðar-
efni að það hægist að einhverju leyti
á honum því ástandið í byrjun árs í
fyrra með þeim hækkunum var ekki
gott,“ segir Ingibjörg.
haraldur@frettabladid.is
Fasteignasalar sjá ekki
lægra verð í kortunum
Fasteignaviðskiptum þar sem keypt er yfir ásettu verði hefur fækkað hratt síðan í vor. Fréttablaðið/Vilhelm
Íbúðalánasjóður segir
að í ljósi sögunnar geti
sumir nú verið varir um
sig eftir að fasteignaverð
lækkaði í nóvember
og um 78 prósent íbúða
seldust undir ásettu
verði. Fasteignasalar
spá verðhækkunum en
auknu jafnvægi.
Kjartan
hallgeirsson.
samgöngumál Greiðsla fyrir að
aka um Vaðlaheiðargöngin verður
rafræn og mun þar af leiðandi
engin mönnuð stöð vera við annan
enda ganganna til að rukka öku-
menn. Hægt verður að kaupa miða
í gegnum göngin á netinu eða í appi
í snjalltækjum. Þeir sem greiða
ekki en fara um göngin fá sendan
greiðsluseðil.
Þessi háttur er viðhafður erlendis
með góðum árangri, til að mynda í
Færeyjum, svo tæknin er til staðar.
Valgeir Bergmann, framkvæmda-
stjóri Vaðlaheiðarganga, segir þessa
tilhögun ekki erfiða í framkvæmd.
„Þetta verður þannig að þú kaupir
aðgang í göngin á netinu og því
mun umferðin ekki stöðvast við
annan enda ganganna til að taka við
greiðslu. Einnig er þessi leið ódýrari
og því munu sparast fjárhæðir hvað
þetta varðar,“ segir Valgeir.
Framkvæmdum hefur seinkað
töluvert við göngin. Vonir stóðu til
að ná sumarumferðinni í ár en nú
er ljóst að það mun ekki takast. „Við
erum að horfa til þess á þessum tíma-
punkti að opna í haust,“ segir Valgeir.
„Nú er unnið á fullu að mörgum
verkþáttum svo vonandi mun þetta
ganga vel fram á sumar.“ – sa
Ekki þarf að stansa til að
aka um Vaðlaheiðargöng
hægt verður að kaupa miða í göngin
á netinu. Góð lausn að mati forsvars-
manna. Fréttablaðið/auðunn
menning Jóni Páli Eyjólfssyni, frá-
farandi leikhússtjóra Leikfélags
Akureyrar, var sagt upp störfum á
þriðjudag og þess krafist að hann
hætti samstundis. Samkvæmt yfir-
lýsingu Menningarfélags Akureyrar
(MAk) ríkti ekki lengur traust á
störfum hans hjá félaginu.
Jón Páll staðfesti í gær að upp-
sögnin tengist #metoo-bylting-
unni. Um sé að ræða atburð sem
varð fyrir áratug og ekki innan leik-
hússins. Unnið hafi verið að sátt í
málinu síðastliðin fimm ár. Segist
Jón Páll hafa gert framkvæmda-
stjóra MAk grein fyrir málinu um
leið og #metoo-vakningin fór af
stað. – hg
Jón Páll rekinn úr leikhúsinu
Jón Páll
eyjólfsson.
1 1 . j a n ú a r 2 0 1 8 F i m m t u D a g u r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
1
1
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
7
-0
B
C
0
1
E
B
7
-0
A
8
4
1
E
B
7
-0
9
4
8
1
E
B
7
-0
8
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
0
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K