Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.01.2018, Blaðsíða 36
Einkenni augn- þurrks geta verið sviði, rauð og tárvot augu, óskýr sjón, næmi fyrir ljósi eða þreyta í augum. Augnþurrkur er algengur kvilli og getur komið fram með ólíkum hætti, til dæmis sem sviði, rauð og tárvot augu, óskýr sjón, næmi fyrir ljósi eða þreyta í augum. Ef augnþurrkur er ekki meðhöndlaður getur hann orðið verri og haft alvarlegar afleiðingar í för með sér,“ segir Klara Sveinsdóttir, lyfjafræðingur hjá Ice pharma. Hyprosan er lausasölulyf og fæst í dropaglasi án lyfseðils í apó- tekum og er ætlað til meðferðar við augnþurrki. Hver ml inniheldur 3,2 mg af hypromellósa sem eykur seigju Hyprosan. Þetta leiðir til þess að lausnin helst lengur á auganu og veitir því raka í lengri tíma. Meðferð með Hyprosan er einn dropi í hvort auga þrisvar á dag eða eftir þörfum. Hægt er að nota hvert dropaglas af Hyprosan í einn mánuð, þó að lyfið inni- haldi ekki rot- varnarefni. Án rotvarnarefna. Hægt að nota með augnlinsum. Til meðferðar við augnþurrki Hyprosan augndropar innihalda hypromellósa og eru ætlaðir til meðferðar við augnþurrki, þ.m.t. glæru- og tárusiggi hjá fullorðnum. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir, sjá nánari upplýsingar á www.sérlyfjaskrá.is. Nóvember 2017. SAN171101. Crystal Group framleiðir meira af fötum en nokkurt annað fyrirtæki. Fyrirtækið býr til föt fyrir marga stærstu seljendur heims, eins og H&M, Gap og L Brands, sem á Victoria’s Secret. Crystal Group stefnir ekki á að bæta við sjálfvirkum saumavélmennum á næstunni og veðjar á að vinnuaflið í Suðaustur- Asíu haldi áfram að vera ódýrara en sjálfvirkar saumavélar, þrátt fyrir að laun séu að hækka í Kína og umræðan um að sjálfvirkar vélar taki brátt við ýmiss konar handa- vinnu verði sífellt meira áberandi. Þetta kom fram í viðtali við Andrew Lo, framkvæmdastjóra Crystal Group, sem birtist á vef Fin- ancial Times. Lo sagði að hátækni- saumavélmenni væru áhugaverð og gætu breytt því hvernig sum fyrir- tæki framleiða föt, en í bili séu þau mun dýrari í rekstri en starfsfólk. Fjölga starfsfólki verulega Fyrirtækið stefnir að því að fjölga starfsfólki sínu í Bangladess og Víet- nam um 10% á ári næstu árin. Mikið af fatnaði er framleitt í löndunum tveimur, en launin þar eru með þeim lægstu í Asíu. Eins og er koma um tveir þriðju af sölutekjum Crystal Group af fatnaði sem er framleiddur í Bangladess, Víetnam, Kambódíu og Srí Lanka. Þessi lönd hafa laðað fatafram- leiðendur að sér nýlega eftir að framleiðslukostnaður jókst í Kína, en Kína er enn um sinn stærsti fata- framleiðandi heims. Vélmennin geta ekki tekið við Margir fylgjast vandlega með hugsanlegum áhrifum sjálfvirkra vélmenna á fataiðnaðinn. Iðnaður- inn er lífsnauðsynlegt haldreipi fyrir milljónir lítið menntaðra verka- manna í Asíu og annars staðar, þó oft sé illa farið með starfsfólk og mörg starfanna séu hættuleg. Árið 2016 varaði Alþjóðavinnu- málastofnunin við því að á næstu áratugum gætu vélmenni tekið við meirihlutanum af störfum í vefn- aðarvöruiðnaði, fataiðnaði og skó- framleiðslu í löndunum Indónesíu, Víetnam og Kambódíu. Til að þetta starfsfólk geti fært sig yfir í önnur og betri störf þurfi því að bjóða því þjálfun sem fyrst. En Crystal Group ætlar ekki að skipta starfsfólki út fyrir vélmenni. Að minnsta kosti ekki í bili. Ein ástæða fyrir því er að þótt vélmenni henti vel í ýmsum öðrum iðnaði, þar sem þau vinna með hörð efni eins og málm eða plast, eiga þau mjög erfitt með mjúk efni, eins og vefnaðarvöru. Þannig efni teygjast og aflagast þegar þau eru saumuð og það eiga vélmenni mjög erfitt með að ráða við. Stöðug þróun Nokkur fyrirtæki telja sig þó hafa fundið lausn á þeim vanda. Fyrir- tækið Sewbo meðhöndlar efni á þann hátt að þau verða stíf svo hægt sé að sauma þau saman auðveldlega, en svo mýkjast þau ef þau eru skoluð með heitu vatni. Annað fyrirtæki, SoftWear Automation, hannaði stóra sjálf- virka saumavél sem sér þegar það þarf að laga efni til um leið og hún saumar og lagar það eftir þörfum. SoftWear segir að ein slík vél getið framleitt jafn marga stuttermaboli á klukkutíma eins og sautján manns. Forstjóri SoftWear viðurkennir þó að saumavélin sé ekki ódýrari en vinnuaflið í Bangladess. Vélin var líka hönnuð til nota í Banda- ríkjunum, þar sem launin eru mun hærri og vélin gæti komið að meira gagni. Þannig að í bili virðist vélmenna- bylting ekki á næsta leiti í fata- framleiðslu og þó enginn viti hvað framtíðin ber í skauti sér stefnir í að föt verði áfram að mestu framleidd í Asíu, af mannfólki. Stærsti fataframleiðandinn veðjar ekki á vélmenni Stór hluti af fötum sem eru seld á Vesturlöndum er framleiddur í asískum fataverksmiðjum. MYNDIR/NORDICPHOTOS/GETTYaV Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Útsalan er í fullum gangi 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum 20% af ýmsum öðrum vörum 8 KYNNINGaRBLaÐ FÓLK 1 1 . ja N úa R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 1 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 6 -E E 2 0 1 E B 6 -E C E 4 1 E B 6 -E B A 8 1 E B 6 -E A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.