Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2007, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 18.10.2007, Blaðsíða 31
31ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU Í BOÐI LANDSBANKANS VÍKURFRÉTTIR I ÍÞRÓTTASÍÐUR Njarðvíkurkonur munu annað kvöld leika sinn fyrsta körfuboltaleik í tvö ár síðan liðið var lagt niður. Fé- lagið réð Unndór Sigurðsson til sín í sumar sem þjálfara kvennaliðsins og er stefnan sett á að komast í deild þeirra bestu innan þriggja ára. Unn- dór þjálfaði áður hjá Grinda- vík en nú eru miklar vonir bundnar við hann í Ljónagryfj- unni. Örvar Þór Kristjánsson mun stýra Njarðvíkurliðinu á morgun þegar KR B kemur í heimsókn kl. 19:15 þar sem Unndór er erlendis. Njarðvík leikur í 1. deild kvenna og mun uppistaðan í liðinu verða leikmenn frá 10. flokki félagsins en leikmenn í þeim flokki hafa m.a. orðið Íslands- meistarar í sínum aldursflokki. Fjórir leikmenn Njarðvíkinga hafa áður leikið með meistara- flokki félagsins en það eru þær Sæunn Sæmundsdóttir sem leikið hefur 74 leiki fyrir Njarð- vík. Birna Ýr Skúladóttir, Sigur- laug R. Guðmundsdóttir sem er fyrirliði liðsins og Erla Guð- mundsdóttir. Þær Anna María Ævarsdóttir og Dísa Edwards hafa gengið til liðs við Njarðvík frá Keflavík. Frítt verður á leik- inn annað kvöld í boði ÁÁ verk- taka að Fitjabakka í Njarðvík. Erla setti tvö Íslandsmet Sundkonan Erla Dögg Har- aldsdóttir frá ÍRB fór á kostum um síðustu helgi á Stórmóti SH sem fram fór í Sundhöll Hafnarfjarðar. Erla gerði sér lítið fyrir og setti tvö Íslandsmet á mótinu og varð jafnframt stigahæsta sund- kona mótsins. Snemma á sunnudag setti hún Íslandsmet í 200m flugsundi og svo síðar um daginn setti hún annað Íslandsmet. Síðara metið setti Erla í 100m fjór- sundi þegar hún kom í mark á tímanum 1.03.48 sem er bæting um 2/10 á gamla met- inu. Stalla Erlu frá ÍRB, Soffía Klemenzdóttir, setti nýtt ald- ursflokkamet í 200m flugsundi en hún synti á 2.24.79 mín. sem er nýtt aldursflokkamet og bæting um tvær sekúndur á gamla metinu. Þá átti ÍRB einnig stigahæsta sundmann mótsins sem var Árni Már Árnason. Guðni Emilsson varð þriðji og Davíð Hildi- berg Aðalsteinsson fjórði. Í kvennaflokki varð Soffía Klemenzdóttir þriðja í heild- arkeppninni en Jóna Helena Bjarnadóttir varð fimmta og Elfa Ingvadóttir sjötta. Marín Hrund Jónsdóttir hafnaði svo í sjöunda sæti. Möggumótið á laugardag Möggumótið í fimleikum fer fram í Íþróttahúsinu að Sunnu- braut í Keflavík á laugardag kl. 10:00. Mótið verður haldið í A-sal íþróttahússins en þetta er í fjórða sinn sem Möggu- mótið fer fram. Mótið heitir í höfuðið á stofnanda deildar- innar, Margréti Einarsdóttur. Gestir mótsins munu koma frá Fimleikadeild Ármanns og Björkunum í Hafnarfirði en keppt verður í grunnæfingum íslenska fimleikastigans. Pílumót um helgina Garðsmótið í pílukasti fer fram í Píluhúsi Reykjanes- bæjar á laugardag og lýkur skráningu í mótið kl. 12:30 á keppnisdegi. Hægt er að skrá sig í síma 660 8172 en mótið fer fram að Hrannargötu 6, Píluhúsi Reykjanesbæjar. Örn komst ekki í gegn í Svíþjóð Kylf ingurinn Örn Ævar Hjartarson, GS, komst ekki í gegnum niðurskurðinn fyrir sænsku mótaröðina í golfi sem fram fór í síðustu viku. Örn lauk leik á tveimur keppnisdögum á samtals 18 höggum yfir pari. Næst taka við æfingar í nóvember hjá Erni og síðar mun hann taka þátt í móti í Portúgal í sama mánuði. Bloggaðu á www.vikurfrettir.is Hefur ekki tekið ákvörðun Steinar áfram hjá Víði Ljónynjurnar halda til veiða Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir lék með Njarðvík síðast þegar félagið hélt úti liði. Nú er hún annar tveggja fyrirliða hjá Keflavík en margir sterkir leikmenn hafa komið upp úr starfinu hjá Njarðvík sem nú leika með Keflavík. Þar ásamt Ingibjörgu eru þær Margrét Kara Sturludóttir og Rannveig Randversdóttir. Miðjumaðurinn áræðni og fyrirliði Keflavíkur, Jónas Guðni Sævarsson, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað verður hjá honum í bolt- anum á næstu leiktíð. Jónas á eitt ár eftir af samningi sínum við Keflavík en sagðist í sam- tali við Víkurfréttir vita af áhuga fjölmargra liða í Lands- bankadeildinni. „Ég er að skoða mín mál og Keflavík er að fara yfir sín mál. Félagsskiptaglugginn verður ekki opinn aftur fyrr en í jan- úar svo það er enn nokkuð langt í hann. Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við Kefla- vík en ég er að skoða hvað sé best í stöðunni fyrir mig,“ sagði Jónas. „Auðvitað vil ég vera í Keflavík því ég er Keflvíkingur út í gegn en ég er líka að hugsa um hvað sé best fyrir mig sem leikmann en ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Ég er að leita út og að reyna að láta þann draum rætast að komast út sem atvinnumaður,“ sagði Jónas og kvaðst líka vita af áhuga fjöl- margra liða á sér hér heima. - Jónas Guðni skoðar sín mál Steinar Ingimundarson, þjálfari knattspyrnuliðs Víðis í Garði, mun stýra liðinu næstu tvö ár, en hann undirrit- aði samning við stjórn knatt- spyrnudeildarinnar þess efnis í síðustu viku. Samningurinn er uppsegjanlegur eftir næstu leiktíð. Steinar gerði góða hluti með liðið í ár og kom þeim upp úr neðstu deild eftir tveggja ára veru og sagðist hann í samtali við Víkurfréttir vera spenntur fyrir komandi sumri í 2. deild- inni. Unnið er að því að halda þeim hóp sem skipaði Víðisliðið í sumar og einnig stendur til að styrkja hópinn fyrir kom- andi átök í 2. deild. Víðir lagði Gróttu í úrslitaleik 3. deildar en sumarið hjá þeim var einkar gott þar sem þeir gerðu 77 mörk í riðlakeppninni en fengu aðeins á sig 11 mörk. SæunnSigurlaug

x

Víkurfréttir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0333
Tungumál:
Árgangar:
45
Fjöldi tölublaða/hefta:
2155
Gefið út:
1980-í dag
Myndað til:
06.11.2024
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Sigurjón Vikarsson (1980-1982)
Emil Páll Jónsson (1983-2002)
Páll Ketilsson (1983-í dag)
Lýsing:
Vikulegt fréttablað sem er dreift ókeypis inn á öll heimili á Suðurnesjum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (18.10.2007)
https://timarit.is/issue/396265

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (18.10.2007)

Aðgerðir: