Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2007, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 18.10.2007, Blaðsíða 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I 42. TÖLUBLAÐ I 28. ÁRGANGUR Bæjarstjórn Grindavíkur tekur ekki afstöðu til til- lagna Landsnets um fyrirhug- aðar línuleiðir í lögsagnarum- dæmi Grindavíkur fyrr en frek- ari gögn liggja fyrir. Málið kom fyrir bæjarstjórn í síðustu viku. Á fundi hjá skipulags- og bygg- inganefnd Grindavíkur þann 13. september var öllum val- kostum Landsnets um orku- flutninga í landi Grindavíkur hafnað. Nefndin samþykkti að- eins háspennulínur meðfram þeim línum sem fyrir eru í sveit- arfélaginu. Málið kom fyrir bæj- arstjórn í síðustu viku. Í bókun segir að bæjastjórn geti ekki tekið afstöðu til málsins þar sem frekari gögn og skýringar vanti. Afgreiðslu málsins var því frestað og forstöðumanni tæknideildar falið að leita frek- ari gagna. Þessi af greiðsla er nokk uð á sömu lund og hjá bæjaryfir- völdum í Vogum sem vildu ekki taka afstöðu til tillagna Lands- nets þar ekki var gert ráð fyrir jarðstreng í þeim. Vildu Voga- menn að sá kostur væri inni í myndinni áður en afstaða yrði tekin til málsins. Áður höfðu Sand gerð ing ar hafnað öllum línulögnum í sínu landi. Í nýlegri umsögn Skipulagsstofn- unar vegna álvers í Helguvík er bent á að þeir virkjunarkostir sem Hitaveita Suðurnesja hygg- ist nýta vegna fyrsta áfanga ál- versins eigi eftir að fara í um- fjöllun samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum og suma á einnig eftir að fjalla um samkvæmt skipulags- og bygg- ingarlögum. Sveitarfélögin þurfi að huga vel að þessari stöðu þegar kemur að leyfisveitingum. Skipulagsstofnun telur að vegna óvissu um flutningsleiðir raf- orku þurfi sveitarfélögin að huga að því hvort bíða eigi með leyfisveitingar fyrir byggingu ál- versins þar til niðurstaða liggur fyrir. Talsverð fjölgun hefur orðið á málum hjá Félags- og fjölskylduþjónustu Reykjanes- bæjar samhliða fjölgun íbúa síðustu ár. Af þessu leiðir að álag á starfsfólk FFR hefur auk- ist nokkuð og hefur nú verið samþykkt að ráða tvo verkefna- ráðna starfsmenn í samtals eitt stöðugildi. Munu þeir vinna sérstaklega að málefnum inn- flytjenda í samstarfi við mann- gildissvið Reykjanesbæjar, sem eru félagsþjónustan, fræðslu- skrifstofan og menningar-, íþrótta- og tómstundasvið. Hjördís Árnadóttir, félagsmála- stjóri Reykjanesbæjar, segir að- spurð ekki hægt að tengja aukið álag beint við erlenda innflytj- endur, heldur fremur fólksfjölg- unina almennt í Reykjanesbæ. Breytt samfélag Nokkrar umræður spunnust um fólksfjölgunina á bæjarstjórn- arfundi í Reykjanesbæ nýlega í kjölfar fyrirpurnar Guðbrands Einarssonar, oddvita A-lista, um fjólksfjölgunina og greiningu á henni. Guðbrandur benti á að fólksfjölgunin í Reykjanesbæ væri að mestu borin uppi af út- lendingum. Það hefði í för með sér miklar samfélagslegar breyt- ingar sem væri íhugunarefni í samhengi við umrædda fjölgun mála hjá FFR og það væri tilefni til umræðu. Um 7% íbúa Reykja- nesbæjar eru útlendingar. „Við erum að upplifa töluvert breytt samfélagsmunstur og ég er ekki alveg viss um að við séum búin að horfast í augu við það eða gerum okkur grein fyrir því hvernig þetta verður. Þessi mikla fjölgun sem á sér stað í Reykjanesbæ, er að stórum hluta haldið uppi af fólki með erlent ríkisfang og í ljósi þess þurfum við að fara að velta fyrir okkur hvað bíður okkar í fram- tíðinni,“ sagði Guðbrandur. Ekki sérstakt ástand Árni Sigfússon, bæjarstjóri, varð til svars og taldi áríðandi að tala varlega í þessari umræðu svo hún hljómaði ekki eins og andúð í garð útlendinga. „Einn hluti og stór hluti þessa hóps eru fjölskyldur, annar hluti eru einstaklingar, ekki ólíkt því sem við þekktum af varnarsvæðinu þar sem voru einhleypir her- menn. Þess vegna höfum við verið að fjalla um þetta á síðustu tveimur fundum og þau verk- efni sem þarf að vinna til að nálgast þessa einstaklinga og á því máli sem þeir þekkja. Þetta finnst mér vera grundavallarat- riði; að við séum að taka vel á móti fólki sem kemur hingað í sveitarfélagið, hvort sem það er íslenskutalandi eða ekki.“ sagði Árni. Benti hann á að þrátt fyrir að 7% íbúa í Reykjanesbæ væru útlendingar væri ekki um sér- stakt ástand að ræða, landsmeð- altalið væri 6%. „Hér held ég að þetta sé tækifæri fyrir okkur til að taka á þessu verkefni og vinna það mjög vel,“ sagði Árni. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi Sveinbjörn Eiríksson, Kirkjuvegi 10, Keflavík Lést laugardaginn 13. október síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Hvalsneskirkju laugardaginn 20. október klukkan 13:00. Berglind Ósk Sigurðardóttir Björn Axelsson Tengdabörn og barnabörn Reykjanesbær: Starfsfólki félagsþjónustu fjölgað vegna aukins álags Línutillögur Landsnets: Bæjarstjórn Grindavíkur óskar frekari gagna ✝ Ástkær eigninkona mín móðir okkar tengdamóðir og amma, Jóhanna Kristjánsdóttir Litluvöllum 11 Grindavík lést á Heilbrigðistofnun Suðurnesja 14.október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 23. október kl: 14:00 Már Guðmundsson Dagný Másdóttir, Herjólfur Jóhannsson Svanhvít Másdóttir, Örn Sigurðarson Guðmundur Egill Másson, Kristín Sesselja Richardsdóttir Hrund Briem, Gunnlaugur Gunnlaugsson og barnabörn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (18.10.2007)
https://timarit.is/issue/396265

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (18.10.2007)

Aðgerðir: