Fréttablaðið - 11.01.2018, Side 60

Fréttablaðið - 11.01.2018, Side 60
LAUGAVEGI 91 - 2. HÆÐ - asolo.is Runout GV Kr. 23.990.- Nú kr. 16.793.- ÚTSALA TPS 520 GV Kr. 29.990.- Nú kr. 20.993.- Drifter GV Kr. 29.990.- Nú kr. 20.993.- Shiver GV Kr. 19.990.- Nú kr. 13.993.- Vibram® skósólar og GORE-TEX® vatnsheldni í öllum skóm Asolo Útsala2x380 fbl.pdf 1 09/01/2018 10:43 Auður Viðarsdóttir, þ j ó ð f r æ ð i n g u r og tónlistarkona, heldur fyrirlestur í Safnahúsinu klukk-an 16.00 í dag um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlist. Fyrirlesturinn er byggður á niðurstöðum rannsóknar hennar sem hún vann í meistaranámi sínu í þjóðfræði. Rannsóknin byggir á viðtölum við 17 tónlistarkonur um upplifun þeirra á tækninotkun í tónlistasköpun sinni. Auður kveðst sjálf hafa átt í stormasömu samband við tækni í sinni tónlistarsköpun í gegnum tíðina. „Stundum hef ég ekki haft nógu mikla trú á mér til að hella mér út í tæknilega vinnu. Ég skildi ekki af hverju það væri. En sá svo tæki- færi í þjóðfræði til að rýna í þetta, þ.e. að skoða nánar samband fólks við tækin og tólin sem það notar til sköpunar. Tækni er orðin svo stór þáttur í vinnuumhverfi tónlistar- fólks, sem fæst nú við að brúa bilið milli hins listræna eða tilfinninga- lega sem býr að baki tónlistarsköp- un og hins formfasta og rökræna sem okkur finnst oft felast í tækni- legri vinnu með hljóð.“ Spurð út í niðurstöðu rannsóknar sinnar segir Auður: „Niðurstöð- urnar eru margþættar. En það sem var áhugavert er að sjá að tónlistar- konur eru að glíma við þessar sam- félagslegu hugmyndir um að konur viti ekkert um tækni og kunni ekki að tengja græjurnar sínar. Þær sem ég talaði við höfðu nánast allar fundið fyrir þessu viðhorfi. Margar hafa upplifað að það sé efast um tæknilega getu þeirra og þær finna fyrir því að það er ekki búist við því að þær séu raunverulega mann- eskjan á bak við tónlistina og fram- leiðslu hennar,“ útskýrir Auður. Hún segir t.d. algengt að fólk spyrji tónlistarkonur hver hafi samið tónlistina þeirra. „Það er einhvern veginn ekki reiknað með því að þær geri það sjálfar.“ Auður segir líka algengt að tónlistarkonum sé boðin aðstoð við einfaldar athafnir í kringum tónleikahald, t.d. að tengja bassann sinn eða kveikja á hljóm- borðinu. „Og konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu.“ „Þetta er lúmskt“ Auður kann margar dæmisögur um hvernig þessi viðhorf fólks lýsa sér, um að konur viti ekkert um tækni. „Ég hef lent í því að það sé skautað fram hjá manni. Til dæmis kom ein- hvern tímann karlmaður eftir tón- leika og vildi spyrja út í græju sem við í hljómsveitinni vorum að vinna með. Og hann fór beint að karlkyns hljómsveitarmeðlim, sá vissi ekkert um þessa græju og ég var að reyna að skjóta inn í. En hann sá mig bara ekki,“ segir Auður og hlær. Auður segir fólk gjarnan vera með þetta viðhorf ómeðvitað. „Þess vegna er svo mikilvægt að halda umræðunni á lofti. Því þetta er lúmskt. Í huganum tengir fólk ein- faldlega hvers kyns græjur frekar við karlmenn. Staðalmynd tónlistar- konunnar er hins vegar kynþokka- full söngkona og það tekur tíma að breyta þessum hugmyndum. En það er að gerast, sýnileiki kvenna á bak við græjurnar er alltaf að aukast,“ segir Auður sem er bjartsýn á fram- tíðina. „Eins og ein sagði í minni rannsókn, að með hverri og einni sýnilegri konu þá bætast kannski tíu við. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að hafa einhvern sem maður getur litið upp til.“ gudnyhronn@frettabladid.is „Konur eru bara orðnar svolítið pirraðar á þessu“ Þjóðfræðingurinn og tónlistarkonan Auður Viðarsdóttir hefur lengi pælt í stöðu kvenna innan tónlistarheimsins. Hún heldur erindi í dag þar sem hún mun einblína á undirliggjandi viðhorf sem margt fólk hefur um að konur viti minna um tækni en karlar. Í hugAnum tengir fólK einfAldlegA hVers Kyns græjur freKAr Við KArlmenn. Meistararitgerð Auðar fjallaði um upplifun tónlistarkvenna af tækni í tónlistarsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 1 . j a n ú a r 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r44 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð 1 1 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B 6 -F 3 1 0 1 E B 6 -F 1 D 4 1 E B 6 -F 0 9 8 1 E B 6 -E F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.