Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2007, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 18.10.2007, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 18. OKTÓBER 2007 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við nýjan veitingastað og bar í Reykja- nesbæ og verður hann til húsa þar sem Glóðin var áður. Ekki verður upplýst að svo stöddu hvaða nafn mun prýða stað- inn en það verður upplýst við opnun hans þann 3. nóvember. Einnig hverjir eigendur hans eru. Meginþemað í innréttingum staðarins er nautshúðir, speglar, gler, króm og granít. Boðið verður m.a. upp á eldbakaðar pizzur og hefur ítalskur pizzu- meistari verið ráðinn í þeim til- gangi. VF-mynd:elg Nýr veitingastaður opnar í Reykjanesbæ Nýjung í þjónustu Heil-brigðisstofnunar Suð- urnesja var tekin í notkun sl. föstudag þegar Sigurður Þór Sigurðsson, lyf- og lungna- læknir sendi fyrsta rafræna lyfseðilinn beint úr sjúklinga- umsýslukerfinu Sögu. Með því verða skriflegir lyf- seðlar nær óþarfir því sjúklingur getur farið til lyfsala sem nálgast lyfseðilinn með öruggum hætti og getur þaðan afgreitt pöntun- ina. HSS er önnur stofnunin á land- inu sem tekur þessa nýjung í notkun og er þetta nýja fyrir- komulag til mikilla bóta jafnt fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem og sjúklinga sem geta nálgast pöntun sína hjá hvaða lyfsala sem er án þess að þurfa að muna eftir lyfseðlinum eins og áður. Rafrænir lyfseðlar á HSS Sigurður Þór Sig- urðsson sendir hér fyrsta raf- ræna lyfseðilinn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (18.10.2007)
https://timarit.is/issue/396265

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (18.10.2007)

Aðgerðir: