Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2007, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 18.10.2007, Blaðsíða 30
30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJASTA SPORTIÐ DAGLEGA!VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Byrjuðum eins og KÁLFAR Vann gull, silfur og brons á Special Olympics Sundkappinn Valur Freyr Ástuson var sigursæll á Special Olympics leikunum í Sjanghæ sem fram fóru dag- ana 2.-11. október síðastliðinn. Hann vann til gull,-silfur og bronsverðlauna í sundi. Valur Freyr æfir með íþróttafélag- inu NES en þrír úr því félagi kepptu á leikunum. Valur fékk gullverðlaunin fyrir 4x50m boðsund, silfurverð- launin fyrir 50 metra bringu- sund og brons í 50 metra skrið- sundi. Hann segir árangurinn að þakka góðum undirbúningi sem hófst með stífum æfingum í apríl og æfði hann fjórum sinnum í viku fram að móti. Tveir aðrir Nesarar, þeir Ragnar Lárus Ólafsson og Jósep Daníels- son kepptu einnig á leikunum og gerðu það ágætt. Ragnar varð í 5. sæti í sínum flokki í golfi og Jósep var í 7. sæti í 400m hlaupi. Special Olympics leikarnir eru mjög stórir í sniðum. Keppendur frá um 140 þjóðum voru mættir til leiks að þessu sinni. Frá Íslandi fóru 32 keppendur og eitt dómarapar í h a n d b o l t a . Fé l a g a r n i r Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dæmdu handboltaleiki ytra en þeir eru jafnframt eina handbolta dómaraparið á Íslandi sem kemur frá Suðurnesjum. Í ár fagna þeir saman sínu 25 ára dómaraafmæli. „Þetta var sérstakt en dómgæslan gekk vel hjá okkur. Allir stilltir og prúðir en við dæmdum alls níu leiki á mótinu,“ sagði Hafsteinn í samtali við Víkurfréttir. „Við eigum 25 ára dómaraafmæli í ár við Gísli og það heyrist lítið frá okkur þessa dagana þar sem við erum að dæma svo vel,“ sagði Hafsteinn léttur í bragði. Mynd: Sjanghæ - fararnir frá v.: Ragnar Lárus, Valur Freyr og Jósep en þeir æfa með íþróttafélaginu Nesi. VF-mynd: elg.VF -M yn d/ E lle rt G ré ta rs so n Ís l a n d s m e i s t a r a r KR mæta í Röstina í Grindavík í kvöld og leika þar gegn heima- mönnum sem að sögn þjálfarans Friðriks Ragn- arssonar hófu Íslands- mótið í körfuboltanum eins og kálfar. Grindavík steinlá í Sláturhúsinu gegn Keflavík í síðustu viku og gulir eru stað- ráðnir í því að sýna hvað í þeim býr gegn sterku liði KR. „Við mættum ekki tilbúnir í leik- inn gegn Keflavík og fengum það sem við áttum skilið. Við dvöldum ekki lengi við Keflavík- urleikinn og höfum því hugsað lengi um leik kvöldsins. Þetta verður hörkuleikur en KR er sjálfsagt besta liðið á pappírum og þetta verður mikil áskorun fyrir okkur,“ sagði Friðrik. „Keflavík byrjaði mótið mjög vel á meðan við lékum eins og kálfar. Nú eru menn ákveðnir í því að rífa þetta upp og stemmn- ingin að undanförnu hefur verið fín. Við höfum engu að tapa en allt að vinna og við vitum að við getum unnið KR,“ sagði Friðrik en Grindavík hvílir á botni deild- arinnar með 25 stig í mínus. Njarðvíkingar halda Norður í land og mæta Þór Akureyri sem lagði bikarmeistara ÍR í fyrstu umferð. Njarðvík vann sterkt lið Snæfells sannfærandi í fyrstu umferðinn svo von er á baráttu- leik fyrir Norðan. Keflvíkingar mæta svo Snæfelli- gnum í Hólminum annað kvöld og verður fróðlegt að sjá hvort B.A. Walker, Bandaríkjamaður- inn í liði Keflavíkur, geti haldið uppteknum hætti. „Ég reyndi bara að komast í takt við leik liðsins og vera duglegur að spila uppi liðsfélaga mína. Það skiptir ekki máli hverjir skora stigin svo framarlega sem við leikum vel sem liðsheild,“ sagði Walker sem gerði 31 stig gegn Grind- víkingum síðasta fimmtudag. „Leikurinn gegn Grindavík var aðeins fyrsti leikurinn okkar í deildinni en vonandi getum við byggt á því góða úr leiknum. Þá væri ekki verra ef ég ætti fleiri svona góð kvöld,“ sagði Walker í léttum dúr. Allir leikir annarar umferðar hefjast kl. 19:15, bæði í kvöld og á morgun og er fólk hvatt til að fjölmenna á vellina og styðja vel við bakið á sínu liði. Þorleifur Ólafsson reynir hér skot yfir Magnús Gunnarsson í Sláturhúsinu. Grindvíkingar vonast til þess í kvöld að geta lagt að baki slæma byrjun sína á Íslandsmótinu er þeir taka móti sterku liði KR í Röstinni í Grindavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (18.10.2007)
https://timarit.is/issue/396265

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (18.10.2007)

Aðgerðir: